Heimilistíminn - 19.07.1979, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 19.07.1979, Blaðsíða 15
Sítrónur, mandarfnur, greipávöxtur og klemen- tfnur eru allt sítrusávextir og fara á með þá eins og appelsinurnar. 0. <o Melóna: þvoið og þurrkið kjarnann áður en þið setjið hann niður. Flu bjoi Einu sinni endur fyrir löngu talaði ég um það hér i blómaþættinum, hversu skemmtilegt það gæti verið að gróðursetja ávaxtasteina og fá upp af þeim alls konar skemmtileg tré, þótt kannski verði þau ekki sérlega stór hérna hjá okkur. Ná nýlega rakst ég á frásögn af alls konar steinum og kjörnum, sem kona nokkur hafði gróð- ursett með góðum árangri. Hún keypti sér i blómabúð, það sem hún kaliaði torftöflu, sem hún hellti á vatni, og þá blés hún út, og svo stakk hún steini nið- ur i töfiuna. Þar hafði hún hann lengi lengi, en gætti þess vel, að aldrei þorn- aði moldin. Kannski getið þið fengið sllkar töfiur hér i blómabúðum, að minnsta kosti hefur verið flutt inn pressuð útiend mold, sem blæs út við það að vökna. Hana mætti nota, eða þá bara venjuiega Islenzka mold, sem haldið er vei rakri. Bezt mun ganga að rækta upp tré eða pálma af steinum snemma vors, en það er hægt að gera tilraun hvenær sem er ársins, þvi ekki ætti tilkostn- aðurinn að vera mikill, ef aðeins er tekinn steinn úr appelslnu eða epli. Gott er sagt að veita þessum ávaxta- trjám okkar ofurlitla aukabirtu með þvi að láta þær njóta ljóss frá lampa, og þá verður hitinn llka meiri, og vöxt- urinn hraðari. En minnizt þess, aö þá er þörf á að vökva meira en ella. Eftir þriggja ára ræktun á að vera hægt aö reikna með blómum á appelslnutréð, en það eru ekki allir svo duglegir við ræktunina, aö það gangi. Sumir kjarnar eða steinar splra Sjáiði appelsínu tréð mitt! ekki, nema þeim sé fyrst leyft að liggja og „sofa” yfir veturinn. Þannig er háttað kirsuberjakjörnum, epla- kjörnum, plómukjörnum, kjörnum úr heslihnetum og perum. Það er þó hægt að „plata” kjarnana með þvi að láta þá halda, aðþeirhafilifað af veturinn. Það er gert á þann hátt, að kjarnarnir eru settir I sand inn I isskápinn og látn- ir vera þar i þrjá mánuði, (ekki I frystihólfið). Svo eru steinarnir teknir út og þeim stungið niður I moldina. CITRON GRAPE’FROKT 14 Þið skulið taka þessa steina og slipa þá utan með sandpappir, áður en þið setjið þá niöur. Þá vex fyrr upp af þeim falleg planta, vegna þess að vatnið á greiðari aðgang inn I gegn um skelina. Þetta á til dæmis við um apri- kósusteina, ollfur og valhnetur. - Mjög langan tlma getur tekið að fá döðlusteina til þess að verða að plönt- um. Fyrir kemur, að blða þarf I heilt ár eftir aö sjá eitthvað grænt stinga kollinum upp úr moldinni. Þó er hægt að flýta þessu með þvi að leggja stein- ana I krukku með rakri bómull. Látið krukkuna, sem á að vera opin, standa á hlýjum stað, og gætiö þess aö bóm- ullin þorni aldrei. ^ paprika Þurrkið kjarnana i nokkra daga. Setjið pottinn á bjartan og hlýjah stað. áNDARlN AVOKADO TOMAT VlNDRUVA Það bezia við avokadó er að hún verður svo stór. Takið stein úr full- þroskuðum ávexti, þvoið hann og látið hann þorna I einn sólarhring. Gróður- setjiö hann með mjórri endann upp I rakri mold, og einn þriðji hluti steins- ins á að standa upp úr moldinni. Setjið ið og þurrkið kjarn- . Leggið þá I plast- a I nokkrar vikur áður þeir eru settir niður. ntan á að standa á •tum stað. Setjið niður marga steina i sama pott- inn. plastpoka með gati yfir pottinn

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.