NT - 15.05.1984, Blaðsíða 4

NT - 15.05.1984, Blaðsíða 4
6!íf *f.r.T <*.* •iy,fir.bofeh<l Stjórnarflokkarnir semja um Húsnæðisfrumvarpið: Búseti ekki lengur með - en nefnd á að skila frumvarpi til laga um húsnæðissamvinnufélög fyrir næsta haust Þriðjudagur 15. maf 1984 4 ■ Samkomulag náðist í gær- kvöldi milli stjórnarflokkanna um að afgreiða frumvarp til laga um Húsnæðisstofnun ríkisins frá Neðri deild til Efri deildar. Samkomulagið fólst í því að ■ Þorsteinn Pálsson gengið verður þannig frá málum að húsnæðissamvinnufélög á borð við Búseta njóta ekki lána- fyrirgreiðslu skv. 4. kafla frum- varpsins um félagslegar íbúða- byggingar. Eru það lán úr Bygg- ■ Stefán Benediktsson ingasjóði verkamanna sem geta numið allt að 80% af byggingar- kostnaði. Hins vegar geta námsmenn, öryrkjar og aldraðir enn fallið undir þennan kafla frumvarpsins. Þá er í samkomu- ■ Svavar Gestsson laginu ákvæði um það að setja upp nefnd er semji fyrir næsta þing frumvarp til laga um hús- næðissamvinnufélög. „Ég harma mjög þá afstöðu Sjálfstæðisflokksins sem leiddi ■ Kjartan Jóhannsson til þessa“ sagði Alexander Stefánsson, félagsmálaráð- herra. „Hún var að mínum dómi óþörf, en þessi málalok gefa okkur þó möguleika á að semja lög um busetuíbúðir og ég stefni að því að þetta nýja frumvarp verði lagt fyrir Al- þingi strax í haust. Það eru það veigamikil ákvæði í frumvarp- inu að ekki væri stætt á því að láta það liggja“ sagði Alexander ennfremur. „Allt húsnæðiskerf- ið verður samkvæmt frumvarp- inu, fjármagnað að 40% miðað við byggingarkostnað. Lán lengjast úr 26 árum í 31 ár og verða afborgunarlaus fyrstu 2 árin. Nýmæli er að lífeyrisþeg- um verður heimilað að festa kaup á leigurétti í húsum sem byggð eru af ríki, sveitarfé- lögum eða byggingafyrirtækj- um. Þá eru sérstök ákvæði um að greiða fyrir elli-og örorkulíf- eyrisþegum sem eiga í fjárhags- vanda t.d. með frestun vaxta og afborgana. Sérstakur kafli um byggingasamvinnufélög lagfær- ir stöðu þeirra töluvert. Sam- kvæmt frumvarpinu mega aðilar að þeim nú selja eftir 5 ár, og mörg fleiri atriði eru í frumvarp- inu, tæknilegs eðlis m.a., sem gera það að verkum að við gátum ekki látið málið í rusla- körfuna og urðum að semja á þennan hátt“ sagði Alexander að lokum. „Aumingjaleg niðurstaða“ - segir Kjartan Jóhanns- son ■ „Þetta er aumingjaleg niðurstaða,“ sagði Kjartan Jó- hannsson „Við höfum talið að „Búsetuformið" ætti að taka upp í þjóðfélaginu og það ætti að lögbinda rétt slíkra félaga og við höfum í vetur flutt tillögur þar að lútandi." „Fremur óhress“ - segir formaður Búseta ■ Jón Rúnar Sveinsson for- maður Húsnæðissamvinnufé- lagsins Búseta í Reykjavík var óhress með þessa þróun mála. hann sagði „að þegar félagið var stofnað í októbermánuði sl. þá var okkur sagt skýrt, að frum- varp yrði að lögum fyrir áramót með ótvíræðum lánsréttindum til húsnæðissamvinnufélaga. Nú er hinsvégar búið að setja málið í nefnd í sumar og þar með hefur öllu verið slegið á frest, nánast um ótiltekinn tíma. Framsóknarflokkurinn, sá flokkur sem helst hefur tengst samvinnustefnunni, hefur greinilega látið leiftursóknir Sjálfstæðisflokksins berja sig til hlýðni" sagði Jón Rúnar og benti á að öll afstaða þess flokks til málsins hefði einkennst af tvískinnungi og þeir hefðu sam- þykkt málið á ýmsum stigum allt þar til nú á lokaspretti þess. Við gefumst þó ekki upp“, sagði Jón Rúnar „þó að ástandið sé alls ekki bjart þessa stundina“, en bætti við „þegar upp er staðið þá tel ég að Búseti hafi unnið