NT - 15.05.1984, Blaðsíða 18

NT - 15.05.1984, Blaðsíða 18
IU Þridjudagur 15. maí 1984 1 8 Rás 2 kl. 17.00-18 Frístund á sér fréttaritaranet um allt hlustunarsvæði Rásar 2 ■ „Það koma mörg bréf til þáttarins, ég gæti trúað að þau séu allt að 400 að meðaltali á hverri viku“, segir Eðvarð Ing- ólfsson um samskipti þáttar síns Frístund, sem er á dagskrá Rásar 2 á þriðju- dögum kl. 17.00 - 18.00, og hlustenda hans. Eðvarð segir okkur enn- fremur að hann hafi komið sér upp slíku fréttaritarakerfi í sambandi við þessar bréfa- skriftir, að hann sé nánast með einhvern á hverjum stað á hlustunarsvæði Rásar 2, sem hann geti hringt í. „Það er virkilega gaman finnst mér hvað krakkarnir eru viljugir að skrifa og mér finnst ég ná svo miklu betra sambandi við þau. Maður færi annars að örvænta við svona unglingaþátt, ef maður næði ekki góðu sam- bandi við krakkana. Þarna fæ Útvarp kl. 20. ég ýmsar hugmyndir, t.d. hvernig tónlist þau vilja hlusta á. Og krakkarnir gefa kost á sér í viðtöl og taka að sér að standa að vinsældakosningum. Það gerir mína vinnu svo miklu auðveldari", segir Eðvarð. í þættinum í dag verður 15 ára stúlka, Huldís Zawelski, aðstoðarþulurEðvarðs. Annar hluti leikþáttarins 15 ára eða um það bil verður fluttur og það eru 15 ára krakkar úr Álftamýrarskóla, sem annast flutninginn. Hringt verður út á land að venju og að þessu sinni er það Selfoss, sem verð- ur fyrir valinu. 8. bekkur í Hólabrekkuskóla kynnir 3 vinsælustu lög vikunnar. í starfskynningunni verður starf kennara tekið fyrir. Og svo verður auðvitað getraunin á sínum stað. Tekst Philip að krækja í Undulnu á endanum? Sjónvarp kfi. 21.10: Lokaþáttur Snáksins Eldhúsdags umræður ■ í kvöld kl. 20 hefjast al- flokkur til umráða 15-20 mín- mennar stjórnmálaumræður í útur í fyrri umferð og 10-15 sameinuðu þingi. Umferðir mínútur í hinni síðari. verða tvær, og fær hver þing- Rás 2 kl. 14.00-16. ■ Nú líður að lokum Snáksins. Síðasti þáttur verður á skjánum í kvöld og hefst kl. 21.10. Mörgum hefur reynst torvelt á stundum að átta sig á sögu- þræði í þáttunum, og það er oft ekki fyrr en atburðarás þáttarins á undan er rakin í þeim, sem næst á eftir kemur, sem rennur upp fyrir áhorfend- um Ijós. En samkvæmt þeim upplýsingum, sem við höfum aflað okkur, hafa atburðir gengið eitthvað á þessa leið: Arabiskt sendiráð í Róm verður fyrir barðinu á óþekkt- um hópi fjárkúgara, Snáknum. Hann krefst 300 milljóna króna gjalds, ellegar birti hann opinberlega vísindalega leyni- skýrslu, sem fjalli um olíu. Arabarnir gera ítrekaðar og djarflegar tilraunir til að „af- vopna“ Snákinn. Einhverja grein gera þeir sér fyrir hver standi að baki fjárkúgurunum, og hafa fulla vissu fyrir því, að það hljóti að vera vísindamað- ur. Arabarnir hefjast því þegar handa við að koma fyrir kattar- nef hinum og þessum vísinda- mönnum hér og þar, í Hamborg, Amsterdam og á Ítalíu. Þeir gera tilraun til að skjóta niðureinkaflugvél Don- aldos með eldflaug. Þeir senda froskmann til að drepa jarð- fræðing á eyju einni. Fljótlega kemur í ljós, að miðpunktur atburðanna er G.B. Donaldo, iðnjöfur, sem fer ekki troðnar slóðir, og Undulna Singer, sem er túlkur í þjónustu hans. Philip Quar- tara er vinur Donaldos og hann flækist óafvitandi inn í málin. Hann verður ástfanginn af Undulnu, en enginn upplýsir hann um hvernig landið liggur. Án þess að hafa hugmynd um, hvað er í raun og veru að gerast, verður það hlutskipti hans að klóra sig fram úr einni klípunni af annarri. Árabarnir fá veður af því, að Donaldo muni vera flæktur í fjárkúgunarmálið, en þá tekur hann skyndilega upp á því að flýja af hólmi. Arabarn- ir ræna þá Philip og Undulnu, en þeim tekst að komast undan á flótta og