NT - 29.04.1984, Blaðsíða 2

NT - 29.04.1984, Blaðsíða 2
> w* Sunnudagur 29. apríl 1984 2 Ár rottunnar Lífsnautnamaðurinn í austrænu stjörnuspekinni ■ Ertu fæddur árið 1924, 1936, 1948,1960, 1972 - eða 1984? Sértu fæddur síðast taida árið verða aðrir að kynna sér málið í þinn stað. En foreldrar þínir vita hér með að þeim hefur fæðst „rotta“. En það ætti ekki að vera þeim áhyggjuefni, því tvær rottur hafa orðið forsetar í Bandaríkj- unum.þeir Jimmy Carter og Nixon. ■ En bíðum við; Austræna árið er ekki eins og okkar ár og því verðum við að láta fylgja hér skýringar: Árið 1924 var ár rottunnar 5.2. 1924 til 24.1. 1925. Árið 1936 var ár rottunn- ar 24.1.1936 til 11.21937. Árið 1948 var ár rottunnar 10.21948 til 29.1.1949. Árið 1960 var ár rottunnar 28.1.1960 til 15.2. 1961. Árið 1972 var það 19.2. 1972 til 2.21973. En hvaða perónuleikaein' kennum eru þeir svo prýddir sem eru í þessu merki? Einkenni „rottunnar“ eru miklir persónutöfrar- árásar- ■ Við á helgarblaði Nútím- ans hyggjumst nú fara af stað með þáttaröð, sem við vonum að mælist vel fyrir. Við ætlum sem sé að kynna hér stjörnu- speki af nokkuð nýstárlegu tagi fyrir marga, en það er hin austræna stjörnuspeki. Öfug- mæli er þó að segja hana nýstárlega, því hún er miklu eídri en stjörnuspekin sem við eigum að venjast þar sem naut- ið, ljónið, tvíburinn o.s.frv. leika aðalhlutverkin. Þessi stjörnuspeki er sögð um 5000 ára og austrænir spekingar hafa sífellt verið að betrum- bæta hana síðan, - þar til nú er stjórnin í Kína hefur bannað hana og japanska tölvuþjóð- félagið varpað henni fyrir róða. Ekki er víst að hún hafi úrelst svo mjög fyrir það! Hér koma til sögunnar allt aðrar skepnur en við eigum að venjast úr okkar „góðu og gömlu“ stjörnuspám. Vonandi girni! - sem ekki má'þó skilja of bókstaflega. Við fyrstu kynni virðist þetta fólk rólegt, í góðu jafnvægi og glaðlynt. En tökum því nú með fyrir- roðnar enginn þótt hann kom- ist hér að því að hann er „api“, eða „svín“. Bæði eru þessi merki hin athyglisverðustu ekki síður en „buffallinn" eða „tígrisdýrið," svo við nefnum fleiri dæmi. Dýrahringurinn í þessari gömlu austrænu speki er myndaður af tólf merkjum, en héreruþaðekki mánuðirnir sem hvert dýr ræður, heldur árið. Ár sama dýrsins kemur því ekki nema á tólf ára fresti og röðin er auðvitað fastákveð- in en hún er þessi: Rottan, buffallinn, tígris- dýrið, kötturinn, drekinn, snákurinn, hesturinn, geitin, apinn, haninn, hundurinn og svínið. Það er ár rottunnar sem við nú lifum á, árið 1984. Því byrjum við að ræða um rottuna í þessum fyrsta þætti, en hún er einmitt fyrsta dýrið í röð- inni, samkvæmt því sem sagt er að Búddah hafi skipað fyrir vara. Undir hinu kyrrláta yfir- borði er veruleg árásar og áreitnishneigð og stöðugt eirð- arleysi. Þú skalt umgangast „rottu“ um hríð og senn færðu sönnur fyrir æstu skaplyndi hennar, taugaspenningi og skaphita. „Rottan“ kemur sér í marg- víslegar skrýtnar aðstæður. Hún er oft smámunasöm og í versta falli svo varla getur heilbrigt talist. Jafnan er hún fyrst til að koma auga á ókost- ina. Hún kann best við sig í félögum og afmörkuðum hópum. Þarna er komið mikið samkvæmisfólk og „klúbb,,- félagar. En þar sem „rottur“ hafa sérlega gaman af slaðri og hneykslissögum eiga þær fleiri kunningja en vini. Hér kemur það líka til að þeim er ekki gjarnt að trúa neinum fyrir innstu hugsunum sínum. Þeim heldur „rottan“ fyrir sjálfa sig. Fyrst og fremt er „rottan“ þó tækifærissinni. Allt sitt líf reynir hún að hagnast á um- hverfi sínu með einhverju móti; á foreldrum sínum, á vinum sínum og kunningja- um. Sagan segir að spámaður- inn hafi kallað til sín þessi tólf dýr og boðið þeim að nefna árin eftir þeim, ef þau sýndu honum fullkomna auðsveipni. Dýrin vildu það og varð rottan fyrst í röðinni að eigna sér ár. Vitanlega hafa merkin tákn- ræna þýðingu. Rottan merkir til dæmis gildruna, haninn rót- ar með sporanum, geitin jarm- ar eftir grasinu o.s.frv. Já, við tökum eitt merki fyrir í hverju blaði og þótt það sé ekki ykkar merki, góðir lesendur, þá þekkið þið án efa einhvern sem í því er fæddur og munið hafa gaman af að sjá að lýsingin á furðu vel við. Sumir eiga að vísu nógu erfitt með að trúa að þeir sem fæddir eru í sama mánuði