NT - 05.05.1984, Qupperneq 9
Itt'
Laugardagur 5. maí 1984
9
um Hestamannafélagsins
Sindra og jafnan virkur félagi
og formaður þess um árabil.
Þeim afa og ömmu varð
fimmtán barna auðið. Þau eru
þessi:
Jakob, f. 1917, býr að Skafta-
felli í Öræfum, kvæntur Guð-
veigu Bjarnadóttur.
Valgerður, f. 1918, Vík, gift
Magnúsi Þórðarsyni.
Jón, f. 1919, Reykjavik, kvænt-
ur Margréti Ögmundsdóttur.
Anton, f. 1920, Vík, kvæntur
Charlottu, fædd Tilsner.
Guðrún, f. 1922, Reykjavík,
gift Sigursveini Jóhannessyni.
Guðfinna, f. 1923, Reykjavík,
gift Björgvini Ólafssyni.
Sólveig, f. 1924, Reykjavík, gift
Guðjóni Eggertssyni.
Guðlaug Sigurlaug, Vík, gift
Einari Bárðarsyni.
Einar, f. 1927, Reykjavík,
kvæntur Guðlaugu Höllu Jóns-
dóttur.
Guðbjörg, f. 1929, Vik, gift
Ólafi Ögmundssyni.
Ester, f. 1931, Vík, gift Guð-
mundi Sigfússyni sem lést 1978.
Erna, f. 1932, Reykjavík, var
gift Birni Óskarssyni.
Þorsteinn, f. 1933, Reykjavík,
kvæntur Ingibjörgu Ágústsdótt-
ur.
Svavar, f. 1936, Reykjavík,
kvæntur Steinunni Auði Guð-
mundsdóttur.
Guðlaug Matthildur, f. 1938,
Sólheimum í Mýrdal, gift Þor-
steini Einarssyni.
Amma lést árið 1938. Hún
var manni sínum og börnum
mikill harmdauði. Hefur það
verið þungt hlutskipti að standa
einn uppi með þennan stóra
barnahóp. Afa tókst þó að
mestu að halda heimilinu saman
með dyggilegri aðstoð tveggja
elstu dætra sinná, þeirra Val-
gerðar móður minnar og Guðr-
únar sem þá voru nítján og
sextán ára gamlar. Lögðu þær
oft nótt við dag að halda heimil-
inu gangandi. Oft var erfitt um
vik sökum fátæktar og þröng-
býlis. Einnig var mjög gest-
kvæmt og hefur móðir mín sagt
mér að nærri daglega hafi afi
tekið með sér gesti heim í mat
eða kaffi. Oftast voru það bænd-
ur úr nærliggjandi sveitum sem
áttu erindi til Víkur. En ein-
hvern veginn tókst þetta nú allt
saman og börnin komust öll til
manns. Held ég að bjartsýnin
og létta lundin hans afa hafi átt
stóran þátt í því. Hann hafði
þann hæfileika í ríkum mæli að
sjá það jákvæða í tilverunni.
Einnig voru systkinin ákaflega
samrýmd og samhent.
Samband milli afa og barna
hans var einstaklega hlýtt og
gott og var hann umvafinn ástúð
þeirra í ellinni. Dóttir hans
Ester og maður hennar Guð-
mundur Sigfússon bjuggu í
Guðlaugshúsi allan sinn búskap
eða þar til Guðmundur lést fyrir
fáum árum. Þau voru honum
stoð og stytta í ellinni. Afi naut
þess að geta verið á heimili sínu
þar til aðeins nokkrum mánuð-
um áður en hann lést. Var það
m.a. að þakka ástúð og um-
hyggju Esterar og barna hennar
að slíkt var mögulegt. Má segja
að hann hafi uppskorið eins og
hann sáði, einnig í samskiptum
við aðra en sína nánustu. Bænd-
urnir og aðrir, sem hann vann
svo vel fyrir á langri ævi, endur-
guldu honum það með því að
sækja hann heim í ellinni. Ég
held að vart hafi liðið sá dagur
að ekki hafi einhver litið inn og
stytt honum stundir. Sama gilti
þegar hann var kominn á sjúkra-
hús í Reykjavík og síðast á
Selfossi. Ótrúlegur fjöldi fólks
kom og fór allan daginn til að
heilsa upp á heiðursmanninn
Guðlaug Jónsson. Hann lifði
það að halda níræðisafmæli sitt
á sjúkrahúsinu, umkringdur
börnum sínum og vinum. Þegar
hann svo lést aðfaranótt 24.
apríl sl. á sjúkrahúsinu á Sel-
fossi voru þrjú barna hans hjá
honum.
