NT - 05.05.1984, Side 28
HY' Laugardagur 5.maí 1984 28
LlL Útlönd
Arafat:
Vill beina samninga við ísrael
París-Reuter
■ Yasser Arafat leiðtogi
PLO, frelsissamtaka Palistínu-
manna sagði í blaðaviðtali að
hann væri reiðubúinn að hafa
beinar viðræður við ísraels-
menn um deilumálin. Hann
kvaðst ekki vilja afskipti ann-
arra aðila en að Sameinuðu
þjóðirnar tryggðu að sam-
komulagið yrði haldið.
Viðtalið birtist í hinu
vinstrisinnaða blaði Le Nouvel
Observateur og lagði Arafat á
það áherslu að hann óskaði
þess í einlægni að friður kæmist
á í Miðausturlöndum en Pali-
stínumenn munu ekki leggja
niður vopn sín á meðan f sraels-
menn láta ekki af hermdar-
verkum sínum, eins og hann
kallaði það.
Þegar leiðtoginn var spurður
nánar um hvernig hann hugs-
aði sér samningaviðræðurnar
svaraði hann að þær ættu að
fara á milli „okkar“ og Isra-
elsmanna undir eftirliti Sam-
einuðu þjóðanna. Hann skil-
greindi ekki nánar hverjir
„við“ erum, en ísraelsmenn
hafa ávalit harðneitað að eiga
neinar viðræður við PLO, sem
þeir kalla hermdarverkamenn
sem hafa það stefnumark að
eyðileggja Ísraelsríki.
Arafat kvaðst mundu fallast
á að gagnkvæm viðurkenning
fengist á tveim ríkjum, það er
ríki Palistínumanna og Israel.
Embættismaður í ísrael
sagði um viðtalið að PLO væri
ekki hæfur samningsaðili gagn-
vart ísrael og væri viðtalið
ekkert annað en haugalygi.
Arafat kemur til Kína í dag,
en þangað er honum boðið í
þriggja daga heimsókn.
Diana Dors
er látin
London-Reuter
■ Hin heimsfræga
breska leikkona, Diana
Dors, lést í gærkvöldi 52
ára að aldri.
Fyrir 30 árum var Diana
ein af vinsælustu kvik-
myndaleikkonunum í
Hollywood. Hún varhæst-
launaða leikkona Breta á
þeim tíma með þriggja
milljón dollara árslaun.
Diana lést á sjúkrahúsi
eftir að læknar höfðu reynt
að bjarga lífi hennar með
skurðaðgerð.
tilkynningar
„Lukkudagar“
Vinningsnúmer frá 1. apríl-30. apríl 1984:
1 57343 11 10208 21 4730
2 10005 12 27566 22 33071
3 41832 13 20417 23 10946
4 22240 14 911 24 44880
5 24312 15 19402 25 5005
6 43510 16 39994 26 2235
7 34403 17 37746 27 855
8 43617 18 58450 28 23530
9 20008 19 13440 29 41116
10 4021 20 25222 30 7005
Vinningshafar hringi í síma 200068.
Sumardvöl fyrir
fatlaða
Á vegum svæðistjórnar Norðurlands vestra verð-
ur á komandi sumri rekið sumardvalarheimili fyrir
fatlaða að Egilsá í Skagafirði. Um er að ræða tvö
tímabil.
1. 3-16 júní einkum ætlað einstaklingum inan 20
ára.
2. 20. júní- 3. júlí einkum ætlað 20 ára og eldri.
Tekið skal fram að þessi aldursskipting er ekki
bindandi. Þátttökugjald fyrir einstakling hvort
tímabiler kr. 2000. Umsóknarfresturertil20. maí.
Umsóknir sendist formanni svæðisstjórnar, Páli
Dagbjartssyni, Varmahlíð, Skagafirði.
Svæöisstjórn Norðurlands vestra.
Vorfagnaður
Skaftfellinga-
félagsins
og hinn árlegi konsert Söngfélags Skaftfell-
inga verða haldnir í Skaftfellingabúð Lauga-
vegi 178 laugardaginn 5. maí.
Skemmtunin hefst kl. 16.30 með kaffiveiting-
um, Kór Söngfélagsins syngur undir stjórn
Violetu Smidova undirleikari er Pavel Smid.
Þá mun gestakór koma fram á konsertinum
er það karlakórinn Stefnir í Mosfellssveit,
sem syngur undir stjórn Helga R. Einarsson-
ar. Einnig munu Violeta og Pavel Smid leika
fjórhent á píanó.
Um kl. 18.30 verður gert hlé á samkomunni
til kl. 22.00, en þá verður komið saman að
nýju í Skaftfellingabúð þar sem allir samein-
ast um að Ijúka vetrarstarfi félaganna og
heilsa sumri.
Lyfjatæknaskóli
íslands
Auglýsing um inntöku nema
Lyfjatækninám er þriggja ára nám. Umsækjandi
um skólavist skal hafa lokið tveggja ára námi í
framhaldsskóla (fjölbrautaskóla).
