NT - 29.04.1984, Blaðsíða 16

NT - 29.04.1984, Blaðsíða 16
■ Miðvikudagur 18. apríl s.l. hélt hljómsveitin Frakkarnir hijómleika á Hótel Sögu. Sag- an segir að þetta hafi veríð síðustu hljómleikar í því ágæta húsi, en sú saga kemst á kreik fyrir aðra hverja hljómleika á Borginni. Ég held að ég hafi fyrst heyrt þessa sögu um 1980, og þá var alveg öruggt að hún væri sönn, samkvæmt örugg- um heimildum. En síðan hafa verið haldnir fjölmargir hljóm- leikar á Borginni, og ég skal veðja við hvern sem er tveimur pörum af góöum Dalvíkur- sokkum að ég á eftir að fara á hljómleika á Borginni aftur. Við komum á svæðið þegar hljómsveitin var búin að leika nokkur lög. Við vorum varla búin að fá okkur í glas þegar Frakkarnir hættu að spila og fóru í pásu. í stað þeirra kom hljómsveit að nafni Áhrif. Þetta var léleg hljómsveit, fyrir utan það að vera heavy-metal hljómsveit þá var þetta héleg heavy-metal hljómsveit. Þann- ig hljómsveitir ætti að banna með landslögum. Skömmu síðar komu svo Frakkarnir aftur fram á svið. Frakkarnir eru nú skipaðir þeim Mike Pollock, Þorleifi bassaleikara, Gunnari tromm- ara, Ásgeiri Óskarssyni trommara, Þorsteini Magnús- syni gítarleikara og Björgvini Gíslasyni gítar- og hljóm- borðsleikara. Þeir spila rythm- ’n blues tónlist í hæsta gæða- flokki. Takturinn er frábær og öll spilamennska óaðfinnan- leg, en þessi tegund tónlistar hlýtur að gera miklar kröfur til spilamennsku. í tónlistinni bregður fyrir áhrifum frá fönki, Rolling Stones, og á hljóm- leikum er hljómsveitin mun betri en á plötu. Kannski þart líka að venjast tónlistinni, en mér fannst hljómsveitin vera frábær á þessum hljómleikum eða balli. Ég verð að viður- kenna að þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri í hljómsveitinni á hljómleikum, og eins og áður segir, þá er hún betri live en á plasti. Frakkarnir á Borginni NT-mynd Sverrir Mike Pollock bar bol með áletruninni: Alþjóðlegi nýi byltingarher fólksins, og virð- ist Mike vera nokkuð á sömu línu og Joe Strummer í pólitík- inni. Hljómsveitin fór að ná verulega til fólksins undir lokin, og þar sem Frakkafönk- ið er góð danstónlist dansaði fjöldi fólks. Lögin Berlín, 1984 og Boogie Man voru hápunkt- ur ballsins, og það er langt síðan ég hef lent í öðru eins stuði á hljómleikum. Þetta voru með albestu tónleikum sem ég hef farið á á þessu ári. §H|gll' AÐUR KR. 12.700 ■ Eg hitti Pétur Kristjánsson ný- lega að máli og sporði hann ajn væntanlegar útgáfur Steina h‘f. Hann nefndi að fjórar eða fimm hijómplötur væru væntanlegar. Þegar er komin út plata með Egó, en síðan væru væntanlegar plötur með Sumargleðinni, Drýsli, Kikk, Pax Vobis og mögulega Boy’s Brig- ade. Eru þetta vænlegar plötur og mikið tilhlökkunarefni, sérstaklega plöturnar með Kikk, Pax Vobis og Boy’s Brigade, Ýrasar breytingar hafa orðið á fyrirtækinu, Steinar er farinn út. Pétur Kristjánsson, sem verið hef- ur alhliða framkvæmdastjóri hér heima losnar nú við Qárhagsmálin yfir á annan mann, og sér nú eingöngu um plötuútgáfuna. Pétur, Jónatan Garðarsson og einn maður til hafa nú keypt 10% hlut hver um sig í Steinum h/f, en Steinar Berg sjálfur á 70%. Og lýkur þá að segja frá Stcinum í bili. Vegna hagstæðra samninga við SINGER verksmiðjurnar bjóðum við nú SINGER SAUMAVÉLAR gerð 7146 á um 2000 kr. lægra verði en áður. ■ Því miður féll listinn niður síðast þegar poppsíðan birtist af óviðráðanlegum ástæðum. En nú kemur hann, og hafa orðið miklar breytingar síðan síðast. Hljómsveitin Dance Society skýst upp í fyrsta sæti með plötu sína Heaven is Wa- iting. Sú plata hefur hlotið einróma slæma dóma í er- lendum popptímaritum, en það virðist ekki hafa áhrif á íslenska plötukaupendur, enda eru fyrri plötur hljóm- sveitarinnar mjög góðar. Af öðru merkilegu má nefna að loks eru Cocteau Twins komnir til landsins. Það má mæla með þeim. Mjög virðast menn hafa hrifist af break-æð- inu, því slíkar plötur seljast eins og heitar lummur. Af þeim eru tvær plötur á lista, platan með Malcolm X og Afrika Bambaataa. Og þannig er þá listinn: 1. (-) Heaven is Waiting.....Dance Society 2. (-) Renegades Of Funk .... Afrika Bambaataa 3. (1) Making History .... Linton Kwesi Johnson 4. (-) No Sell Out...............Malcolm X 5. (2) TheSmiths....................The Smiths 6. (-) World Shut Your Mouth...Julian Cope 7. (-) Three of a Perfect Pair.King Crimson 8. (-) Johnny Yes No.......Caharet Voltaire 9. (-) Head Over Heels.......Cocteau Twins 10. (6) In the Flat Field..........Bauhaus 11 ■ Tveir meðlimir Dance Society • FRÍARMUR + SJÁLFVIRKUR HNAPPAGATASAUMUR • STYRKTUR TEYGJUSAUMUR (OVERLOCK) • EINFÖLD í NOTKUN + SPÓLA SETT í OFANFRÁ • SKIPTING Á SAUMAFÓTUM AUÐVELD (SMELLTIR) • ALLUR HELSTI NYTJASAUMUR SINGER ER ALLTAF SPORI FRAMAR. ÁRMÚLA3 SÍMAR 38900-38903 SINGER 7146 ER MEST SELDA SAUMAVÉLIN í EVRÓPU í DAG. KR. 10.652 SINGER 7146 5 0 SAMBANDSINS

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.