Heimilistíminn - 13.07.1980, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 13.07.1980, Blaðsíða 14
Eru þœr eins? Nazistar listaverk, sem stoliö var frá Noregi, held- ur einnig um hluti, sem stoliö var annars staöar i heiminum og fluttir til Þýzka- lands. Sniávegis af þessu lenti á söfnum, en meginhlutinn hins vegar í höndum æöstu manna Þýzkalands og þá auövitaö mikiö hjá Hitler eöa mest. Höfundurinn heldur þvi fram, aö enn gangi þessir munir kaupum og sölum, munir, sem stoliö var á árunum 1938 til 1945. Reyndar átti Quisling mikiö safn lista- verka fyrir striöiö. Höfundurinn segir, aö Quisling hafi liklega keypt þau á meöan hann var stjórnarerindreki I Sovétrikjun- um. Þá haföi veriö mikiö um fólk þar i landi, sem liföi af þvi aö selja erlendum stjdrnarerindrekum muni, sem áöur höföu veriö i eigu yfirstéttarinnar i land- inu. Vidkun Quisling hélt þvi fram, aö mál- verkasafniöí þar á meöal ein Rubens- mynd hafi tilheyrt konu hans. Benjamin Vogt, sem þekkti Quisling, segir aö þaö geti verið en telur það þó óliklegt, Eitt er þó vist, aö á striösárunum sveifst Quisling einskis né heldur aörir, þegar um var aö ræða aö eigna sér verö- mæt listaverk stofnana eöa félagasam- taka sem leyst höföu veriö upp og bannaö aö starfa, né heldur eigur fólks sem haföi veriö tekiö fast. Margir misstu eigur sinar fyrir fullt og allt á þennan hátt. Þfb Titanic Finnist Titanic I sumar ætlar Harris aö eyöa þvi sem eftir er sumarsins i kvik- myndun neöarsjávar, enda veröa mynda- vélarnar til staöar um borö i leitarskip- inu. Dr. Ryan segir, aö þessari kvikmynda- töku megi likja við þaö, aö mynd hangi frá efstu hæð Empire State byggingarinnar i New York, I 64 kilómetra vindi á klukku- stund og veriö sé aö reyna að ná nærmynd af göturæsisgrind á götunni fyrir neðan. Reyndar er hæö byggingarinnar aöeins l/10afþvldýpi, sem Titanic á aö liggja á, en byggingin er 1250 feta há. En finnist nú Titanic og verði hægt að taka einhverjar myndir i sumar ætlar Harris aö halda áfram næsta sumar. Hann hugsar sér þá aö fara niöur aö skip- inu I sérstaklega útbúnum rannsóknakaf- báti, Aluminaut. Kafbáturinn veröur bú- inn tveimur myndavélum sem hægt er aö stjórna innan úr bátnum sjálfum. Þá eru framan á honum klær, sem geta tekiö hluti, sem fyrir þeim veröa. — Mig hefur alltaf dreymt um aö geta gert eitthvaö þessu likt, segir Harris. — Ég veit ekkert dýrlegra en svona ævin- týri. Og svo bætir hann viö, aö heppnist þessi ferö eigi hún einnig eftir að hafa mikla fjárhagslega þýöingu fyrir hann sjálfan. Hingaö til hefur hann aðeins gert þrjár heimildarmyndir og aðeins hefur tekizt aö selja eina þeirra, mynd, sem fjallar um skipsflök á hafsbotni viö Marshall eyjar, en skipum þessum hefur veriö sökkt meö kjarnorkutilrauna- sprengjum. Harris hefur einnig dvalið um tima I Tyrklandi, og hefur löngun til þess aö kvikmynda bibliusögustaði, þar sem Páll postuli fór um. Ennfremur segist hann hafa áhuga á aö fara til tunglsins einn góöan veöurdag og inn i þykkustu regn- skógabelti heims I leit að dinósárum. Ekki segist Harris hafa áhuga á aö reyna aö ná Titanic upp, en um þaö hefur verið skrifuð saga, sem nú er verið að kvikmynda. Ryan haffræðingur segir þá hugmynd hreina fjarstæöu, en þó kunni aö vera hægt að gera þaö með einhvers konar flotútbúnaði, sem liktist þá einna helzt milljónum litilla borðtenniskúla, sem allar væru fylltar meö gasi. 1 hans augum er skipiö þvi aðeins spennandi, þar sem þaö liggur á hafsbotni. Þfb 14

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.