Hvíli hann í friði.
Guðlaug Magnúsdóttir
Helgi Haraldsson,
bóndi á Hrafnkelsstöðum
Fæddur 12. júní 1891 Dáinn 27. apríl 1984
Ég var ungur að árum þegar
mér fór að þykja vænt um
Hrafnkelsstaði í Hrunamanna-
hreppi. Það var upphaflega
vegna þess að ráðskonan í Ása-
skóla, þegar ég var þar í barna-
skóla var Guðrún Haraldsdóttir
frá Hrafnkelsstöðum, mikil
ágætis manneskja, jafnlynd og vel
gefin. Nokkrum árum seinna
kynntist ég Hrafnkelsstaða-
heimilinu af eigin raun, og þó
að ég væri barn að aldri duldist
mér ekki, að þar ríkti mikil
vinnusemi samfara fjölþættri
menningarstarfsemi bæði með
lestri góðra bóka ásamt þátt-
töku í göfgandi félagsstörfum,
þar sem fram fór erindaflutning-
ur og umræður og svo leiklistar-
starfsemi . Einnig var þar vel
sótt kirkja að Hruna.
Það mun hafa verið árið 1928,
sem ég hitti Helga á Hrafnkels-
stöðum fyrst. Hann var fæddur
þar 12. júní 1891, sonur þeirra
gagnmerku hjóna, er bjuggu á
Hrafnkelsstöðum frá árinu
1888-1927, Haraldar Sigurðs-
sonar frá Kópsvatni, mikils
öndvegis bónda, og Guðrúnar
Helgadóttur frá Birtingaholti.
Guðrún var systir þeirra lands-
kunnu bræðra, sr. Guðmundar
í Reykholti, sr. Kjartans í
Hruna, sr. Magnúsar, skóla-
stjóra Kennaraskólans og Ág-
ústs í Birtingaholti og systir
hennar var frú Katrín á Stóra-
Núpi, kona sr. Ólafs Briem.
Guðrún er þeim sem muna
hana ógleymanleg mannkosta
kona.
Það var í lok mikilla harð-
inda, sem Helgi var borinn í
þennan heim. Lífsbaráttan var
hörð, og bændur börðust í
bökkum og Ameríkuferðirnar
voru enn í fullum gangi. En þó
að fátækt væri yfirleitt mikil, þá
var um aldamótin, eins og væri
að rofa til fyrir nýjum degi, og
það er staðreynd, að æska þessa
lands, sem var að koma til vits
og ára um þetta leyti var gædd
mikilli bjartsýni á framtíð lands
og þjóðar. Þetta voru sannkall-
aðir vormenn íslands, staðráðn-
ir í að berjast fylktu liði til að
skapa nýja gullöld á íslandi.
Helgi á Hrafnkelsstöðum
heillaðist af boðskap aldamóta-
skáldanna og andlegum foringj-
um þjóðarinnar og sá vorhugur
sem þá fyllti brjóst hans yfirgaf
hann aldrei, þó að árin yrðu
næstum 93.
Helga bjó í brjósti mikil
menntaþrá eins og mörgum
öðrum frændum hans, en það
gat nú ekki orðið, að hann gengi
menntaveginn, eins og hann'
sagði mér síðar á æfinni, þá átti
hann sér enga ósk heitari á
unglingsárum sínum, en að læra
til prests.
Én Helgi fékk að fara í
bændaskóla og árið 1911 út-
skrifaðist hann búfræðingur frá
Bændaskólanum á Hvanneyri.
Helgi var mikill námsmaður og
á Hvanneyri drakk hann í sig
bæði allt það, sem laut að bú-
fræði, en hann lærði einnig sögu
og íslensku ásamt nýjum lífsvið-
horfum, sem hinir víðsýnu og
menntuðu kennarar skólans
fluttu þessum námsþyrstu og
gáfuðu ungu skólapiltum.
Þegar Helgi kom heim aftur,
vann hann ötullega að marg-
þættu félagsstarfi sveitarinnar
og veit ég, að enginn hinna
mörgu hæfileikamanna, sem þá
voru að alast upp í Hruna-
mannahreppi, hafi átt stærri
þátt í uppbyggingu þess fjöl-
þætta og frjóa félagsstarfs, sem
hefur blómstrað og borið ávöxt
þar á undangengnum áratugum
en Helgi á Hrafnkelsstöðum.