eigi eitthvað sameiginlegt, hvað þá þeir sem fæddir eru sama ár. En þið munið áreiðanlega komast að öðru! Góða skemmtun! ■ Þessi tákn merkja blátt áfram: „Kínversk stjörnuspá“ tengslum. Hún hagnast með því að nota sér bæði eigið fé og annarra og á persónutöfr- unum. Þeim hefur hún líka nóg af og beitir þeim óafvit- andi. Hér er kominn fjárhættu- spilari og lífsnautnamaður, „Rottan“ neitar sér helst ekki um neitt. Þótt það virðist mót- sagnakennt, þá er hún samt sífellt hrædd um að sér mistak- ist og hún geti ekki séð sér farborða einn góðan veðurdag. Þótt fólk þetta lifi deginum í dag til fullnustu, þá dreymir það um að eiga tryggan vara- sjóð til elliáranna. Sé „rottan“ kvenmaður þá bregst ekki að hún á firn af matvælum í ísskápnum og frystikistunni... sem án afláts er verið að narta í. Hún kaupir ósköpin öll af óþarfa á útsölunum í von um að gera nú góð kaup. Hugmyndaflug hefur „rottan" feikilegt og oft er hún gædd skapandi hæfileika. En þó er það sem gagnrýnandi að hugmyndaflug hennar fær fyrst byr undir vængi. Sú gagn- rýni hennar verður eyðileggj- andi og margar rottur gagn- rýna og gagnrýna, aðeins sér til skemmtunar. En þótt rottan sé stundum smámunanaggur og þröngsýn, þá má hún eiga það að heiðar- leg er hún . Hún hleypur ekki frá því sem hún heíur tekið að sér að framkvæma fyrr en yfir lýkur. Ekki heldur þótt fyrir- tækið sé augljóslega vonlaust. Rottan fær sér borgið svo lengi sem hún fær útrás fyrir eilífa óánægju sína og hefur færi á að njóta hinnar líðandi stundar á sinn hátt. Hvaða starfi sem rottan gegnir, þá mun hún heldur hafa hug á að vinna með höfð- inu en með höndunum. Henni lætur betur að lifa af annarra sveita en sínum eigin. En því miður er rottunni gjarnt að sóa því fé er hún aflar um leið og hún fær það í hendur. Rottan neitar sér ekki um neitt. Láni hún peninga þá heimtar hún vexti í einhverri mynd. í versta falli gerist „rottan" maurapúki, sníkjudýr, kannske veðlánari. Nokkurtil- hneiging til leti, ást á þæg- indum og makræði er henni eiginleg. Ef til vill er það orsök þess að þetta eru góðir fjár- málamenn og stjórnmála- menn. En einnig getur „rottan" spjarað sig á lista- mannabraut. Sem áður segir: Henni er eiginlegra að nota höfuðið en hendurnar. En þrátt fyrir sjálfselskuna er „rottan" tilfinninganæm. Hún getur verið mjög rausnar- leg við þann sem næst stendur hjarta hennar, - og það þótt sú ást sé ekki endurgoldin. í málum hjartans tekst henni helst að tjá það sem innra býr, þótt annars sé það innilokað, eins og við sögðum. „Rottan" sem teflir á tvær hættur, „rottan" sem drekkur yfir sig og „rottan“ sem setur allt á annan endan, - allt er þetta viss tilfinningasemi. „Rottunni" væri best að taka saman við einhvern fæddan á ári „Drekans," sem þar með mundi koma jafnvægi á líf hennar með styrk þeim sem honum er gefinn. Sjálfur hefði „drekinn" gott af gagnrýni- hætileika „rottunnar." Einnig kemur „buffalinn“ vel til greina, því með honum öðlast rottan öryggistilfinningu og fær þá uppörvun sem hún oft þarfnast. „Apinn“ heillar rottuna upp • úr skónum, - þótt hún vilji ekki viðurkenna það stundum. „Herra rotta“ yrði viðutan af ást á „ungfrú apa“ og „ungfrú api“ mundi lenda í lífs síns skemmtilegasta sambandi. Merkið sem „rottan“ verður að sniðganga umfram öll önnur er „hesturinn.þ“ Vegna ein- staklingshyggju sinnar og sjálf- stæðis þolir hesturinn engan vegin eiginhagsmunaklór „rottunnar." Þá ætti „rottan“ að gæta sín á að verða ekki á vegi „kattarins". Orsakirnar eru augljósar. „Rottan" mun njóta ham- ingjsamrar barnæsku og á- hyggjulausra unglingsára. Næsti hluti ævinnar getur hins vegar orðið harla stormasamur og gnótt af vandræðum. Hún kann að tapa fé sínu í óheppi- legum viðskiptamálum eða fara illa út úr ástamálum. Þriðja skeið ævinnar verður hins vegar þægilegra og ellin svo friðelsk sem nokkur getur óskað sér. „Rottan" á mikið undir því komið hvort vetur er eða sumar. Á sumrin eru öll háa- loft og kirnur fullar ... en á vetrum verður hún að fara út til fanga og verður þá að gæta sín á margri gildru. Svo við sleppum líkingamáli gæti hér verið um að ræða fangelsi og dauða af slysförum. Fimm þúsund ára gömul speki i

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.