NT - 29.04.1984, Blaðsíða 18

NT - 29.04.1984, Blaðsíða 18
Úr árbókum Hollywood- bæjar — fyrsta grein Frú Shelby og Mary dóttír hennar. Sunnudagur 29. april 1984 1 8 ■■ Amerískir kvikmyndagerðarmenn settust að í Holly- wood og byrjuðu að framleiða drauma. Það gekk vel. Bandaríska þjóðin reyndist móttækileg, og síðar heimur- inn allur. Upphaf Hollywood var glæsilegur tími. Gæjar og píur gengu berserksgang á hvíta tjaldinu og fólkið lifði sig inn í órlóg þess, ímynduð. Undir rós fengu hvatimar útrás, en á yfirborðinu var allt þokkalega siðsamt og prútt. Stúlkur yfirleitt saklausar og karlmenn kavalérar. Að vísu nöldruðu fáeinir siðapostular og kváðust hafa sannfrétt að ekki væri siðferðið alltof fágað í henni Holiy- wood, en þeir fengu lítinn hljómgrunn framan af. Slúður- pressan var enn ekki komin á fulla ferð. Og á meðan gat bíófólkið farið sínu fram. Aldrei var að víta hvenær guð og lukkan sneru við kvik- myndastjörnum eða leik- stjórum bakinu og því vandist þetta fólk á að lifa hratt, vinna mikið og teyga sérhvern bikar í botn. Ef einhver vonbrigði gerðu vart við sig mátti alltaf fá sér „gleðiduft“ í nös, en svo var kókaín kallað í þá daga. Og spillingin? Hún fór lítið út fyrir hússins dyr. Innan Holly- wood var gasprað um að mó- gullinn Griffith hefði meiri en lítinn áhuga á ókynþroska stúlkubörnum, og gat það ver- ið að þær systurnar Lillian og Dorothy Gish væru öllu meira en bara vinkonur góðar, en svona lagað fréttist ekki langt út fyrir bæinn. 1916 var Alcister Crowley á ferð í Holl- ywood og lýsti því síðan yfir að bíófólkið væri upp til hópa „kokaínsjúklingar og kynferð- isbrjálæðingar“. Crowley vissi svo sem hvað hann var að tala um, en ameríska þjóðin dýrk- aði stjörnurnar sínar og mátti ekkert „ljótt“ um þær heyra. Svo kom að því að Hollywood breyttist. Snemma á þriðja ára- tugnum, gullöld Hollywood, varð hneykslunum ekki lengur haldið innan dyra. Olive Thomas l’að hófst með Olive Thomas, aðalstjörnu Selznick Pictures - tvítugri stúlku sem var dáð um allan heim. Menn skulu hafa í huga að þó þau nöfn sem í þessum greinum verða nefnd séu nú flestum gleymd, þá voru þetta svipaðir heimilisvinir fólks og Dustin Hoffmann, Meryl Streep og Robert de Niro eru nú. Olive Thomas var til dæmis almennt viðurkennd sem fegursta kona heims, og auk þess fyrirmynd annarra stúlkna að dyggðum og siðprýði. Er hún gekk að eiga Jack Pickford sem sjálfur var vinsæll kvikmyndaleikari, auk þess að vera bróðir Mary Pickford, var ímyndin full- komnuð. Þau voru kölluð „fyrirmyndarhjónin“, og böðuðu sig - sakleysislega - í frægðinni. Allt þar til Olive Thomas fannst kviknakin í hótelherbergi í París með tómt pilluglas í steindauðri lúkunni. Hún hafði framið sjálfsmorð. Hvernig gat það átt sér stað? Nú kom á daginn að Olive, sem var einsömul á ferð í París, hefði gert sér far um að kynnast skuggahliðum borgar- innar. Þessi fyrirmynd Amer- íku að siðprýði og sakleysi hafði verið í slagtogi með mjög ókreysilegum mönnum, sann- kölluðum ruddum og glæpon- um. Síðan fréttist að hún hefði farið til Parísar til að kaupa kókaín og heróin handa manni sínum, sem reyndist vera for- fallinn eiturlyfjasjúklingur. Hann Jack okkar Pickford! Enn fór hrollur um amerísku þjóðina, og allan hinn vestr- æna heim, og ekki bætti úr þegar uppvíst varð að Olive Thomas var á lista yfir her- óínneytendur hjá dularfullum ■ OBve Thomas, ímynd sakleysisins, reyndlst vera eituriyfjasjúklingur! dópsala. Sjálfsmorðið var í tengslum við eiturlyfjaneyslu hennar. Þetta mál kenndi glórulausum bíóaðdáendum að ekki var allt sem sýndist í Hollywood, en áfallið varð þó enn meira þegar Fatty Arbu- ckle komst í fréttirnar ári seinna. Fitubollan Arbuckle var grínleikari og mjög vel í hold kominn, eins og gælunafnið Fatty bendir til. Hann slagaði næstum því upp í sjálfan Chaplin að vinsæld- um, hafði gert fjölda mynda með sakleysislegum grínþræði og öll börn þekktu hann og •elskuðu. í september 1921 ákvað hann að halda sam- kvæmi í San Francisco til að halda upp á nýjan, hagstæðan samning við Paramount og til veislunnar var meðal annars boðið Virginiu nokkurri Rappe sem fitubollan hafði lengi haft augastað á. Þá var vínbann í gildi en hindraði Hollywoodgengið ekki í að slá upp ógnarlegri drykkjuveislu. Þegar það stóð sem hæst dró Arbuckle Virginiu inn í tómt svefnherbergi. Rappe var smástirni á uppleið og talin laus í rásinni. Eftir nokkra hríð birtist Arbuckle meðal gesta sinna á ný, nokkuð úfinn, og lýsti frati á stúlkuna sem þá tók að góla inni í svefnherberg- inu. Þar lá hún, föt hennar sundurtætt og úr henni blæddi. Hún var flutt á sjúkrahús en lést þar skömmu síðar. Svo virtist sem Arbuckle, barna- vinurinn mesti, hefði meitt hana illa innvortis - með kampavínsflösku. Bíómógúl- arnir gerðu allt sem þeir gátu til þess að þagga málið niður, buðu mútur á báðar hendur, en engu að síður var Fatty Arbuckle dreginn fyrir dóm, ákærður um nauðgun og morð. Vitnisburður hinna drukknu samkvæmisgesta reyndist lítils virði, og lögreglurannsóknin hafði farið afar illa af stað, svo_ Arbuckle var að lokum sýkn-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.