Umsækjendur, sem lokið hafa prófi tveggja ára
heilsugæslubrautar framhaldsskóla eða hlið-
stæðu eða frekara námi að mati skólastjórnar,
skulu að öðru jöfnu sitja fyrir um skólavist.
Skólastjórn er heimilt að meta starfsreynslu
umsækjanda og er einnig heimilt að takmarka
fjölda þeirra nema, sem teknir eru í skólann
hverju sinni. Vísað er til Reglugerðar um Lyfja-
tæknaskóla (slands, nr. 196/1983, um náms-
greinar og námsskipan. Einnig eru allar upplýs-
ingar veittar í skólanum f.h. alla virka daga.
Umsókn skal fylgja eftirfarandi:
1. Staðfest afrit af prófskírteini.
2. Heilbrigðisvottorð á eyðublaði, sem skólinn
lætur í té.
3. Sakavottorð.
4. Meðmæli skóla og/eða vinnuveitenda.
Umsóknarfresturertil 16. júní. Eyðublöð fást
á skrifstofu skólans.
Umsóknir skal senda til:
Lyfjatæknaskóla íslands,
Suðurlandsbraut 6,
105 Reykjavík.
Innritun
nýrra nemenda
í grunnskóla í Mosfellssveit skólaárið 1984—
1985 fer fram dagana 7. og 8. maí kl. 9-14.
Skráning í 7.-9. bekk (13-15 ára) er í
gagnfræðaskólanum sími 66186.
Skráning forskólanemenda og nemenda í
1.-6. bekk (6-12 ára) erí Varmárskóla sími
66154.
Skólastjórar.
Skrásetning stúdenta til náms
á 1. námsári í Háskóla íslands, háskóla-
árið 1984-85 fer fram frá föstudegi 1. júní
til föstudags 13. júlí 1984. Umsókn um
skrásetningu skal fylgja staðfest Ijósrit eða
eftirrit af stúdentsprófsskírteini og skrásetn-
ingargjald sem er kr. 1600.- Skrásetningin
fer fram í aðalskrifstofu háskólans kl. 9-12
og 13-16 og þar fást umsóknareyðublöð.
Athugið lengingu á skrásetningartíma-
bili.
Háskóli íslands.
Frá 7. maí - til 1. september
Loka skrifstofur félagsins kl. 16.00.
Verslunarmannafélag Reykjavíkur
Húsi Verslunarinnar 8. hæð.
Nám í uppeldis- og kennslu-
fræðum til kennsluréttinda
við félagsvísindadeild
Háskóla íslands
Ákveðið hefur verið að auk reglulegs vetrar-
náms í ofangreindri kennslugrein við félags-
vísindadeild verði gefinn kostur á að stunda
námið að hluta að sumarlagi.
Sumarið 1984 verða eftirtalin námskeið
kennd: Þroski barna og unglinga (5 ein.),
Nám og námsáhugi (5 ein.), Hagnýt kennslu-
fræði (að hluta). Auk þess verða kennslu-
æfingar skipulagðar. Kennt verður 13. júní til
20. júlí. Próf fara fram með haustprófum
háskólans um mánaðamótin ágúst-septem-
ber.
Nám þetta er ætlað þeim sem þegar hafa
lokið háskólaprófi eða eru í háskólanámi.
Skrásetning fer fram í aðalskrifstofu háskól-
ans kl. 9-12 og 13-16 dagana 21. -25. maí
n.k. og þar fást umsóknareyðublöð. Skrá-
setningargjald er kr. 1600.- og gildir
skráningin einnig fyrir næsta vetur. Nám-
skeiðaskráningin fer fram í nemendaskrá
háskólans sömu daga.
Nánari upplýsingar veitir Gerður G. Ósk-
arsdóttir dagana 7. til 11. maí kl. 13-14 í
síma (91) 17717.
Háskóli íslands.
Styrkur til háskólanáms
eða rannsóknastarfa í Bretlandi
Breska sendiráðið í Reykjavík hefur tjáð íslenskym stjórn-
völdum að The British Council bjóði fram styrk handa (slendingi
til náms eða rannsóknastarfa við háskóla eða aðra vísinda-
stofnun í Bretlandi háskólaárið 1984-85. Umsækjendur skulu
hafa lokið háskólaprófi og að öðru jöfnu vera á aldrinum 25-35
ára. Gert er ráð fyrir að nám sem tengist enskri tungu komi
að öðru jöfnu sérstaklega til álita, en það er þó ekki skilyrði.
Umsóknir um styrk þennan skulu hafa borist menntamála-
ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 22. þ.m.
Umsókn skulu fylgja staðfest afrit prófskírteina og meðmæli.
Tilskilin eyðublöð fást í ráðuneytinu og einnig I breska
sendiráðinu, Laufásvegi 49, Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið,
4. maí 1984.