NT - 05.05.1984, Page 10
Laugardagur 5. maí 1984 10
Þórarinn
Þórarinsson
ritstjóri skrifar
Óbilgjörn stjórnarandstaða varð
Gunnari Thoroddsen þung í skauti
Nú er lagt til að dregið verði úr
hinu félagslega tilliti. Þessu
vísum við alfarið á bug. Það
hefur verið, allt frá stofnun
sjóðsins, megin hlutverk hans
að jafna aðstöðu nemenda,
því að það er deginum ljósara
að nemendur búa við mismun-
andi félagslegar aðstæður.
Sumir búa í foreldrahúsum, en
aðrir hafa hinsvegar fyrir fjöl-
skyldu að sjá. Fjárþörfin er
því mismikil. Við höfnum því
að hluti af starfsemi LÍN verði
settur í hendur tryggingarkerf-
Síðasta blaðagrein
Gunnars Thoroddsen
■ Sennilega hefur síðasta
blaðagrein Gunnars Thor-
oddsen fyrrverandi forsætis-
ráðherra birzt í Morgunblað-
inu 9. júlí síðastliðinn. Greinin
fjallaði um viðskilnað ríkis-
stjórnar hans. Greininni lauk
með þessum orðum:
„Upplýsingar þær, sem rakt-
ar hafa verið í þessari grein,
eiga að sýna rétta og sanna
mynd af ástandi mála við
stjórnarskiptin. Þær ættu að
duga til þess, að menn láti nú
linna öfgafullum ræðum og
ritsmíðum - höfundum þeirra
til lítils sóma - um „versta
viðskilnað í sögu lýðveldisins“,
„hrikalegasta ástand í hálfa
öld“ og glatað lánstraust ís-
lenzku þjóðarinnar. í staðinn
ættu menn að halla sér að
hugarfari Ara hins fróða og
hafa það heldur, er sannara
reynist".
Þessi viðvörunarorð Gunn-
ars Thoroddsen virðast ekki
hafa borið árangur. Áfram er
haldið að hallmæla st jprn hans
kröftuglega í þeim blöðum,
sem ófrægðu hana mest meðan
hún var og hét. Þar er haldið
áfram að gera upp sakirnar við
Gunnar Thoroddsen.
Því er ekki að neita, að
viðskilnaður þessarar ríkis-
.stjórnar varð ekki góður í
efnahagsmálum, eins og síðar
verður vikið að. Hitt er hins
vegna fjarstæða, að hægt sé að
tala um versta viðskilnað í sögu
lýðveldisins og hrikalegasta
ástand í hálfa öld. Viðskilnað-
ur hinnar svonefndu nýsköp-
unarstjórnar, sem sat hér að
völdum 1944-1946, var mörg-
um sinnum verri. Henni tókst
að eyða öllum stríðsgróðanum
svo gersamlega, að taka varð^
upp stranga skömmtun á lífs-
nauðsynjum eftir fráför
Um LÍN og skýrslu menntamálaráðuneytisins:
Ríkissjóður hef ur ekki
uppfyllt skyldur sínar
eftir Hjörleif Rafn Jónsson, formann stjórnar félags þjóðfélagsf ræðinema við HÍ
■ í vetur hefur verið unnin,
fyrir tilstuðlan menntamála-
ráðherra, skýrsla um stöðu og
afkomu Lánasjóðs íslenskra
námsmanna. Að sögn skýrslu-
höfundar er markmið skýrsl-
unnar að gera grein fyrir þróun
sjóðsins og huga að hagræð-
ingu í rekstri hans. Öll viðleitni
er gæti bætt stöðu LÍN er
góðra gjalda verð og henni ber
að fagna. Staðreyndin er hins-
vegar sú að skýrsla þessi er
gróf aðför að námsmönnum og
LÍN. Tilgangurinn með LÍN er
fyrst og síðast sá að tryggja
öllum jafna aðstöðu til að afla
sér þeirrar menntunar sem hug-
ur þeirra stendur til án tillits til
efnahagslegrar eða félagslegr-
ar stöðu. Enginn námsmaður
á að þurfa að hætta námi vegna
slíkra þátta, svo fremi hann
standist þær námskröfur er við-
komandi menntastofnungerir.
Það er ljóst að LÍN býr við
mikinn vanda um þessar
mundir. Fjárþörf sjóðsins hef-
ur fjórfaldast að raungildi á
tímabilinu 1971-1984 og hefur
hann þurft að taka þungbær
lán til að uppfylla skyldur
sínar, því að framlög ríkissjóðs
hafa ekki dugað. Þetta er
kjarni málsins. Vandi LÍN er
EKKI tilkominn vegna auk-
innar fjárþarfa nema, EKKI
vegna aukins verksviðs
sjóðsins, og EKKI vegna þess
að rekstrarkostnaður sjóðsins
hefur aukist. Nei, vandi LÍN
er tilkominn vegna þess að
ríkissjóður hefur ekki uppfyllt
skyldur sínar við hann.
