NT - 29.04.1984, Blaðsíða 19

NT - 29.04.1984, Blaðsíða 19
í<«vi> íh?yi .»S:'swBBÍMJtMiiíí aður en ferli hans var lokið. Hann lést 1933, drukkinn, snauður og gleymdur. Mæður voru nú teknar að vara dætur sínar við því að freista gæfunn- ar í Hollywood. Allt er þegar þrennt er. Meðan Arbuckle var enn fyrir rétti gerðist einhver svo djarfur að myrða William Desmond Taylor. Taylor var leikstjóri Normand, sem mjög vinsæl var hjá bíógestum. Mabel hringdi síðan í Charles Eyton, framkvæmdastjóra Famous Players-Lasky, og Eyton bar tíðindin til Adolph Zukor, stjórnanda Paramount. Edna hafði einnig reynt að ná í aðra skæra stjörnu Paramount, Mary Miles Minter, en tókst ekki. Jvlóðir Mary Minter, frú Sunnudagur 29. apríl 1984 1 9 Ekki nóg með þetta! Hvert reiðarslagið fylgdi á fætur öðru og Hollywood var í öngum sínum. Til dæmis varð uppskátt að Taylor hefði í rauninni heitið William De- ane-Tanner og stungið af frá konu sinni og dóttur í New York árið 1908. Ef til vrllgerði hann það til að geta notið kvenna í ríkari mæli en fjöl- skyldulííjð bauð upp. Fáa hafði grunað hversu stórtækur og hugmyndaríkur hann hafði verið í þcim efnum. Nú kom upp úr dúrnum að hann hafði staðið í ástarsambandi við Ma- bel Normand, Mary Minterog frú Shelby - allar í einul. I læstum skáp í svefnherbérgi hans fannst mikið safn kven- undirfatnaðar. Pað voru minjagripir frá „sigrum“ hans. Pegar í safninu fannst föl- bleikur silkisloppur merktur „M.M.M.“ var ferill Mary Mil- es Minter á enda. Hún átti að vera saklaus stúlka en ekki taka þátt í svona svínaríi. Mary settist því, nauðug viljug, í helgan stein og huggaði sig með áti. Hún hljóp fljótlega í spik. Ekki nóg með þetta. Taylor reyndist einnig hafa verið fastagestur á undarlegum neð- anjarðarbúllum í Los Angeles þar sem fínlegir karlmenn og vöðvamiklar konur sátu í hring á gólfinu og reyktu marijúana, ópíum og þess háttar. Hin vinsæla gamanleikkona, Mabel Normand, reyndist einnig hafa verið stammkúnni á þessum stöðum, og nú var komið að henni að draga sig í hlé frá kvikmyndaleik. Morðinginn fannst aldrei. Þær stöllur, Mabel og Mary, hröpuðu niður af stjörnuhimn- inum en áhrifanna varð vart um alla Hollywood. Sakleysi bíóbransans í augum almenn- ings var gufað upp - til fram- búðar. Eftir þessi mál öll voru orðin „Hollywood" og „hneyksli“ ætíð samtengd í hugum fólks. sjálfsögðu stærstur hluti vin- sælda hennar. Er Mary var • spurð um bréfið sagðist hún vissulega hafa elskað Taylor, þrátt fyrir aldursmuninn (hún var 22ja, hann fimmtugur), en sú ást hefði aðeins verið andleg. Svo langt gekk Mary Minter í að reyna að sannfæra fólk um hreiníeik ástar sinnar að hún fullyrti við kistulagn- inguna að líkið hefði ávarpað sig: „Ég mun ávallt elska þig, Mary!“. Fleira smáskrýtið kom í ljós. Yfirþjónn Taylors, maður að nafni Sands, var horfinn og fannst aldrei framar. Hann reyndist hafa verið bróðir Ta- ylors, og hafði leitað skjóls hjá honum á flótta undan lögregl- unni vegna fjársvika og ann- arra afbrota. Hafði hann myrt bróður sinn? Ekki var lögregl- an ýkja trúuð á það, enda hafði hún meiri áhuga á kvennamálum Taylors. Fram kom að bæði Mabel Normand og Mary Miles Minter höfðu heimsótt Taylor kvöldið sem morðið var framið. Mabel kom síðar og í kveðjuskyni gaf Taylor henni splúnkunýja bók eftir Sigmund Freud. Tíu mínutum eftir að bíll hennar ók brott kvaðst nágranni hafa heyrt grunsamlegan hvell frá íbúð hans og síðan séð skugga- legan karakter ganga burt. „Sennilega var það karlmaður. Hann var klæddur eins og karlmaður en gekk þó eins og kona.