NT - 29.04.1984, Blaðsíða 14

NT - 29.04.1984, Blaðsíða 14
Sunnudagur 20. apríl 1084 1 4 Af helgispjöllum í safni Freuds ■ Faðir sálkönnunar og ötull bréfritari. Austurríkismaöurinn Sigmund Freud. ■ Kenningar Sigmund Freud hafa frá upphafí valdið miklum deilum og vangaveltum þó svo að fullyrða megi að fáir eða engir fræðimenn hafí haft jafn víðtæk áhrif á sálarfræði og einmitt þessi lágvaxni fíngerði Aust- urríkismaður. Það verður ekki annað sagt en að Freud hafí verið ötull penni og eftir hann liggur mikið safn sem hefur orðið eins konar undirstaða sálgreiningarstefnunnar. Hann var og mikill bréfritari og stóð í bréfaskrifum við fræðimenn allt fram í andlátið auk þess sem hann skráði sjúkrasögur sjúklinga sinna sem urðu æði margir á langri starfsævi. I Library of Cong- ress í Bandaríkjunum er að fínna rít- og skjalasafn Freuds og mætti með SítmVlHHM SOLUBOÐ LENI ELDHÚS- RULLUR V FRIGI IVA a ÞVOTTAEFNI 2,3 kg FRIGI ÞVOL a ÞVOTTALÖGURt/2fl SlC sts ^TSÓSA Slffl 0S> SINNEP500 gr KORNIHRÖKKBRAUÐ 250 gr ...vöruverð í lágmarki sanni segja að safnið sé eins konar musteri eða helgidómur Freudista fræða. Fyrir nokkrum árum var maður að nafni Jeffrey Moussaieff Masson ráð- inn að safninu til að hafa umsjón með ýmsum verkefnum sem vinna þurfti í tengslum við þetta mikla safn. Það mun hafa verið hinn aldni fræðimaður Kurt Eissler sem réð Masson sem þá hafði lokið prófi sem sálgreinandi frá Sálgreiningarstofnunni í Toronto í Kanada. Eissler mun jafnvel hafa haft það í huga að gera Masson að eftir- manni sínum sem forstjóra safnsins. Úr því varð þó ekki því. Masson reyndist vera úlfur í sauðagæru og ekki leið á löngu þar til hann fór að láta upplýsingar „leka“ úr helgidómn- um sem að hluta til er lokaður fyrir fræðimönnum hvað þá almenningi. Eftir að opinberlega birtust greinar þar sem Masson notfærði sér aðgang sinn að skjalasafni Freuds var hann rekinn úr stöðu sinni en yfirstjórn safnsins vildi að skiljanlegum ástæð- um taka ákvarðanir um það hvað birtist á prenti úr safninu. Reyndar mun Masson hafa höfðað mál vegna brottrekstrar sín og lyktaði því þannig að honum voru greiddir um 150 þúsund dalir eða um fjórar og hálf milljón ísl. króna. Ekki mun það hafa aukið á vinsældir Massons að hann fór að draga í efa sannleiksgildi ýmissa atriða í skrifum Freuds og taldi hann jafnvel hafa hagrætt sannleiknum, kenningum sínum í hag. í bók sem nýlega kom út ræðst svo Masson að Freud og dregur hvergi úr. Sjálfur titill bókarinnar er hin alvarlegasta árás en hún heitir á frummálinu: „The Assult on Truth: Freud’s Suppression of the Seduction Theory.“ Þar heldur Masson því fram að Freud hafi skömmu fyrir síðustu aldamót gert sér grein fyrir því að ýmsar þær sögur sem sjúklingar hans sögðu honum, um að foreldrar þeirra hefðu framið sifjaspell gagnvart þeim, væru sannar. Masson sakar Freud um það að hafa haldið því fram að hér væri um kynóra sjúklinga sinna að ræða þó svo að hann vissi betur. Að áliti Masson hafi Freud gert þetta til þess að ganga ekki of langt þar sem slíkar yfirlýsing- ar gætu haft neikvæð áhrif á skoðanir manna á kenningum hans. f stuttu spjalli sem blm. NT átti við Sigurjón Björnsson prófessor í sálar- fræði við HÍ. benti Sigurjón á að fræðimenn tækju yfirlýsingar Massons ekki of alvarlega og þær kæmu varla til með að breyta skoðunum manna á kenningum Freuds. „Masson þessi mun hafa haldið því fram að hann hefði fundið eitthvað um það í bréfa- safni Freuds sem benti til þess að hann hefði haldið við mágkonu sína og hann seldi einhverju stórblaðinu þessar upplýsingar og gerði úr þessu mikið fjaðrafok. „Mér skilst" sagði Sigurjón „að Masson hafi fyrst og fremst verið rekinn frá safninu að því að hann var talinn hafa misnotað sér aðstæðu sína og birt úr því upplýsing- ar sem hann hafði enga heimiid til frá yfirstjórn safnsins. Mér finnst það í sjálfu sér ekkert tiltökumál þó að kallgreyið hafi verið að dunda eitthað við mágkonu sína sem þó engan veginn er sannað og það kemur ekki til með að breyta skoðunum manna á kenningum hans. Annað eins hefur nú gerst í veröld- inni og menn ekki misst mannorðið út af því. Hann er í sjálfu sér ekki verri fræðimaður fyrir það karlanginn. Ann- ars kemur það fram í bréfum Freuds til Fliess sem skrifuð voru rétt fyrir lok síðustu aldar að Freud sjálfur varð var við ýmsar hugmyndir hjá sjálfum sér í þá átt að faðir hans hefði forfært hann og komst hann að þessu í tengslum við rannsóknir á sínum eigin draumum. Þessir kynórar komu i með öðrum orðum fram í draumum Freuds og hann vissi að slíkt hefði ekki átt sér stað í raunveruleikanum heldur væri hér um að ræða fantasíur hans sjálfs. Þetta kemur einkum fram í einu bréfi til Fliess að mig minnir“, sagði Sigurjón Björnsson að lokum. Við réttarhöldin sem haldin voru eftir að Masson var rekinn frá skjala- safninu kom fram að hann hafði stolið um 400 skjölum úr safninu og var honum gert að skila þeim aftur. Sumt af þeim upplýsingum sem hann seldi m.a. stórblaðinu New York Times munu einnig hafa komið úr safni Önnu Freuds í Lundúnum en þar hafði Masson einnig verið hleypt inn á gafl. Eins og fram kom í samtali okkar við Sigurjón Björnsson er ekki talið að atburðir þessir komi til með að breyta miklu varðandi hugmyndir manna um kenningar Freuds en ör- uggt má telja að betur verði vandað til með ráðningu starfsmanna við skjalasafnið í framtíðinni. ■ Anna Freud fylgdi í fótspor föður síns og varð þekktur sálkönnuður. Masson mun einnig hafa komist yfir skjöl úr safni hennar í Lundúnum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.