Á einum stað segir höfund-
ur: „markmið þessara tillagna
er annarsvegar að hafa áhrif á
eftirspurn eftir lánum þannig
að kostnaður við langskóla-
nám verði metinn á raunhæfan
hátt af þeim einstaklingi sem
hyggur á langskólanám og
gleggri kostnaðarleg tengsl
myndist milli framboðs og
eftirspurnar eftir menntun.“
Þessu mótmælum við. Við telj-
um að hér sé á ferðinni hættu-
leg þróun. Ef þessi hugsun yrði
höfð að leiðarljósi við úthlutun
námslána er ljóst að hún myndi
greiða fjölda námsbrauta inn-
an Háskóla íslands banahögg.
Það köllum við ekki að efla
Háskóla íslands.
í skýrslunni kemur fram sú'
hugmynd að gera námslán að
Hjörleifur Rafn Jónsson.
fjárfestingarlánum. Þessumót-
mælum við. Námsmenn hafa
alltaf lagt á það þunga áherslu
að námslán séu framfærslulán,
þau séu notuð til almennrar
framfærslu, ekki til fjárfesting-
ar. Námslán eiga alltaf að vera
í hópi hagstæðustu lána sem
völ er á í þjóðfélaginu. Við
höfnum öllum hugmyndum um
vaxtabindingu lána ofan á
verðtryggingu.
Að auki leggur höfundur til
að kröfur um námsafköst verði
auknar. Af þessu mætti ætla að
hann teldi námsafköst lítil. Við
teljum á hinn bóginn að sam-
kvæmt núverandi skipan mála
séu gerðar fyllilega sanngjarn-
ar og réttlátar kröfur um náms-
afköst.
Enn heldur höfundur áfram.
hennar. Þetta var samstjórn
Sjálfstæðisflokksins og Al-
þýðubandalagsins, sem þá hét
að vísu Sameiningarflokkur al-
þýðu - Sósíalistaflokkurinn.
Glíman við
vísitölukerfið
Ríkisstjórn Gunnars Thor-
oddsen tókst vissulega margt
vel. Atvinnuástand hélztsæmi-
legt allan stjórnartímann.
Framfarir voru verulegar um
allt land, m.a. í vegamálum,
eins og nú sjást víða merki.
Um skeið voru horfur á að
henni myndi takast að ráða við
verðbólguna, en sú von brást
þegar til kom. Gunnar Thor-
oddsen víkur að því í áður-
nefndri grein hvaða ástæður
voru þar mest að verki.
Gunnar Thoroddsen segir,
að orsakir verðbólgunnar væru
einkum þrjár. I fyrsta lagi
væru erlendar verðhækkanir,
sem við réðum ekki við. 1 öðru
lagi aflabrestur og önnur slík
áföll, sem reynt væri að bæta
atvinnuvegunum með gengis-
fellingu heldur en að láta koma
til atvinnuleysis. í þriðja lagi
kæmi svo vísitölukerfið eða
verðbótakerfið.
Um það fórust Gunnari
Thoroddsen þannig orð:
„Þriðji verðbólguvaldur er
verðbótakerfið. Það kerfi er
tvíþætt. Annars vegar er sá
tilgangur að tryggja það, að
kaupmáttur launa haldist í
hendur við framfærslukostnað
og rýrni ekki við aukna dýrtíð.
Á hinn bóginn veldur þetta
kerfi sjálfvirkum víxlhækkun-
um verðlags og launa, sem
eiga ekkert skylt við kaupmátt-
Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen
inn og hafa engin áhrif á hann,
nema þá helzt að draga hann
niður, þegar frá líður.
Öll viðleitni mín undan-
gengin ár til að fá fram breyt-
ingar á verðbótakerfinu, hefur
miðað að því að afnema þessa
agnúa, án þess að skerða kaup-
máttinn.
Þessar tilraunir skiluðu ekki
árangri, hvorki innan ríkis-
stjórnarinnar né heldur á Al-
þingi, þegar þangað var leitað.
Var þó hverjum einasta alþing-
ismanni Ijóst, að óbreytt gæti
verðbótakerfið ekki staðið
stundinni lengur. Ég ætla því
að undir niðri hafi það verið
sannmæli allra, að eftir kosn-
ingar yrði hver sú stjórn, er við
tæki, að gerbreyta strax þessu
sjálfvirka, verðbólguaukandi
kerfi.“
Gunnar Thoroddsen naut
eindregins stuðnings Fram-
sóknarmanna í því að koma
fram endurbótum á vísitölu-
kerfinu. Þær tilraunir strönd-
uðu á því, að Alþýðubandalag-
ið var andvígt ölíurn breyting-
um, þegar á reyndi.
Þess vegna magnaðist verð-
bólgan óðfluga síðasta stjórn-
arárið og í kjölfarið fylgdi
mikil kjaraskerðing og stór
vaxandi skuldasöfnun erlend-
is. Þetta leiddi til falls ríkis-
stjórnarinnar.
ófgafull stjórnar-
andstaða
Áðurnefnd grein Gunnars
Thoroddsen er góður vitnis-
burður um háttvísi hans. Hann
vildi ekki hefja deilur við flokk
sinn, þegar hér var komið.
Þess vegna getur hann ekki