liggur leiðin um miðaldakirkjur, katakombur og aðra merkilega staði í Róm. Arabarnir reyna að draga málið á langinn. Þeir borga hluta upphæðarinnar, sem krafist er, en sú greiðsla er ætluð til að leiða þá á braut fjárkúgarans, sem þeir reyna að klófesta, þegar hann kemur að sækja féð. Fjárkúgarinn reynist vera Donaldo, og hon- um tekst að komast undan andstæðingum sínum í æsi- legum eltingaleik. En nú er farið að hitna undir iljum Donaldos. Hann leitar aðstoðar Philips og viðurkenn- ir að hann sé höfundur skýrsl- unnarfrægu. Hann viðurkenn- ir einnig, að hún sé fölsuð! Henni sé ætlað að sanna, að ef borað er nógu djúpt niður, eða í 11.000 metra dýpt,megifinna olíu hvar sem er á jörðinni, á Spáni, í Sviss, Þýskalandi, Massachusetts, Svíþjóð - og í nágrenni Moskvu. Meira segjum við ekki í bili, eiunú er bara að setjast fyrir framan skjáinn í kvöld kl. 21.10 og fylgjast með því, hvernig leikurinn endar. Útvarp kl. 17. Fréttir á ensku ■ í gær kl. 17.00 hófst nýr liður á dagskrá útvarps, fréttir1 á ensku, og verður hann alla daga vikunnar á sama tíma framvegis. Fréttalesturinn stendur í u.þ.b. 5 mínútur. Kári Jónasson fréttamaður tjáði okkur, að þessi liður hefði verið á dagskrá útvarps áður, en síðan fallið niður. Mikið hafi verið spurt um þetta mál á undanförnum árum og ferðamálayfirvöld ýtt á eftir því að aftur yrði upp tekinn fréttalestur á ensku. Það eru sem sagt Ferðamálaráð og Ríkisútvarpið, sem standa að þessum útsendingum í samein- ingu. A þessum 5 mínútum verða lesnar helstu erlendar fréttir, innlendar fréttir, veðurfregnir, samgöngufréttir og annað, sem þeir útvarps- og ferðamála- menn álíta að komi útlending- um hér á landi til góða. Það verða nokkrir ensku- mælandi útlendingar, sem hafa verið í mörg ár á íslandi, sem munu annast þessar fréttir til skiptis í sumar. Að sögn Kára er ráðgert síðar meir, að þessi sami frétta- pistill verði lesinn inn á sím- svara, sem má hringja í allan sólarhringinn og fá helstu frétt- ir og veðurfréttir. ■ Nú geta erlendir ferða- menn og aðrir útlendingar, sem skilja ensku, fylgst með helstu fréttum. Útvarp kl. 10.45: Vagg og velta með hefðbundnum hætti Kona segir frá banalegu Gríms Thomsen í þættinum „Ljáðu méreyra“ ■ Þáttur Gísla Sveins Lofts- sonar, Vagg og velta, er á sínum stað á Rás 2 í dag. Þátturinn verður með hefð- bundnum hætti, segir Gísli Sveinn okkur. „Formið er það, að þátturinn er eiginlega þrí- skiptur. Ég er með úrtak ai bæði innlendum og erlendum vinsældalistum framan af í þættinum. Um miðbik hans er ég með dagskrá með yfirleitt eldri listamönnum eða hljóm- sveitum, kannski 1 eða 2 lista- menn eða hljómsveitir og spila þá gjarna 4-5 lög með hvorum. Þetta er upprifjun, sem getur náð allt til fimmta eða sjötta áratugarins. Síðast í þættinum er ég svo yfirleitt með ný erlend lög,“ segir Gísli Sveinn. Nýjustu íslensku lögin fá jafnan umfjöllun í þættinum, en að öðru leyti segist Gísli Sveinn láta öðrum þáttum eftir að fjalla um íslenska tónlist. En ramminn um tónlistarvalið er fyrst og fremst, að hún falli undir það, sem kallað er dæg- urlagatónlist eða popptónlist. ■ í útvarpi í dag kl. 10.45 er á dagskrá þáttur Málmfríðar Sigurðardóttur, Jaðri, „Ljáðu mér eyra“, en sá þáttur er á hálfsmánaðarfresti og kemur frá RÚVAK. í þættinum í dag segist Málmfríður ætla að lesa frá- sögn gamallar konu, sem ung stúlka var vinnukona á Bessa- stöðum í tíð Gríms Thomsen þar. Þar koma fram hennar, viðhorf til húsbændanna og Gríms og þetta er athyglisverð frásögn, segir Málmfríður, því að þessi kona er ein af þeim, sem vöktu yfir Grími í bana- legunni. Kona þessi hét Kristrún Ket- ilsdóttir. Hún var orðin gömul kona og komin á elliheimili í Reykjavík, þegar