En Helgi hafði brennandi
áhuga á að læra meira og sjá
meira af landinu. Þetta auðnað-
ist honum er hann réðst til
fjárræktarnáms norður í Mý-
vatnssveit árið 1921-1922. Helgi
lærði þar bæði margt og mikið.
Hann hreifst af félagsþroska
Þingeyinga, og hann sannfærð-
ist um, að með markvissum
kynbótum mætti stórbæta hag
bænda og bæta framleiðsluvörur
þeirra. Arið 1923 keypti Helgi
dálítinn hóp af völdu fé úr
Mývatnssveit og Bárðardal og
flutti það suður að Hrafnkels-
stöðum í Hrunamannahreppi og
stofnaði þar kynbótabú, þar
sem hann rak stofnrækt á þing-
eysku fé, að mestu byggt á
þessum stofni í nærri 30 ár,
þangað til fjárskiptin fóru fram
á Suðurlandi árið 1951. Allir
sem til þekkja, og tel ég mig til
þeirra, eru á einu máli um það,
að þetta framtak Helga hafi
orðið til að stórbæta fjárstofn-
inn í mörgum sveitum á Suður-
landi. En það sem var þýðingar-
mest við stofnun og rekstur
fjárræktarbúsins á Hrafnkels-
stöðum var sú áhuga vakning
fyrir kynbótum, sem Helgi kom
af stað, og um leið kenndi hann
mönnum að trúa á gagnsemi
kynbótarstarfsins, þegar mark-
visst væri að því staðið.
Helgi tók við búsforráðum á
Hrafnkelsstöðum árið 1928 og
bjó félagsbúi við mág sinn Svein
Sveinsson og systur sína Sigríði
til ársins 1951, en frá 1951 til
1966 rak hann þar sjálfstætt bú.
Hann var 75 ára er hann brá búi
og enn við allgóða heilsu, en að
baki ótrúlega mikið lífsstarf við
bústörf og á sviði félagsmála.
Þannig hafði Helgi verið í 30 ár
í stjórn Ungmennafélags
Hrunamanna og þar af 7 ár
formaður, hann var um áratuga-
skeið í stjórn nautgriparæktar-
félagsins, hann var í m-eira en
áratug eftirlitsmaður fóður-
birgðafélagsins, í mörg ár í
hreppsnefnd, í áratugi í stjórn
Sláturfélags Suðurlands og fleiri
trúnaðarstörf mætti telja. Helgi
var góður bóndi, átti alltaf
kostamikið búfé og nægilegt
fóður fyrir það. Hann seldi
mikinn fjölda lambhrúta á
hverju hausti og kostaði kapps
um það, að selja þá ekki dýrari
en sem svaraði frálagsverði."
Helgi átti einnig mjög gott kúa-
kyn og seldi frá sér nokkur naut
til kynbóta.
Þegar Helgi lét af störfum
sem bóndi, fékk hann systurson-
um sínum sinn jarðarhluta til
eignar, en bjó rneð systur sinni-
Sigríði, sern var orðin ekkja
fyrir allmörgum árum, í skjóli
Sveins systursonar síns og Sjafn-
ar konu hans. Síðan Helgi hætti
að búa eru nú liðin bráðum 18
ár, og hefur Helgi mest allan
þennan tíma búið við allgóða
heilsu og á margan hátt notið
vel elliáranna. Þarna gafst hon-
um loksins kostur á að sinna
fjölmörgum hugðarefnum sín-
um, eins og ritstörfum, en
hann hefur eins og alkunnugt er
ritað fjölda blaða og tímarits-
greina um margskonar efni, allt
frá því er hann var innan við
miðjan aldur, og nú fyrir nokkr-
um árum voru gefnar út 2 bækur
með úrvali þessara ritgerða. Á
þessum árum gafst Helga einnig
ráðrúm til að sinna einu mesta
hugðarefni sínu, en það var að
sjá leiksýningar hjá atvinnuleik-
húsum þjóðarinnar. Hann sótti
einnig kvikmyndasýningar þeg-
ar tækifæri gafst og skildi betur
en margur af eldri kynslóðinni
menningargildi kvikmyndaiðn-
aðarins. Þá var Helgi óþreyt-
andi að sækja opinbera fyrir-
lestra, sérstaklega um bók-
menntaleg eða sagnfræðileg
efni. Á þessum árum gafst
Helga tækifæri á því að ferðast
mikið um landið og rn.a. fór
hann í nokkur sýningaferðalög
um fjarlæg héruð með mér og
verður mér ætíð minnisstætt hið
einstaka lífsjör, sem hann var
gæddur fram í háa elli.
