Heimilistíminn - 19.07.1979, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 19.07.1979, Blaðsíða 32
Bernhard Stokke Þýðing: SIGURÐUR GUNNARSSON ekki, ef einhverjir kæmu og færu að leita þeirra. Eins og nærri má geta fór afar illa um dreng- ina, þvi að þarna var bæði mjög þröngt og loft- laust. Villi ætlaði að fara að segja einhverja brandara, eins og stundum fyrr, en sá fljótt að nú var réttast að þegja, enda hnippti Halli óþægilega i hann. Þeir lágu nú alveg hljóðir um stund og heyrðu aðeins kliðinn i regninu, sem skall á þakinu og rann niður af þvi. En það leið ekki á löngu, þangað til þeir heyrðu greinilega fóta- tak, sem nálgaðist óðum... Já, hér voru þá menn á ferð, sem vafalaust voru að leita þeirra. Drengirnirþorðu tæpast að draga and- ann. Svo heyrðu þeir, að dyr voru opnaðar, og að menn gengu inn, töluðu saman, sáu ljósum bregða fyrir og leituðu i hlöðunni. Þeir heyrðu aðeins litið af þvi, sem mennirnir töluðu, en skildu þó að þeir höfðu fundið grunsamlegan pappir og eitthvað fleira, sem benti á, að strokudrengirnir hefðu komið hér við. ... Svo fjarlægðist tal mannanna, og loks héldu þeir burt frá hlöðunni. -----Drengirnir biðu órólegir alllanga stund, eftir að mennirnir voru farnir, og ekkert heyrðist lengur annað en dynur regnsins á þak- inu. Þá fyrst ýttu þeir fjölunum til hliðar, klöngruðust út úr hinum óþægilega felustað sinum, hristu af sér ryk og rusl, sem þakti þá alla, og flýttu sér svo að lita út, til að athuga, hvort þeir sæju nokkuð til þessara manna, eða þá eitthvað annað grunsamlegt. En þeir sáu ekkert, sem ástæða var til að óttast. Nú var að mestu hætt að rigna. Rökkrið færðist óðum yfir og minnti þá á, að innan skamms yrðu þeir að leggja af stað i erfiða næturferð á ný, meðfram vegum, og um óþekkta, dimma skóga, til þess að verða ekki á 32 vegi neinna á þessum slóðum. Heimsókn mannanna i hlöðuna benti ótvirætt til, að skipuleg leit að þeim var hafin, og að miklir erfiðleikar kynnu að vera fram undan. ,,Jæja, þá flytjum við”, sagði Villi i gaman- tón, þegar þeir voru að leggja af stað til skóg- ar. En Halli var ekki i þvi skapi nú að geta tek- ið gamni hans, og svaraði honum ekki. Varð þá Villa allt i einu hugsað til þess, að i rauninni átti hann sök á þvi, að Halli var hér á flótta með honum, við þessar erfiðu aðstæður. Og hann gekk til hans, tók i hönd hans og sagði: „Þú ert sá bezti félagi, sem ég hef nokkurn tima þekkt”. 8. kalfi HVAR ER VILLI? Éf drengirnir hefðu vitað, að nýjum Ford-bil var ekið ljósalausum og næstum hljóðlaust eft- ir veginum, mundu þeir hafa verið varfærnari á næturgöngu sinni. En himinninn var hlaðinn skýjum, nóttin dimm og nokkur hávaði, sem fylgdi fótataki þeirra á veginum. Villi hafði reyndar verið hljóður um stund, en gat nú ekki stillt sig lengur og sagði: „Þegar við hittum einhvern bóndann, sem veit, að við erum strokudrengirnir, ætla ég að segja honum langa sögu um það, hve leiðinlegt sé að vera á uppeldisheimilinu. Þá kennir hann kannski i brjósti um okkur og leyfir okkur að vera”. „Hafðu ekki svona hátt, drengur”, sagði Halli ákveðinn. „Þegar Addi strauk....” Rétt i þessu bremsaði bill snögglega fyrir aftan þá, og þeir hrukku ónotalega við. Þeir litu strax aftur fyrir sig og sáu, að nýr Ford-bill hafði numið staðar örskammt frá þeim, og

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.