Ingólfur Kristjánsson skrifaði þessa frásögn eftir henni. Þátturinn birtist í bókinni Fólkið í land- inu, sem út kom árið 1951. „Yfirleitt hef ég haldið þess- um þáttum í því formi að vera frekar þjóðlegar frásagnir, ef syo mætti segja, og eitthvað, er ég hef haldið að væri fremur við hæfi eldra fólks, því að þetta er sá tími, sem það fólk hlustar fyrst og fremst, sem er ekki í vinnu út á við, er heima á heimili sínu eðaþá á stofnun- um“, segir Málmfríður um efni þátta sinna, sem eins og fyrr segir eru hálfsmánaðarlega á dagskrá og verða áfram í sumar. Þriðjudagur 15. maí 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Maröar Árnasonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorö - Bjarnfríöur Leósdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Vökunætur“ eftir Eyjólf Guðm- undsson Klemenz Jónsson les (5), 9.20 Leikfiml. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10Veöurfregnir.For- ustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Ljáðu mér eyra" Málmfriöur Siguröardóttir á Jaðri sér um þátt- inn (RÚVAK). 11.15 Við Pollinn Gestur E. Jónas- son velur og k ynnir létta tónlist (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Spilverk þjóðanna, Þursa- flokkurinn og Stuðmenn leika og syngja. 14.0 Ferðaminningar Sveinbjarnar Egilssonar - seinni hluti Þor- steinn Hannesson les (24). 14.30 Upptaktur - Guömundur Benediktsson. 15.30 Tilkynnignar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 íslensk tónlist Karlakórinn Fóstbræöur syngur „Sjö lög fyrir karlakór" eftir Jón Nordal; Ragnar Björnsson stj. / Manuela Wiesler, Kolbrún Hjaltadóttir, Lovisa Fjeldsted, Örn Arason og Rut L. Magnússon flytja „Iskvartett" eftir Leif Þórarinsson / Hanna Bjarna- dóttir og Svala Nielsen syngja lög eftir Fjölni Stefánsson. Guðrún A. Kristinsdóttir leikur með á pianó / Wilhelm og Ib Lanzky-Otto leika með Kammersveit Reykjavikur „Wiblo" eftir Þorkel Sigurbjörns- son; Sven Verde stj. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Sfðdegisvakan 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Margrét Ólafsdóttir og Jórunn Sig- uröardóttir. 20.00 Útvarp frá Alþingi Almennar sjtórnmálaumræöur i sameinuðu þingi (eldhúsdagsumræöur). Um- ierðir veröa tvær, og fær hver þingflokkur til umráða 15-20 mín- útur í fyrri umferð og 10-15 minútur i hinni siðari. Veöurfregnir. Tón- leikar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. KIT Þriðjudagur 15. maí 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn- endur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ólafsson. 14.00-16.00 Vagg og velta Stjórn- andi: Gisli Sveinn Loftsson. 16.00-17.00 Þjóðlagaþáttur Stjórn- andi: Kristján Sigurjónsson. 17.00-18.00 Fristund Stjórnandi: Eðvarö Ingólfsson. Þriðjudagur 15. maí 19.35 Hnáturnar 10. Litla hnátan hún Viðutan. Breskur teikni- myndaflokkur. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. Sögumaður Edda Björgvinsdóttir. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Lindýr sem skipta litum Bresk náttúrulifsmynd um smokk- fiska og kolkrabba í Suðurhöfum. Náttúrufræðingar þykjast sjá þess merki aö þessi lindýr búi yfir tals- veröri greind og geti jafnvel tjáö sig meö litbrigöum. Þýöandi Jón O. Edwald. 21.10 Snákurinn Lokaþáttur. ítalsk- ur framhaldsmyndaflokkur. Þýð- andi Þuríður Magnúsdóttir. 22.15 Skógar og skógrækt á ís- landi „Menningin vex i lundi nýrra skóga", kvaö Hannes Hafstein i Aldamótaljóðum. Nú fer í hönd annatimi skógræktarmanna um land allt og i tilefni af því er efnt til þessa umræðu- og upplýsinga- þáttar í sjónvarpssal. Úmræðum stýrir Hulda Valtýsdóttir. 23.05 Fréttir í dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.