Helgi var heiðraður á margan
hátt fyrir sín gagnmerku félags-
málastörf. Þannig var hann
heiðursfélagi Ungmennafélags
Hrunamannahrepps, Búnaðar-
sambands Suðurlands og Bún-
aðarfélags íslands.
Hann fór í gær síðustu förina
að Hruna, sóknarkirkjunni
sinni, þar sem hann hafði í æsku
mótast að góðum málsmekk og
víðsýni af hinum gagnmerku
prestum sem þjónuðu þar hvor
fram af öðrum, þeim sr. Stein-
dóri Briem og Kjartani Helga-
syni.
Margir fylgdu honum að
Hruna, sveitungar, vinir og
samferðamenn með þakklátum
huga fyrir hans óeigingjarna
lífsstarf og dyggu félagsmála-
störf. Við hjónin þökkum hon-
um margar ánægjulegar heim-
sóknir og vottum Sigríði systur
hans bestu þakkir fyrir alla
hennar umönnun við hann.
Ég vil svo að lokum f.h.
Búnaðarsambands Suðurlands
færa hinum látna heiðursfélaga
þakkir fyrir líf hans og starf.
Blessuð sé minning hans.
Hjalti Gcstsson.
Halldór Gunnlaugsson,
Kiðjabergi
Fæddur 20. sept. 1892 Dáinn 24. apríl 1984
í dag kveðjum við Grímsnes-
ingar aldinn heiðursmann Hall-
dór Gunnlaugsson í Kiðjabergi.
Hann varfæddur20. sept. 1892,
sonur hjónanna Soffíu Skúla-
dóttur og Gunnlaugs Þorsteins-
sonar bónda og hreppstjóra í
Kiðjabergi.
Halldór lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykja-
vík árið 1913 og guðfræðiprófi
frá Háskóla íslands 1917.
Hann gerðist bóndi í Kiðja-
bergi 1924 og var það til dauða-
dags og var þá elsti bóndi í
Arnessýslu og sá sem lengst
hefur búið eða tæp 60 ár. Soffía
móðir Halldórs stóð fyrir búi
hans til dauðadags 1954 og hafði
þá verið húsmóðir í Kiðjabergi
í 68 ár.
Heimilið í Kiðjabergi var
þekkt fyrir myndarskap og
velvild, einkum margvíslega að-
stoð við heimili í sveitinni, þar
sem fátækt og veikindi voru,
sem títt var fyrr á árum.
Grímsnesingar heiðruðu
minningu foreldra Halldórs
með því að stofna minningar-
sjóð á áttræðisafmæli frú Soffíu
í Kiðjabergi. Sjóðurinn heitir
Sveitarprýði og beitir sér m.a.
fyrir hverskonar fegrun um-
hverfis býli sveitarinnar og við
kirkjur, eftir því sem efni sjóðs-
ins leyfa.
Halldór var hreppstjóri frá
1932 til 1976 og í hreppsnefnd
Grímsneshrepps frá 1924 til
1958. Sáttanefndarmaður og
umboðsmaður skattstjóra og
úttektarmaður, jafnframt
hreppstjórastörfum.
Búnaðarfélag Grímsnes-
hrepps gerði hann að heiðurs-
félaga áttræðan og hreppsnefnd
að heiðursborgara Grímsnes-
ið heilla
Þorsteinn Sveinsson
kaupfélagsstjóri, sextugur 2. maí
Þorsteinn Sveinsson kaup-
félagsstjóri á Egilsstöðum varð
sextugur 2. maí. Undirritaður
getur ekki látið hjá líða að
senda honum kveðju á þessum
tímamótum.
Þorsteinn hefur helgað sam-
vinnuhreyfingunni starfskrafta
sína frá því að hann komst til
fullorðinsára. Hann hefur verið
kaupfélagsstjóri frá því árið
1949 er hann tók við stjórn
Kaupfélags Berufjarðar á
Djúpavogi og til þessa dags, en
hann kom til starfa hjá Kaup-
félagi Héraðsbúa árið 1967.
Ég vil fullyrða það að það er
mikið lán fyrir samvinnuhreyf-
inguna í landinu að fá menn
eins og Þorstein til starfa. Manni
með hans hæfileika og atorku
hefði verið í lófa lagið að ná
frama á öðrum vettvangi. Hann
nýtur þess að vinna í þágu
heildarinnar. Það veit ég af
langri viðkynningu við hann.
