Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 30.11.1978, Qupperneq 32

Heimilistíminn - 30.11.1978, Qupperneq 32
/ n um Tóta óg' systkin hans burt eins og fætur toguðu, og gekk til litla drengsins. „Komdu vinur minn litli, við skulum fylgja þér heim”, sagði hann. Drengurinn, sem var dálitið minni en Bárð- ur, varð i fyrstu töluvert srneykur, en þegar hann sá, að drengirnir þrir voru i fylgd með varðmanninum, breyttist viðhorf hans fljótt. Þeir gengu nú niður að höfninni, og þar tók varðmaðurinn upp stóran, köflóttan vasaklút. ,,Farðu með hann þennan og þvoðu þér i framan”, sagði hann og benti á stigaþrep, sem lágu alveg niður að sjónum. Tóti þurrkaði sér um nefið. Hann hafði fengið miklar blóðnasir og hafði enn, og fötin hans voru mjög illa farin eftir áflogin. ,,Hvað heldurðu, að pabbi og mamma segi, þegar þau sjá hvernig þú ert útleikinn?”, sagði Bárður óttasleginn. ,,Það kemur i ljós (á sinum tima)”, sagði Tóti alvarlegur og gekk niður þrepin með litla drengnum. Hann þvoði drengnum fyrst en þvi næst sjálfum sér. Og þegar hann hafði hallað höfðinu aftur á bak um stund, hætti að blæða, sem betur fór, og nú fann hann fyrst, að það var saltbragð að vatninu. „Vatnið er salt! ” sagði hann undrandi og leit upp til varðmannsins. „Já, auðvitað er það salt”, svaraði varðmað- urinn. „Hafið þið aldrei fyrr bragðað sjó? Það er ágætt að stilla blóð með honum”. Og nú gátu Jón og Bárður ekki stillt sig um að ganga lika niður þrepin og bragða á þessu skritna vatni, á meðan Tóti burstaði af fötun- um sinum, eins vel og hann gat. „Það var gott að þú komst”, sagði hann og 30 leit upp til varðmannsins, — „strákurinn var ógurlega sterkur”. „Þú verður bráðum alveg eins sterkur og hann”, sagði varðmaðurinn. „Ég hef haft full- an hug á þvi, undanfarið, að ná i hnakka- drembið á þessum náunga. Hann hafði vissu- lega gott af þvi, að þú veittir honum þessa ráðningu”. Nú fylgdu þeir allir litla drengnum heim til sin, en hann bjó þarna skammt frá. Þegar móðir hans opnaði húsdyrnar, brá henni mjög i brún i fyrstu, þegar hún sá, að varðmaðurinn stóð fyrir utan. Koma hans boðaði oftast ein- hver alvarleg tiðindi. En hann skýrði strax frá þvi, sem gerzt hafði, og móðirin gekk þá til Tóta og þakkaði honum innilega fyrir. „Það...það....það var ekki neitt, stamaði Tóti og fór hjá sér. En i rauninni höfðu áflogin verið mjög upp- örfandi fyrir hann. Að skömmum tima liðnum voru þeir komnir aftur til hótelsins, og varðmaðurinn var þá ekki seinn á sér að segja pabba og mömmu alla söguna. Hann var mjög hreykinn af framkomu Tóta og sló þéttingsfast á öxl hans. „Hér eigið þið mikinn heiðurspilt”, sagði hann glaðlega. „Sendið hann til min, þegar hann er fullvaxinn, og ég skal gera hann að fyrirmyndar varðmanni”. , „Við þökkum þér kærlega fyrir’l sagði pabbi, — „en við gerum nú ráð fyrir, að hann verði bóndi og taki við jörðinni af mér”. „Já, starf bóndans er bæði þárft og gott”, sagði varðmaðurinn, kinkaði kolli og klappaði bliðlega á kinn Tóta. „Ég óska ykkur öllum til hamingju”. Þannig skildu þau við þennan góða og geð- þekka varðmann. Það voru vissulega þreyttir snáðar, sem nú flýttu sér i háttinn, — og meðan þeir klæddu sig úr, heyrðu þeir enn kæra og kunna rödd, sem kallaði: „Klukkan er orðin niu. Vindáttin er aust- læg... 15. kafli Gestirnir góðu kvaddir Siðasti dagur þeirra i borginni var runninn upp. Lávarðurinn og frú hans voru komin niður að höfn og i þann veginn að stiga um borð i 32

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.