Heimilistíminn - 13.07.1980, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 13.07.1980, Blaðsíða 8
Nú er hafin leit að Titanic á hafsbotni Frank J.W. Goldsmith man vel eftir nóttinni, þegar Titanic sökk. Hann var þá aöeins niu ára gamall, og fór um borö I einn sfðasta björgunarbátinn, sem frá skipinu komst með móöur sinni, en faöir hans stóö eftir á þilfarinu, og mun hafa farizt með skipinu, þegar það hvarf f hafið. Goldsmithfjölskyldan, eins og flestar aðrar fjölskyidur, sem voru á þriðja farrými skipsins, hafði ætlað að flytjast búferlum til Bandarfkjanna. Titanic hefði getað borið um 4000 manns þessa nótt aðallega á þriðja farrými, en svo var ekki, vegna þeirra takmarkana, sem brezk stjornvöld höfðu sett um brottflutning manna úr landi. Farþegar voru þvi aðeins 2224. '«- Farmiði á þriðja farrými kostnaði 'aðeins 30 dollara, en John Jacob Astor "'greiddi fimm þúsund dollara fyrir glæsi- ibúð þá, sem hann hafði um borð. Það sem hann hafði einnig umfram allan þann fjölda fólks, sem lét fyrir berast neðar i skipinu, var aðgangur að velbúnum söl- um, dýrðlegum matsölum, þar sem enn dýrðlegri réttir voru bornir fram á hverj- um degi, og siðan að alls konar tómstundagamni. Alitið er, aö eigur að verömæti um 250 milljónir dollara hafi farið með skipinu, en þær voru aðallega I fórum farþega á fyrsta farrými, segir William Tantum IV, forseti Titanic Historical Society í Indian Orchard i •Massashusetts. Þegar litiö er til baka, má segja, að það hafi verið bæði kjánaskapur og ögrun viö máttarvöldin, að skipinu skuli hafa verið siglt hraðbyri áfram þessa nótt þrátt fyrir þá hættu, sem gat stafað af isjökum, sem alls staðar voru á reki á þessu svæði. En þess ber að gæta, að Titanic, þetta stdrkostlega brezka farþegaskip, sem þarna var i sinni fyrstu ferð, var sagt ósökkvandi. Að minnsta kosti héldu eig- endur þess, White Star Line, þvi fram. Tvöfaldur botn skipsins og 16 vatnsþétt rúm áttu að tryggja þaö, að skipið gæti ekki sokkið. Það átti meira að segja að geta haldizt á floti með aðeins fjögur þessara rúma lokuð. Goldsmith, sem nú býr I hjólhýsaný- lendu i Florida minnist leikja barnanna um borð dagana fyrir slysið. — Við krakk- arnir reyndum annað slagið að komast upp Ibjörgunarbátana og leika okkur þar, segir hann. — Hvöss rödd kallaði þá til okkar. — Drengir haldið ykkur i burtu frá björgunarbátunum. Svogerðistþaðkl. 11:40 um kvöld, þann 14. april, 1912 að Titanic rakst I isjaka og fimm vatnsþéttu hólfin rifnuðu. Þetta átti sér stað rétt eftir aö skipið hafði sveigt til hliðar til þess að komast hjá árekstri viðstóran ísjaka.sem allt i einu var f sigl- ingaleiðinni. Næstu tvær klukkustundir og 40 minútur sökk stefni skipsins hægt og slgandi I hafið. Frank litli og móðir hans auk 38 annarra farþega komust i björg- unarbat, sem var látinn síga fyrir borð örfáum augnablikum áður en Titanic sökk. Sumar konurnar voru I kápunum utan yfir náttkjólana, segir Goldsmith. — 'é&mám. Teikning af plötuumslagi, sem á að sýna Titanic Iþann mund er skipið sökk. 8 Kafbáturinn Aluminaut. Michael II;

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.