Eg ætla ekki að skrifa um
Þorstein í eftirmælastíl. Hann
er hér að störfum meðal okkar,
jafnkraftmikill og áður, önnum
kafinn við það að byggja upp
starfsemi Kaupfélags Héraðs-
búa með framtíð félagsins, og
byggðarlaganna sem það nær til,
í huga. Þannig hefur það verið
þau ár sem hann hefur unnið
fyrir félagið. Það starf hefur
ekki alltaf verið dans á rósum.
Það þarf sterk bein og mikið
úthald til þess að stýra fyritækj-
um af þeirri gerð sem kaupfé-
lögin eru í gegn um þá brotsjói
sem koma vegna efnahagserfið-
leika og ills árferðis. Kaupfélög-
in snerta lífsafkomu fólksins
svo náið.
Stundum er sú mynd dregin
upp af forstjórum fyrirtækja að
þeir sitja fyrir innan stórt skrif-
borð svo ábúðarmiklir að þeir
þykja ekki árennilegir fyrir
starfsfólk eða viðskiptavini.
Þorsteinn er ekki maður slíkrar
gerðar. Hann tekur ávallt þátt í
starfinu með sínu starfsfólki
eins og hver annar vinnufélagi,
án þess að missa þá virðingu
sem hæfileg er.
Við sem vinnum hjá Kaupfé-
lagi Héraðsbúa munum tímana
tvenna í starfsaðstöðu félagsins.
Mjög mikil uppbygging hefur
verið hjá félaginu á síðari árum,
og ég hygg að á engan sé hallað
þótt sagt sé að Þorsteinn hefur
verið drifkrafturinn bak við
þessa uppbyggingu. Hann skilur
eftir sig djúp spor í atvinnusögu
þeirra byggðarlaga sem Kaup-
félag Héraðsbúa nær til og von-
andi fáum við að njóta starfs-
krafta hans áfram.
Ég veit að ég mæli fyrir munn
starfsmanna Kaupfélags
Héraðsbúa þegar ég þakka Þor-
steini fyrir samstarfið það sem
af er og óska honum alls hins
besta. Við hjónin þökkum hon-
um einnig persónulega fyrir
langa og góða viðkynningu.
-Jón Kristjánsson.
hrepps á 90 ára afmælisdegi
hans 20. sept. 1982.
Ég man fyrst eftir Halldóri
sem prófdómara í barnaskóla,
hann gekk á milli borða, leit á
verkefnin og með sérlega Ijúf-
mannlegu fasi og framkomu
fundum við börnin að þar fór
vinur okkar, sem gjarnan vildi
hjálpa okkur við úrlausnir.
Seinna stundaði ég umferðar-
vinnu og var þá í tvígang í
Kiðjabergi og kynntist þá elda-
mennsku Halldórs, sem var ein-
stök og verður ekki annað séð en
að hann hafi verið langt á undan
sinni samtíð, en hann hafði
aðstoðað móður sína, þegar
aldurinn færðist yfir hana og
lært af henni.
Ekki var síður skemmtilegt
að eiga samræður við Halldór
um menn og málefni. Hnyttin
tilsvör manna kunni Halldór og
sagði einstaklega vel frá löngu
liðnum atburðum.
Þá langar mig að geta þess að
Halldór var oftlega beðinn um
að flytja líkræður yfir moldum
sveitunga sinna og þóttu þær
ræður áhrifamiklar og vel
fluttar. Prestastétt landsins
hefði eignast góðan kennimann
ef Halldór hefði stigið skrefið til
fulls og orðið prestur, eins og
menntun hans gaf tilefni til, en
við Grímsnesingar erum
ánægðir með það hlutskipti að
hafa átt bóndann Halldór í
Kiðjabergi að samferðarmanni.
I Kiðjabergi var löngum rekið
stórt og gott bú. Þar naut Hall-
dór góðra manna og vil ég geta
tveggja, Þorsteins Stefánssonar
sem var hans hægri hönd, á
meðan líf og heilsa entust og nú
í seinni tíð Þorláks Jónssonar,
sem gerði Halldóri kleift að
stunda búskap og vera heima á
sinni ættarjörð, jörðinni og
staðnum sem honum var kærast-
ur hér í heimi.
Halldór, hafðu þökk fyrir allt
og allt.
Böðvar Pálsson.