“ Fljótlega tóku ýmsir að giska á að þetta hefði verið hin afbrýðisama móðir Mary Minter. Frú Shelby átti 38 kalíbera sakmmbyssu og hafði verið að æfa sig í skotfimi nokkru fyrir morðið. En hún var aldrei yfirheyrð og hvarf til Evrópu ekki löngu eftir þetta. ■ Mary Miles Minter, stjaman sem hrapaði af því hún gætti þess ■ Virginia Rappe var iéttlynd stúika, fómariamb fyrsta morðsins í Hollywood. ekld hvar hún skildi eftir nærklæði sín. ■ Fatty Arbuckle, „besti vinur bamanna“ - nauðgari og morðingi! hjá Paramount, formaður leik- arafélagsins Famous Players- Lasky, virtur maður og vinsæll. Vitað var að hann var nokkuð upp á kvenhöndina en það hafði ekki spillt fyrir honum. Taylor myrtur Taylor fannst skotinn til bana í raðhúsi sínu í Los Angeles snemma að morgni. pjónn hans fann líkið og komst í svo mikið uppnám að hann vakti alla íbúa götunnar með látunum í sér. Meðal þeirra sem vöknuðu var Edna Purvi- ance, leikkona, oger hún frétti málvöxtu hringdi hún þegar í stað í stallsystur sína, Mabel Charlotte Shelby, tók niður skilaboð. Engum virtist detta í hug að hringja í lögregluna enda þurfti að „redda“ ýmsu fyrst. Mabel Normand flýtti sér á heimili Taylors til að ná í bréf sem ekki máttu sjást, Eyton hreinsaði út ólöglegar vínbirgðir, Zukor reyndi að afmá öll merki þess að Taylor hefði ekki verið heilagur mað- ur á kynferðissviðinu, og frú Shelby flýtti sér á fund dóttur sinnar. Þegar loks var náð í lögregluna var það til þess að fjarlægja þjón Taylors sem hafði fengið taugaáfall og var íbúum götunnar til leiðinda. Þegar lögreglan mætti voru þeir Eyton og Zukor önnum kafnir við að brenna pappíra í arninum, kvikmyndadísin Ma- bel Normand fór hamförum í leit að bréfum sínum, Edna Purviance fylgdist-spennt með. Sá eini sem var sæmilega ró- legur var William Desmond Taylor en hann var líka dauð- ur. Hafði verið skotinn tvívegis með 38 kalíber skammbyssu. Sjálfsagt hafði þetta fólk eyði- lagt öll þau sönnunargögn sem hefðu getað liðsinnt lögregl- unni. Ýmislegt athyglisvert fannst þó í húsi Taylors. Þar á meðal var bunki af ljósmynd- um þar sem hinn látni „sat fyrir" ásamt þekktum sem óþekktum kvikmyndastjörn- um af veikara kyninu, og fór lítið fyrir klæðum en því meira fyrir leikfimi á myndum ■ Mabel Normand. Varia var það hún sem myríi hr. Taylor? þessum. Seinna fundust loks bréf Mabel Normand til Tayl- ors og reyndust vera býsna ástríðuþrungin! Ekki nóg með það. Innan í erótískri bók (eftir Aleister CrowleyL) fannst svohljóðandi bréf frá Mary Miles Minter: „Elskan - ég elska þig - ég elska þig - ég elska þig - xxxxx - þín að eilífu! Mary!“ Fleira smáskrýtið Mary Minter var svar Par- amount við Mary Pickford - sem einnig hafði þekkt Taylor, en hversu vel varð aldrei Ijóst - og ímynd sakleysisins var að

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.