NT - 05.05.1984, Blaðsíða 23
Laugardagur 5. maí 1984 23
„Staðráðin
í því að verða
leikkona“
- segir Eleanor Mondale
■ „Ég er mjög ánægö með
sjálfa mig og þaö líf sem ég
liH“. Það eina, sem á vantar,
er að mér bjóðist hlutverk í
kvikmynd eða sjónvarpi og
pabbi minn verði Bandaríkja-
forseti“.
Þetta segir Eleanor Mond-
ale, 23ja ára gömul dóttir
Walters Mondale, sem nú
stefnir stíft að því að verða
forsetaefni demókrata í kosn-
ingunum í nóvember næst-
komandi. Hún er nú um þessar
mundir að reyna að koma
undir sig fótunum í kvikmynd-
aheiminum í Hollywood, en
hefur enn sem komið er haft
minni árangur en erfiði.
Eleanor segir það tvíbent að
bera svona frægt nafn. Það
haldi sumir, að henni standi
allar dyr opnar, þegar hún
nefndir nafn sitt, en hún segir
það allt eins algengt, að hún
mæti bara grettum og fussi og
sveii. Hún hafi að vísu láfið sér
detta í huga að skipta um nafn,
þegar hún ákvað að leggja
leiklistina fyrir sig, og fjöl-
skyldan hafi m.a.s. sest á
rökstóla til að finna sláandi og
heppileg nöfn fyrir verðandi
stórstjörnu, en á endanum hafi
orðið ofan á hjá sér að halda
sínu góða og gamla nafni.
Henni þykir greinilega vænt
urn fjölskyldu sína og hún
lætur ekki sitt eftir liggja við að
vinna að því að koma föður
sínum í Hvíta húsið. Samt
segist hún aldrei muni koma til
með að búa þar, jafnvel þó að
svo færi að faðir hennar réði
þar ríkjum.
Þó að Eleanor þyki hafa þá
góðu kosti til að bera, sem
með þarf til að ná langt í
kvikmyndaheiminum, og hafi
þar að auki nokkurt leiknám
að baki, hefur henni ekki enn
gengið sem skyldi að koma sér
á framfæri í Hollywood. En
hún er ekki á því að láta deigan
síga og hefur bjargfasta trú á
því, að einn góðan veðurdag
eigi hlutverkin eftir að snúast
við, þá verði það framleiðend-
ur, sem fari bónarveg að henni,
en ekki öfugt.
sínar vítt og breitt um Banda-
ríkin. Öldungar kirkjunnar og
háskólayfirvöld hafa komist að
þeirri niðurstöðu að fáránlegur
klæðaburður Boy George og
enn afskræmdari framkoma á
sviði leiði til aukinnar útbreið-
slu hómósexúalisma og ann-
arra óvelkominna afbrigða í
kynferðismálum. Þeir hlusta
eícki á þann vitnisburð söng-
varans sjálfs, að útgangurinn á
honum sé eingöngu valinn með
tilliti til að vekja athygli og segi
í rauninni ekkert um kynferð-
islega stöðu hans sjálfs.
Sálfræðingur einn, sem tjáði
sig um málið, sagði mjög lík-
legt að Boy George ætti eftir
að eiga í útistöðum við mor-
móna víðs vegar um Bandarík-
in, og reyndar fleiri. Hann
segir flesta, einkum og sér í
lagi foreldra, vera mjög á
varðbergi gegn því unga fólki í
skemmtanaiðnaðinum, sem
stingur í stúf við hugmyndir
fólksins, ■ en nýtur ómældrar
aðdáunar unglinganna, sem
-
ÍFX'-.kV '
'
:
■
r
■e-i.
■ Marilyn -Boy George er ekki mín týpa!
gera sitt besta til að apa eftir þaðöskraði yfirsigafhrifningu
átrúnaðargoðunum sínum. - og féll í öngvit yfir Bítlunum
Og, bætir hann við, þetta fólk og Elvis Presley. Það er löngu
er búið að gleyma því, þegar búið að gleyma, ef það hefur
,þá nokkurn tíma tekið eftir
því, að þegar Elvis Presley
kom fyrst fram í sjónvarpi var
myndavélunum eingöngu
: beint að brjóstkassa hans og
upp úr, því að mjaðmahreyf-
ingar hans þóttu of djarflegar
á þeim vettvangi!
En þó að Boy George beri
af sér allt óvenjulegt í kynferð-
ismálum, hefur vinur hans,
Marilyn, ekki verið tunguheft-
ur um líferni hans. Þeir deildu
húsnæði hér áður fyrr og fór
ekki framhjá Marilyn, hvernig
Boy George hegðaði sér.
Marilyn segir þá þó bara
hafa verið góða vini og félaga,
ekki meir, enda sé Boy George
ekki sín „týpa“! Sjálfum verð-
ur honum tíðrætt um að sitt
kynlíf sé svo fjölskrúðugt að
hann hneigist til beggja kynja.
Boy George hefur leitt þess-
ar umræður hjá sér. Og hann
vill heldur ekki, enn sem kom-
ið er, ræða þá stór- „frétt",
sem gengur fjöllunum hærra í
poppheiminum, að Michael
Jackson hafi sett sig í samband
við hann og stungið upp á því
að þeir gerðu hljómplötu
saman. Er sagt að hinum há-
kristna og hreinlífa Michael
leiki mikill hugur á að kynnast
þessu nýja fyrirbæri, sem á
upptök sín í Englandi, við-
rinunum, sem virðast hvorki
vera strákar né stelpur. Hann
og fjölskylda hans hafa verið
önnum kafin að undanförnu
að hrekja þannorðróm, að
Michael sjálfur hafi meiri
áhuga á strákum en strákum,
og það gerir fyrirbærið kannski
ennþá forvitnilegra í augum
hans.
? -
••#
■ Michael Jackson og Boy
George eru sagðir hafa átt
stefnumót - en þar voru bara
rædd viðskipti!
■ Eleanor hefur ekki hugsað sér að flytjast til Washington,
jafnvel þó að faðir hennar yrði kosinn forseti.
■ Þessa
stundina
er Eleanor
í símanum,
en sennilega
hefur hún
hringt sjálf.
Henni fínnst
framleiðendur
í Hollywood
heldur seinir
á sér að veita
henni vinnu.