Heimilistíminn - 19.07.1979, Blaðsíða 36

Heimilistíminn - 19.07.1979, Blaðsíða 36
Lítill kaktus á ferðalagi Einu sinni voru tveir bræður, sem hétu Stingi og Lyngi. Þeir voru báðir Utlir, grænir kaktusar, og bjuggu þess vegna i Kaktusalandi. Þar var alltaf sól og hiti, nema einu sinni á ári. Þá kom pinulitil rigning. Til þess að kaktusi getið liðið vel, og hann geti lifað lengi lengi, þarf hann að vera i sól og hita. Kvöld eitt bað Lyngi bróð- ur sinn, sem var eldri og kunni að lesa, að segja sér sögur frá öðrum löndum. Stingi opnaði stóra bók og byrjaði að lesa sögur fyrir Lynga, sem sat spenntur og hlustaði. Hann geispaði ekki einu sinni, þótt langt væri komið fram yfir hans venju- lega háttatima. Eftir lesturinn sagði Lyngi, að hann ætlaði að fara strax á morgun með stóra skipinu og sigla til annarra landa. Stingi sagði, að það mætti hann alls ekki gera, vegna þess að i sumum löndum væri fullt af rigningu, og sums staðar væri meira að segja snjór. En Lyngi sagði, að kannski væri snjórinn bara öðruvisi sól, en þeir hefðu i Kaktusalandi. Stingi hló bara, ogsagði, aðþaðþyrfti að vera kalt til þess að snjó- aði, og snjórinn væri verri en rigningin fyrir kaktusa. Seint næsta kvöld, þegar allir voru sofnaðir, tók Lyngi pokann sinn. Hann stakk bókinni um önnur lönd niður i hann og einnig ann- arri bók sem var á kaktusa- máli og hét: Meðferð kakt- 36 Smásaga eftir Önnu Dóru Theodórsd., sem einning hefur teiknað myndirnar usbarna. Hann ætlaði strax af stað og ganga alla nóttina þangað sem stóra skipið lá við bryggju, og lauma sér um borð. Enginn sá hann, er hann kom að skipinu, svo hann faldi sig i einum björgunar- bátnum. Ekki þurftihann að biða lengi eftirþvi, að skipið legði úr höfn, en þegar liða tók á daginn fór hann að verða sjóveikur, og hélt að hann væri að deyja. Skipið sigldi marga, marga daga, og eftir langan tima fann Lyngi, að það hreyfðist ekki lengur. Hann kikti út, og skimaði i kring- um sig. Er hann sá, að skip- ið var lagzt að bryggju, tritlaði hann i land. — Hvaða land skyldi þetta nú vera? sagði hann við sjálfan sig. — Skyldi þetta vera Paradis, landið, sem bróðir hans hafði svo oft sagt honum frá? Alls staðar var fullt af húsum og fólki. Hann gekk inn i borgina. Allir, sem mættu honum störðu á hann. Krakkarnir sem hann mætti, vildu alls ekki leika sér við hann, heldur striddu honum bara. Það fannst honum leiðinlegt, og hann varð sorgmæddur. Allir pössuðu sig á að snerta hann ekki, vegna þess að sumir kaktusar hafa nálar útúr grænu skinn- inu,og auðvitað vildi enginn stinga sig á honum. Aum- ingja litli Lyngi, ekki var þetta nú eins skemmtilegt og hann haf ði hugsað sér að það myndi verða. Lyngi gekk allan daginn, og seint um kvöldið byrjaði hann að leita sér að nátt- stað. Ó, hvað hann var þreyttur. Bara að hann væri kominn heim i hlýja rúmið sitt. Hann var orðinn svo þreyttur, að hann lagðist á næstu tröppur, sem hann sá fyrir utan stórt hús með garði i kring.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.