síðferðílegan sigur á Sjálf- stæðisflokknum sem orðið hefur að grípa til fólskubragða til þess að frysta okkur út úr frumvarp- ■ Alexander Stefánsson félags- málaráðherra: „Harma afstöðu Sjálfstæðisflokksins". inu,“ sagði Jón Rúnar að lokum. „Ríkisstjórnin hefur fundið litla mann- inn“ - segir Svavar Gestsson ■ „Þarna hefur ríkisstjórnin fundið sinn litla mann,“ sagði Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins er hann gagn- rýndi harkalega frumvarp fjármálaráðherra um skatt- skyldu innlánsstofnana. „Það eru bankarnir sem leggja þarf lykkju á leið sína til þess að hjálpa á meðan framlög til sjúkl- inga og námsfólks eru lækkuð. Þetta er eitt versta málið sem ríkisstjórnin er að reyna að keyra í gegnum þingið og þá er miklu til jafnað,“ sagði Svavar m.a. Albert Guðmundsson sagði m.a. að bankakerfið hefði nú átt vini á ráðherrastól áður. Það væri furðulegt með vinstri menn, ef þeir hugsuðu upp skatt, jafnvel þó þeir kæmust ekki til að innheimta, þá hugs- uðu þeir það sem, nettó tap. Þjóðfélagið verður ekki rekið með því að gera alla að öreig- um,“ sagði Albert ennfremur. Búseti fái ekki hagstæðari lán en Byggung - Sjálfstæðisflokkurinn hafði sitt fram ■ „Ágreiningurinn var sá hvort að leigusamvinnufélög ættu að fá rétt til hagstæðari lána en byggingasamvinnufélög og við vorum á móti því að innleiða þann mismun“, sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins í viðtali við NT, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur eins og kunnugt er lagst gegn því að húsnæðissamvinnu- félög á borð við Búseta fengju lán úr Byggingasjóði verka- manna og hefur neitað að af- greiða Frumvarp um Húsnæðis- stofnun ríkisins vegna þessa. „Við höfum lengi barist fyrir auknu fjármagni í húsnæðis- kerfið,“ sagði Þorsteinn enn- fremur „en við erum ekki til- búnir í þessa mismunum. Þetta er spurning um fjármagn sem ekki er fyrir hendi í dag.“ „Óttuðumst þessi málalok“ —segir Stefán Benediktsson ■ „Þetta eru málalok sem við óttuðumst," sagði Stefán Ben- ediktsson Bandalagi jafnaðar- manna „og flutti því þingsálykt- un í vetur um það að þessu formi yrði ætlaður staður í lögum og staða þeirra væri þannig tryggð. Við erum inná því að þetta form eigi fullan rétt á sér, en það er ekki hægt að líta á Búseta með sama hætti og Byggingarfélag verkamanna. Þetta er annað form og þarfnast því sérstakra laga.“ Opinber hýðing for ustumanna Sjálf- stæðisflokksins ■ í annálum framtíðarinnar munu eftirminnilegustu tíðindi vorsins 1984 vera talin þau, að foringjakreppan í Sjálfstæðis- flokknum kom þá upp á yfir- borðið á ný. Sérstaklega at- hyglisvert er að kreppa þessi er ntjög alvarleg - í það minnsta fyrir formennina Þorstein Páls- son og Friðrik Sophusson. Það er nýjast í opinberunum þessum að aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, Björn Bjarnason (Benediktssonar), skrifaði fræga grein í blað sitt fyrir helgina þar sem hann hýðir Friðrik duglega og skammar Þorstein eins og hund. 1 grein sinni staðfestir Björn margt af því sem sagt var í dálki þessum fyrir viku. Þannig ítrekar hann til dæmis að ekkert pláss er fyrir Þorstein í ríkisstjórninni. Ekki sé nokk- ur fær leið til að stokka upp á réttan hátt né að reka núver- andi ráðherra gegn vilja þeirra. Ef ráðherra, til dæmis Albert Guðmundsson, yrði beittur þrýstingi til að segja af sér fyrir Þorstein, er alltaf hætta á því að hann fari í fótspor Gunnars Thoroddsen, þ.e. haldi ráð- herrastól sínum áfram gegn vilja meirihluta þingflokksins. En stærstu