Heimilistíminn - 30.11.1978, Blaðsíða 23

Heimilistíminn - 30.11.1978, Blaðsíða 23
— Andlit hennar vakti hjá mér áhuga. Ég hitti hana og mann hennar, þegar ég kom einu sinni i heimsókn hingað til bæjarins og bauðst til þess að mála af henni mynd, ef hún kæmi til min á vinnustofuna i New York nokkrum sinnum i viku i nokkra mánuði. — Þér máluðuð þá ekki myndina af henni hérna? — Nei, ég vildi alltaf mála andlitsmyndir á vinnustofunni. Julia Fonsell hafði sem sagt alltaf farið til New York, að minnsta kosti nokkrum sinnum i viku, á meðan John Solum málaði hana. ,,Það var eins og lýsti af henni siðustu vikurnar...” Hann lagði frá sér pensilinn og strauk hend- inni yfir þunnt, svart hárið. Svo sneri hann sér að mér. — Ég bý hérna i nágrenninu nú orðið. Hann leit út undan sér á mig. — Ég mála enn af og til barnamyndir. Nú leit hann beint framan i mig. — Það verður áreiðanlega þess virði að mála barnið yðar. Ég fann hvernig ég stirðnaði upp, en svo reyndi ég að verða róleg á ný. Það væri sann- arlega skemmtilegt að fá jafnfrægan málara til þess að mála mynd af barninu minu. — Þér hefðuð kannski gaman af þvi að koma heim til okkar og sjá myndina aftur, sem þér máluðuð af frú Fonsell? spurði ég. — Getur verið, sagði hann annars hugar og tók pensilinn i höndina á ný. — Á þriðjudagskvöldið ætlum við að halda upp á afmælisdag tengdaföður mins. Vilduð þér koma þá? sagði ég og ætlaði ekki að láta mig. Ég fékk hálfgildings loforð og flýtti mér heim á leið, hress og kát eftir þennan fund. Það var frænka, sem hafði fundið upp á þvi að halda upp á afmælið. Paul Ronsard átti að verða eini gesturinn, ef John Solum kæmi ekki. Þar eð fólkið i bænum hafði sniðgengið Ephraim frá þvi Júlia dó, hafði hann einnig skorið á öll tengsl við þá, sem hann hafði áður haft samband við. Þegar ég horði á magurt og tekið andlit Elizabethar frænku,þar sem hún var að skreyta afmælistertuna, varð mér ljóst, að hún hlaut að vera álika einmana og ég, og finnast hún ekki siður einangruð en mér fannst. Nokkru eftir að Jason var kominn fór ég upp til þess að vekja frænku af miðdegisblundinum hennar. — Hefur frænka sofið vel? byrjaði ég en hætti snögglega. Hún var hvit eins og lak i framan og augun kolsvört. Þegar hún reyndi að brosa framan i mig kom hálfgerð gretta á andlitið. — Hvað er að? spurði ég óróleg. — Hvað hef- ur komið fyrir? — Ekkert. En þið verðið að reyna að komast af án min i kvöld. Mér er svo illt i höfðinu. — Það er ekki bara það! Ég fann að hún var hrædd, skelfilega hrædd við eitthvað: — En ef þetta er svo frænka, þá skal ég bara láta fresta veizlunni. Ég snerist á hæl og ætlaði að fara út aftur. — Irene! Nafnið mitt hljómaði eins og lágt neyðaróp.—Þú mátt ekki segja eitt einasta orð utan það, að mér liði ekki sérlega vel. Ekki segja þetta neinum! Þið verðið að halda veizl- una, eins og ekkert hafi i skorizt! Þá hafði sem sagt eitthvað komið fyrir. Hvað svo sem það var, þá hafði það gerzt siðasta klukkutimann. Þegar hún hafði farið upp til þess að leggja sig, eins og hún var vön, hafði hún verið eins og hún átti vanda til. — Ef frænka vildi aðeins segja mér... — Eins og þú vilt, sagði hún áður en ég hafði lokið við setninguna. Ég er... óróleg út af dá- litlu, sem ég hef komizt að. Ég skal segja þér það seinna. En þú verður að treysta mér og gera nákvæmlega eins og ég segi þér. Ég leit i kringum mig i dimmu herberginu. Þetta var herbergi Juliu Fonsell. Hafði frænka komizt að einhverju um Juliu, einhverju, sem engan mátti gruna, að hún vissi nú? — Ég skal gera eins og frænka segir, sagði ég, þótt mér væri það á móti skapi. Skömmu siðar, þegar Paul var kominn, og við vorum öll samankomin i stofunni fannst mér ég hljóma mjög sannfærandi, þegar ég til- kynnti: — Frænka biður ykkur að hafa sig afsakaða, en henni er óskaplega ilit i höfðinu, og treystir sér ekki til þess að vera með okkur i kvöld. Hún sagðist þó vonast til þess að við skemmtum okkur vel. Ég leit snöggt i kringum mig i stofunni og sá hvað allir urðu fyrir miklum vonbrigðum, þeg- ar þeir heyrðu fréttirnar, meira að segja Jason. — Á ég að lita upp til hennar? spurði Paul. — Ég er með læknatöskuna með mér. — Nei, sagði ég strax. Hún tók höfuðverkja- duftið sitt og ætlaði að reyna að sofna. Hann kinkaði kolli. Það er það bezta, sem hún getur gert. Ég leit aftur i kringum mig. Þessu fólki þótti greinilega öllu mikið til frænku minnar koma. 23

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.