Heimilistíminn - 13.07.1980, Blaðsíða 10

Heimilistíminn - 13.07.1980, Blaðsíða 10
Tania sveif eftir gangstéttinni, þrátt fyrir mannmergðina, sem alltaf var á þessum tima dags. Hún ætlaði að hitta Martin. Hún var komin aftur til London eftir að hafa starfað á smáblaði norður i landi i eitt ár. Hun hafði sinnt þarna margvislegustu störfum, en nú hafði henni boðizt starf á táningablaði, og það fyrsta sem henni datt i hug, þegar hún fékk til- boðið var að segja Martin frá því. Nú átti hún skammt eftir ófarið, og hún neyddi sjálfa sig til þess að fara hægar. Það veittist henni ekki auðvelt, enda var hún að springa af tilhlökkun eftir að sjá Martin aftur. Það rann ekki upp fyrir Taniu hversu vitfirr- ingslegt þetta tiltæki hennar var fyrr en hún stóð i anddyri bókaútgáfunnar Jennings & Porter og spurði þar eftir Martin. Hvað skyldi Martin eiginlega halda? Kannski þekkti hann hana ekki einu sinni af tur — að minnsta kosti ekki við fyrstu sýn. Ekkert var jafnkjánalegt að þjóta nú til manns, sem stóð nákvæmlega á sama um hana. Þetta yrði skammarlegt fyrir hana, og hún hefði svo sem bara gott af þvi. Við sjálft lá, að hún legði á flótta, en um leið hafði skrif- stofustúlkan lagt frá sér simtóiið og sagði. — Hr. Beverley getur tekið á móti yður núna. Vitið þér hvar skrifstofan hans er? Hún er númer 27 á þriðju hæð. Þér getið farið i lyft- unni, hún er þarna fyrir handan. Hún skalf i hnjáliðunum á meðan lyftan þaut upp á hæðirnar.Þetta var brjálæðislegt. Hvað átti hún að segja? Ef skrifstofan væri til dæmis full af rithöfundum, og hann væri að ræða við þá? Lyftan stöðvaðist. Hún þurfti svo sem ekki að fara inn á skriystofuna hans. Hún gæti gengið beint framhjá dyrunum, og farið svo heim og gleymt þessu öllu. Hann hafði ekki skrifað henni eitt einasta orð. Hefði hann viljað, hefði hann getað fengið heimilisfangið hjá foreldrum hennar. Eitt ár var langur timi. Hann var áreiðan- lega búinn að finna sé einhverja aðra.... — Skrifstofa hr. Beverley er sú þriðja héðan frá, sagði lyftuvörðurinn vingjárnlega. Hann stóð og horfði á eftir henni þegar hún skjögraði í átt að dyrunum og barði. Allt var hljótt. Bara að hann væri ekki inni. En stúlkan niðri i móttökunni hafði hringt til hans. Martin beið hennar. Nú var orðið of seint .að snúa við. .10

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.