Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 05.04.1981, Qupperneq 1

Heimilistíminn - 05.04.1981, Qupperneq 1
t»að, sem þið þurfið til þess að geta bakað þessa glæsilegu páskatertu er þetta: f]ögur egg, 2 dl sykur, 1 dl hveiti, 1/2 dl kartöflumjöl, 1 tsk lyftiduft, fínrifinu börkur af 1/2 sitrónu. í fyllinguna notið þið: vanillukrem, 3 dl rjómi, 2 eggjarauöur, 1 1/2 msk sykur, 1 msk maisenamjöl 50 grömm smjör eöa smjörliki, 1—1 1/2 msk vanillusykur. t aðra fyllingu, sem einnig er höfð i tertuna notið þið: 1/2 dós af aprikósum, 1 1/2 dl aprikosulög, 2 tsk matarlimsduft, eða matarlimsblöð eftir þörfum, og niðurrifnar möndlur. Byrjið á þvi að þeyta saman egg og sykur. Blandið þurrefnunum saman við og einnig sitrónuberkinum. Hrærið vel saman. Bakið i 200 stiga heitum ofni i ca. 30 míniítur. Látið kökuna kólna á grind- um. Vanillukremið er búið til á þennan hátt. Blandið saman rjóma, eggja- rauðum, sykriog maisenamjöli. Sjóðið þetta og hrærið kröftuglega i á meðan, en hafið hitann ekki of mikinn. Hrærið smjöri og vanillusykri saman og hrærið þvi svo út i kremið, áður en það er orðið kalt. Hellið safanum af aprikósunum, og notiö 1 1/2 dl i einskonar hlaup. Leysið upp matarlimið og hellið saman við safann. Skerið kökuna i þrjá jafna botna. Leggið saman tvo fyrstu botnana með vanillukremi á milli, og á milli annars og þriðja botns notið þið bæði vanillu- krem og þeyttan rjóma. Raðið nú apri- kósunum ofan á tertuna og hellið hálf- stifnuðum aprikósusafanum yfir ávextina. Skreytið meö möndlum.

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.