tíðindin í grein Björns Bjarnasonar eru þau, að Morgunblaðsritstjórarnir skuli ekki standa með for- manninum og reyna að byggja hann upp í embætti sínu. Þeir stóðu ætíð með Geir Hall- grímssyni, í gegnum súrt og sætt, og beittu öllum þunga sínum til að halda flokknum saman undir hans veiku for- ystu. Nú er ekki um það deilt að staða Þorsteins sem formanns, án ráðuneytis, er mjög veik. Einnig er ljóst, meðal annars af örvæntingarópum hans og Friðriks í fjölmiðlum, að hún mun að óbreyttu halda áfram að veikjast. Spurning dagsins er því, hvers vegna niðurlægir Morgunblaðið formennina í stað þess að hjálpa þeim? Á því eru nokkrar skýringar. Fyrsta skýringin er sú, að Morgunblaðið ætlar að standa vörð um ríkisstjórnina - fyrst um sinn. Eina leiðin til að losa ráðherrastól handa Þorsteini er að sprengja ríkisstjórnina, og semja við nýja samstarfsflokka eða boða til kosninga. Morg- unblaðsmenn vilja hins vegar ekki að ríkisstjórnin sundrist í sumar vegna innanflokksátaka hjá þeim um persónur og veg- sentdir. Slíkt er allt of veikt og lágkúrulegt og myndi skaða Sjálfstæðisflokkinn ef til kosn- inga kæmi. Þetta þýðir ekki að Morgunblaðið sé reiðubúið að verja ríkisstjórnina til fram- búðar. í haust gætu málin legið fyrir á allt annan veg. Þá gæti þurft að fella gengi krónunnar, sér- staklega ef gengi Bandaríkja- dals lækkar mikið eins og flest- ir efnahagssérfræðingar spá þessa dagana. Þá verður verð- bólgan laus á ný. Auk þess gæti ASÍ skakkað leik'inn með róttækum kjarakröfum. Þá væri orðið mun hagstæðara fyrir flokkinn að blása til kosn- inga en nú er. Slíkar vangaveltur gefa rit- stjórum Morgunblaðsins næga ástæðu til að skamma Þorstein og Friðrik og banna þeim að láta of ófriðlega gagnvart ríkis- stjórninni. í öðru lagi er hugsanlegt að þeir á Morgunblaðinu kjósi að formaður flokksins verði veik- ur leiðtogi til frambúðar. Það breytir valdahlutföllum í tlokkn- um á þann veg að vald Morg- unblaðsins í flokksmálum eykst. Styrmir Gunnarsson ritstjóri skrifaði einmitt fyrir lands- fundinn í haust, að nú færu nýir tímar í hönd og yrði þá hlutverk formanns að vera blaðafulltrúi flokksins. Tími. hinna sterku leiðtoga væri liðinn. Styrmir sagði hins vegar eng- ar fréttir af áformum sterku mannanna bak við tjöldin. Það er fyrst nú sem ótvíræð merki berast um það að hlutverk Þorsteins og Friðriks í þeim áformum er minna en margir ætluðu. Þriðja og líklegasta ástæðan gæti verið sú, að Morgunblaðs- veldið, og aðrir samhljóma valdaaðilar í flokknum, ætli sér ekkert með Þorstein og Friðrik á toppnum. Þeir séu aðeins forystumenn til bráða- birgða. Þetta er stutt af þeirri stað- reynd að hvorugur þeirra fé- laga er landsföðurlega vaxinn í stjórnmálunum. Þeir eru báð- ir ungir og óreyndir og bera ekki af í hæfileikum. Til að stjórna þeim regnhlífar- samtökum smákónga sem Sjálfstæðisflokkurinn er, þarf miklu sterkari leiðtoga. Það þarf menn eins og Ólaf Thors eða Bjarna Benediktsson. Ef þetta er rétt, er líklegast að beðið sé eftir að nýi sterki maðurinn í flokknum, Davíð Oddsson, slíti ungdóms- skónum í stöðu borgarstjóra í Reykjavík. Skynugir menn í flokknum gera sér góða grein fyrir hættunni sem felst í því að Þorsteinn festist í for- mannsembættinu (líkt og Geir gerði), en undir honum sé maður sem er miklu sterkari persónuleiki í pólitíkinni. Ein megin orsök erjanna milli Gunnars og Geirs var einmitt sú að Gunnar hafði þá for- ingj ahæfileika sem Geir skorti. Skuggi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.