NT - 29.04.1984, Blaðsíða 12

NT - 29.04.1984, Blaðsíða 12
Sunnudagur 29. apríl 1984 1 2 ■ Jarðvegur er ákaflega lítill víða á Grænlandi og stutt niður á klöpp. Af þessum sökum verður oftast að láta það nægja að urða hina látnu þannig að grjóti er hlaðið utan um hinar jarðnesku leifar manna. Er ekki um eiginlega kirkjugarða að ræða heldur eins konar heimagrafreit þar sem menn eru jarðaðir sem næst sínu heima. „Grænlands ferðí jólagjöf" ■ Þær stöllurnar höfðu orðið sér úti um kexpakka í kaupfélaginu en kexið vill sitja í tönnunum þó það sé gott. þeir verða að vera vel agaðir einfaldlega til að geta skilað hlutverki sínu. Sleðaferðirnar eru ætlaðar ferðamönnum og eru skipulagðar af starfsfólki hótelsins í Angmagssalik og flestar þeirra eru aðeins eins dags ferðir. Við fórum þó í ferð sem tók tvo daga og þá sváfum við í litlu þorpi sem heitir Tinitekiák en það var einmitt þar sem við lentum í brúðkaupinu sem við sögðum ykkur frá áðan. Allt fólkið í þorpinu kom út úr húsum sín- um til að taka á móti okkur og þetta varð ein heljarmikil upp- ákoma. Heimsóknir virðast ekki vera daglegt brauð þarna og fólkið var hlýtt í viðmóti og við fengum góðan grænlenskan mat og sváfum hjá einum eiði- mannanna í þorpinu. Hús hans var reyndar svo lítið að það var ekki mikið stærra en meðal- stórt herbergi en þarna fór vel um okkur“. „Atvinnuástand virtist víða vera lélegt og stór hluti fólks fær einfaldlega ekki vinnu“. Það er Cathy sem hefur orðið. „Það hefur líka komið Græn- lendingum illa að verð á sel- skinnum hefur farið lækkandi á heimsmarkaðnum og vafa- laust má það að einhverju leyti rekja til hins mikla áróðurs sem rekinn hefur verið gegn ómannúðlegu seladrápi í Kan- ada. Okkur virtist þó öðru máli gegna um selveiðar þær sem við urðum vör við, þar sem þar er eingöngu um að ræða veiðar til að halda lífi í fólki og þessar veiðar hafa verið stundaðar í aldaraðir og eru ekki stundaðar í gróða- skyni eins og manni skilst að víða sé. Viðhöfumfullasamúð með þessu fólki og óskandi væri að þær miklu breytingar sem þarna virðast eiga sér stað verði til góðs. Kynni okkar af þessu fólki hafa haft mikil áhrif á okkur og breytt skoðun- um okkar á margan hátt og ég held að við munum ekki gleyma þessari viku svo lengi sem við lifum“. Viðtal við hjónin Cathy og Jeff Joseph frá Los Angeles ■ Cathy og Jeff Joseph eru bandarísk hjón sem víða hafa farið enda eru ferðalög eitt helsta tómstundagaman þeirra. B.l.m. N.T. hitti þau hjónin að máli á flugvellinum í Kúlusuk en þá voru þau að koma úr vikuferðalegi um Grænland. Hvað er það sem rekur fólk eins og Jeff og Cathy, sem búsett eru í Los Angeles, alla leiðina norður til Grænlands? \ „Þetta er nú eiginlega jóla- gjöf frá bónda mínum“, segir Cathy þegar við bárum spurn- inguna undir þessa lífsglöðu férðalaga. „Hann gaf mér það í jólagjöf að fara þangað sem mig helst langaði með því skilyrði þó, að hann fengi að koma með. Við búum á sólar- strönd og mig hefur alltaf lang- að eitthvað norður á bóginn svo að Grænland varð að lok- um fyrir valinu. Það var reynd- ar ekki beint hlaupið að því að fá upplýsingar um þessar ferðir en að lokum komumst við í samband við danska ferða- skrifstofu í New York og í gegnum hana fengum við far til Islands og svo fórum við frá Reykjavík