Heimilistíminn - 08.03.1981, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 08.03.1981, Blaðsíða 12
BERIT BRENNE TOMMI bróöir Tamars, Tótu og Tœ-Mí okkar og vinnu okkar þar. Þú hefur unnið kraftaverk hvað við kemur drengjunum og allt það sem þú hefur lika kennt þeim. Hún hætti snögglega vegna þess að nú voru þau að nálg- ast húsið hennar og þar var þá hópur æpandi og öskrandi drengja sem dansaði i kringum eitt- hvað sem stóð við gangstéttina. — Hæ hó frú min góð, hvað gerir þú við þetta tæki, öskraði einn drengjanna. — Barnavagn en þó með vél. Er ekki vél i honum hrópaði annar drengur. Tommi leit upp og sá þilfarið rétt fyrir neðan sig. „Heldurðu, að þú getir staðið á fótunum þin- um?" spurði skipstjórinn glettnislega og lét hann stiga á þilfarið. En Tommi kiknaði i hnjánum og virtist ekki, eins og á stóð, hafa mikinn hug á að ganga um. Skiþstjórinn tók hann þvi aftur i fangið, bar hann inn i næsta klefa og kom honum vel fyrir i einni kojunni. „Ég hugsa, að þú gerir þetta nú ekki aftur fyrst um sinn", sagði pabbi og settist hjá hon- um. ,,Nei, aldrei framar", sagði Tommi lágt, — „aldrei". „Vertu nU bara rólegur um stund", sagði 12 pabbi, ,,þú færð bráðum eitthvað þér til hress- ingar". Þvi næst gekk hann fram. En Tommi var feginn að þurfa ekki að fara inn að borða, þvi að nú hafði hann alls enga matarlyst. En skömmu seinna kom Pétur stutti inn með hressandi ávaxtadrykk og nokkra banana, og þegar til kom, var það vel þegið. „Hefurðu kannski klöngrast upp á efstu hæð i einhverjum skýjakljúfnum i borginni stóru?" spurði Pétur. „Já, auðvitað hef ég gert það", svaraði Tommi og brosti þvi að nú var hann farinn að ná sér á ný. „Fannst þér fallegt útsýni úr tunnunni?" spurði Pétur. „Nei, siður en svo", sagði Tommi. „Það finnst mér ekki heldur", sagði Pétur stutti. „Ég hef einu sinni komið parna upp, — fór þangað bara svona að gamni minu. En sannleikurinn er sá, að maður þarf að hafa töluverða æfingu tií að geta þetta með góðu móti. Annars kann að fara illa. Með þvi að æfa sig dálitið, en aðeins stutt i einu, kemur þetta furðufljótt". „Já, það er liklega alveg rétt", sagði Tommi. Hann dáðist ákaflega mikið að þeim Kalla, Billa og Halla fyrir það, hve fimir þeir voru að klifra upp stigann. Nú kom pabbi inn á ný. „Jæja, hvernig liður þér núna, Tommi litli?" spurði hann. Mér liður vel", sagði Tommi og leit til pabba. „En,.... heyrðu, skipstjóri", sagði Tommi hugsandi,... „það gæti nú verið gaman að æfa sig,.. ég,... ég á við bara svona stutt i einu, þangað til maður ætti auðvelt með það". „Já, ég gæti hugsað mér það", sagði pabbi og kinkaði kolli. „Hvað áttu við?" spurði Tommi. „Ég á við það, að þú sért af þeirri gerðinni, sem gefst ekki strax upp, — og vist er það satt. En þú gerir þetta ekki oftar, meðan þú ert á þessu skipi, drengur minn. Ég hef hugsað mér að koma þér til Afriku með heila limi". „Já, ég skal muna það", sagði Tommi ákveðinn og alvarlegur. ... En það var vissulega margt fleira sem hraustur og duglegur sex ára drengur gat haft fyrir stafni á stóru og glæsilegu skipi. Já, Tómas William Smith var vissulega ekki i vandræðum með verkefnin.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.