Heimilistíminn - 30.11.1978, Side 22

Heimilistíminn - 30.11.1978, Side 22
— Hann á enga ættingja sagði ég þrákelknis- lega. Annars var það faðir þinn, sem bauð honum en ekki ég. Hann svaraði þessu ekki: — Hann hefur verið hér og borðað á hverjum einasta mið- vikudegi eftir þvi sem ég kemst næst. — Samkvæmt boði föður þins! Hann langar eflaust til þess að tala við karlmenn. Þú ert nú svo sjaldan heima.Ég sneri mér við og ætlaði að fara en Jason greip i handlegginn á mér. — Þú platar mig ekki, Irene! Ef Paul heldur sig hér á miðvikudögunum, þá er það hvorki vegna þess að hann hefur áhuga á föður min, Ruth eða frænku þinni. Ég horfðist i augu við hann og var undrandi yfir örvæntingunni sem var i þeim. Hvers vegna hataði hann Paul? Vegna þess hve ólik- ir þeirvoru? Eða var önnur ástæða til þess? Siðan sagði ég lágt: — Ef það skyldi nú vera, hefur þú engan rétt til þess að skipta þér af þvi? — Nei. Röddin var eins isköld og min eigin rödd hafði verið. — En ég vil ekki að þú haldir að ég sé heimskingi. Paul hélt áfram að borða með okkur á mið- vikudögum, og samkvæmt ráðleggingum hans fór ég að fara i gönguferðir um skóginn og allt niður að vikinni, þrátt fyrir það að ég væri bæði orðin sver og þung á mér. Einn sólbjartan aprilmorgun tók ég eftir þvi að einhver var kominn á uppáhaldsstaðinn minn við ströndina. Þarna stóð maður við málaratrönur, hann var dökkur yfirlitum, skeggjaður og miðaldra, að sjá. Við kinkuðum kolli hvort til annars. Þegar ég gekk fram hjá honum sé ég nafn hans á litilli kistu við fætur hans: John R. Solum. Ég nam staðar og sagði áköf: — En eruð það ekki þér, sem máluðuð myndina af frú Fonsell! Ég varð svolitið æst. Hann sneri sér að mér. — Konu Ephraim Fonsélls? Jú, ég málaði hana. Hann leit aftur á léreftið og dró nokkur pensilför. — Ég heiti Irene Fonsell og er eiginkona sonar Ephraim Fonsells. Hann kinkaði kolli annars hugar. Ofurlitið miður min bætti ég svo við: — Þér vitið auðvit- að, að hún... var myrt? | FRAMHALDSSAGAN | 7 eftir Veldu Johnston Ég sé vel hvaðan vindurinn blæs. Hann sleppti takinu á handleggnum á mér og var lagður af stað eftir ganginum, þegar ég hrópaði á eftir honum: — Eitt skaltu gera þér ljóst! Það eru aðeins tvær manneskjur i þessum heimi, sem mér stendur ekki á sama um — barnið, sem ég á von á og Elisabeth frænka! Svo stökk ég upp stigann örvæntingarfull og gráti nær. Var það raunverulega satt, að ég hefði öskrað á hann? 22 — Já, það veit ég. Það stóð i blöðunum i New York. Ég hikaði ofurlitið, og svo spurði i ég: — Hvernig var hún eiginlega? — Það eina, sem ég veit um hana, er að finna myndinni, sagði hann og yppti öxlum. — Sagði hún aldrei neitt um sjálfa sig? — Nei, guði sé lof! Hann steig eitt skref aftur á bak og virti fyrir sér sjávarmyndina, sem hann var að mála. Svo sagði hann lágri röddu: I

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.