með flugfélagi Helga Jónssonar til Kúlusuk. Það var heldur ekki snúninga- laust að verða sér úti um hentugan klæðnað því að í Los Angeles fæst ýmislegt annað en heimskautafatnaður. Á endanum gátum við fengið föt frá verksmiðju sem framleiðir fatnað sem notaður er á suður heimskautinu svo að ekki hef- ur væst um okkur í túrnum. „Að ferðast með hundasleð- um er eitt af því merkilegasta sem ég hef tekið þátt í um ævina“, segir Jeff og ljómar allur. „Við höfðum bækistöð okkar í Angmagssalik á ágætu hóteli sem þar er og fórum síðan þaðan í ferðir þessa sjö daga sem við dvöldumst á Grænlandi. Ein þessara ferða tók tvo daga og þá sváfum við í litlu þorpi þar sem við vorum reyndar svo heppin að lenda beint inn í brúðkaup sem hald- ið var í þorpinu. Þetta var ógleymanleg reynsla og þarna við brúðkaupið fengum við tækifæri á því að sjá fólkið klæðast hinum sérstæðu þjóð- búningum sínum. Við borðuð- um líka selkjöt og ýmsa aðra rétti sem ég kann ekki að nefna. Þetta ferðalag hefur breytt skoðunum mínum á margan hátt. Ég var t.d. mikið á móti seladrápi áður en ég kom hingað vegna þess að ég taldi að slíkt væri aðeins gert í gróðaskyni en nú hef ég kynnst fólki sem meira og minna á alla afkomu sína byggða á selveið- um og ég hef séð að hver einasti hluti dýrsins er nýttur en ekki aðeins skinnið eins og maður hefur heyrt að víða væri gert. Ég hafði líka heyrt að víða á norðurslóðum væri illa farið með hunda og þeir væru barðir áfram miskunnarlaust. Ég hef komist að því undan- farna daga að hundarnir hér fá að vísu oft harkalega meðferð en þeir þjóna svo miklum til- gangi í lífsbaráttu manna að í rauninni væri erfitt að sjá hvernig hægt væri að búa hér án þeirra. Alla vegana eru þeir svo nátengdir lífi Grænlend- inganna að þar verður varla skilið á milli. í þessum sleðaferðum sýndu hinir grænlensku samferða- menn okkar alveg ótrúlega hörku og dugnað. Ég hefði í rauninni aldrei trúað því að þetta væri hægt. Þeir hlaupa oft með sleðunum langtímum saman og dráttarkraftur hund- anna er alveg ótrúlegur. Landslagið sem farið er um er fjöllótt og hundarnir draga sleðana upp snarbrattar brekk- ur rétt eins og um sléttan langarís væri að ræða. Hund- arnir eru í eðli sínu töluvert villtir og það getur reynst erfitt að stöðva þá eða fá þá til að breyta um stefnu. Það kom t.d. einu sinni fyrir að ég missti annan vettlinginn og slíkt er ekkert grín ef veður mundi skyndilega versna. Það reynd- ist erfitt að stöðva hundana svo að einn Grænlendinganna stökk af sleða sínum og náði í vettlinginn og hljóp svo sleð- ana uppi aftur. í þessum skoð- anaferðum sem við fórum á hundasleðum voru fjórir Grænlendingar og svissnesk hjón ásamt okkur. Græn- lendingarnir sem stjórna sleð- unum sitja á sleðunum þegar farið er yfir sléttan ís en þegar leiðin liggur yfir óslett land- svæði hlaupa þeir oftast með sleðunum og sýndu eins og við sögðum áðan álveg ótrúlegan dugnað og mikið úthald. Og þó að hundunum sé sýnd mikil harka sem manni fannst reynd- ar til að byrja með ganga út yfir allt velsæmi þá skildist manni það smám saman að ■ „Að ferðast á hundasleðum er eitt af því merkilegasta sem við höfum tekið þátt í“ segja fasteignasalarnir og hjónin Jeff og Cathy frá Los Angeles.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.