Heimilistíminn - 13.07.1980, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 13.07.1980, Blaðsíða 11
Dyrnar opnuðust og þarna stóð hann. Martin. Hann brosti en virtist þó hálfruglaður. — Tania. hrökk upp úr honum. — Er þetta raunverulega þú? ? Komdu inn fyrir, mikið er langt siðan.... Hann hafði ekkert breytzt. Hárið var svolitið siðara og hrökk upp i lokkum i hnakkanum, en brúnu augun voru alveg eins ákveðin og þau höfðu verið. Hnén á Taniu voru eins og deig, þegar hún heyrði rödd hans, minningarnar streymdu fram. Nú varð Taniu ljóst, hvers vegna hún hafði orðið að sjá hann aftur. Bara einu sinni enn—og s vo væri öllu lokið.... Hún lét tungubroddinn renna eftir þurrum vörunum og tókst að brosa. — H — halló Martin, stamaði hún. —É — ég á—átti leið hérna fram hjá, og datt i hug, að kíkja inn. Vona að ég sé ekki að tefja þig.... Hann dró hana inn fyrir og lokaði dyrunum og ýtti henni svo niður i stól og settist sjálfur við skrifborðið og horfði á hana, eins og hann tryði ekki sinum eigin augum. —Tania, sagði hann.—Af öllu fólki. Hvað ert þú að gera hérna i borginni? Hann hljómaði eins og hann væri að tala við einhvern ókunnugan, en af fullri kurteisi. Tania hórfði lengi rannsakandi i augu hans. Honum virtist finnast skemmtilegt, að hún var komin, en bæði röddin og brosið voru mjög stif. Hún óskaði þess heitt og innilega, að hann gæti ekki getið sér til um, hvað hún sjálf var að hugsa. Hún leit i kringum sig i herberginu. Alls staðar voru handrit og haugar af pappír, ná- kvæmlega eins og hún minntist þessa. Kúlu- pennarnir i leirkrúsinni, myndirnar á veggjun- um.... — Ég ætla ekki að stoppa lengi, sagði Tania i flýti. —Ég á stefnúmót nú i hádeginu... Hann kinkaði kolli. — Já, en það var þó skemmtilegt—að þú skyldir lita inn. Vinnur þú i London um þessar mundir? Tania greip fegins hendi tækif ærið til þess að geta nú sagt honum frá nýja starfinu, og Mart- in hlustaði alvarlegur, svipurinn á andlitinu bar merki um, að hann var annars hugar. Tania sá, að hún hefði ekki þurft að koma. Martin hafði ekki saknað hennar hið minnsta. Þetta var einna likast þvi, að horfa á þátt i slæmu leikriti, þar sem samræðurnar voru þvingaðar vegna þess að þeir, sem ræddust við höfðu ekki um neitt að tala. Þetta bakaði henni ekki einu sinni sársauka-en sársaukinn myndi áreiðanlega segja til sin siðar, þegar hún væri orðin ein. Martin ræskti sig. Tania sá, að honum fannst þetta, Tika óþægilegt. —Ætlar þú að búa heima hjá foreldrum þín- um aftur? spurði hann. —Já, til að byrja með. Ég get kannski fenglð mér ibúð seinna. Hann kinkaði kolli og Tania minntist þess nú, að ein af ástæðunum fyrir þvi, að henni hafði likað svona vel við hann allt frá byrjun, var að hann átti svo gott með að hlusta. Hann hafði undarlega litið að segja, sérstaklega þegár tillit var tekið til þess, að starf hans byggðist allt á orðum. En það var aldrei óþægilegt að láta hann hlusta. Martin stökk á fætur. — Ég ætla að panta kaffi, sagði hann. —Þú hefur þó að minnsta kosti tima til þess að fá þér kaffisopa? — Vertu ekki að hafa neitt fyrir mér, muldr- aði Tania. — Ég þarf að flýta mér. Hann brosti og kinkaði kolli. — Ég hef oft verið að velta þvi fyrir mér, hvernig þér hefur gengið. — Bara vel, sagði Tania glaðlega, en gætti þess að láta ekki á þvi bera, hvað henni hafði sárnað mikið, að ekki skyldi hafa komið frá honum nokkurt lifsmark. En eftir að þau hitt- ust siðast, hafði ekki sýnst vera mikil ástæða fyrir þau að halda sambandinu milli sin..... Nú hringdi siminn og Martin greip tólið. A meðan hann talaði horfði Tania i kringum sig og hugsaði til þess, þegar hún hafði komið hingað i fyrsta skiptið. Þau höfðu hitzt i veizlu og eftir að þau höfðu verið saman allt kvöldið, hafði hann ekið henni heim. A leiðinni komu þau hér við til þess að ná i handrit. Hún mundi svo vel eftir myndunum á veggjunum. Flestar myndirnar voru áritaðar nöfnum frægra rithöfunda, og meðal þeirra var mynd af sérstaklega laglegri ungri stúlku. Hún hélt, að þetta hlyti að vera skáldkona, og spurði Martin hver hún væri. Martin varð undarlegur á svipinn. — Við vorum trúlofuð, en þvi er lokið, sagði hann snöggt. —En leiðinlegt...sagði Tania lágt. Það var eins og kvöldið væri eyðilagt. Hann varð þögull og innhverfur, og henni fannst gott, þegar hann spurði, hvort þau ættu ekki að hittast aftur. 11

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.