NT - 15.05.1984, Blaðsíða 25

NT - 15.05.1984, Blaðsíða 25
■ Kínverskir baðmullarbændur fengu ríkulega uppskeru í fyrra. Stjórnvöld hvetja bændur til baðmullarræktunar með því að hækka verð fyrir baðmullina. ■ Erlendur landbúnaðarsérfræðingur sýnir kínverskum bónda hvernig hægt er að bæta áburði í jarðveginn á hrísgrjónaakri án þess að skaða ungar hrísgrjónaplöntur. Breytingar í kínverskum landbún- aði bæta kjör 800 milljón bænda Uppskerubrestur í Kína gæti hækkað brauðverð á íslandi Þótt flestir viti að Kínverjar eru fjölmennasta þjóð veraldar er óvíst að menn geri sér al- mennt grein fyrir því að þróun mála í Kína getur haft bein áhrif á líf okkar íslendinga. Uppskerubrestur eða mistök í landbúnaði myndi án efa leiða til brauðverðshækkana hér á íslandi því að þá yrðu Kínverjar að flytja meira korn inn og heimsmarkaðsverð á hveiti og öðrum korntegundum myndi hækka. Kínverjar eru einfald- lega svo margir að aukinn inn- flutningur þeirra á matvælum gæti valdið almennum og aukn- um fæðuskorti í heiminum. Pað er þess vegna mikilvægt fyrir alla íbúa jarðarinnar að land- búnaður Kínverja gangi vel enda eru þeir rúmlega fimm- tungur mannkynsins eða meira en einn milljarður samkvæmt nýju manntali. Kínverjum fjölgar nú árlega um tíu til tuttugu milljónir. Það er því ekki nóg fyrir þá að halda í horfinu í landþúnaðarmálum. Þeir verða að auka framleiðsl- una a.m.k. um 1-2% á hverju ári eigi þeim að takast að forða hungursneyð. Tvöföldun landbúnaðar- framleiðslu til aldamóta Að undanförnu hafa Kínverj- ar gert viðamiklar breytingar á sviði landbúnaðarsem þeir vona að verði til að auka landbúnað- arframleiðslu sína mikið á kom- andi árum og áratugum. Þeir hafa sett sér það markmið að tvöfalda landbúnaðarfram- leiðsluna frá 1980 til aldamóta. Margir efast um að Kínverj- um takist þetta því að landbún- aðarframleiðsla þeirra er nú þegar mjög mikil. Kínverjar segjast þess samt fullvissir að þeim takist að ná þessu marki sínu og benda því til stuðnings á mikla árlega aukningu land- búnaðarframleiðslunnar síð- ustu fimm ár sem öll hafa verið metuppskeruár. Frá árinu 1979 til ársins 1982 jókst heildarfram- leiðsla kínversks landbúnaðar um 7,5% að meðaltali hvert ár. Þetta er mesta framleiðsluaukn- ing í kínverskum landbúnaði á þessari öld. í fyrra jókst svo kornfram- leiðslan um 4,7% frá árinu 1982 þótt minna land væri notað til kornræktar en áður. Baðmull- arframleiðslan jókst um 11,6% á síðasta ári en hún er mikilvæg fyrir fataiðnaðinn og kjötfram- leiðslan jókst líka umtalsvert. Nú kunna sumir lesendur að efast um réttmæti þessara talna því að það er alþekkt tilhnéi g- ing hjá sumum ríkjum að ýkja framleiðslutölur til þess að rétt- læta stefnu sína í efnahagsmál- um. En ýmsar alþjóðastofnanir eins og Alþjóðabankinn og Landbúnaðar- og matvælastofn- un Sameinuðu þjóðanna hafa í höfuðatriðum samþykkt þessar framleiðslutölur og Kínverjar hafa leyft erlendum efnahags- sérfræðingum að fylgjast með þróun ýmissa þátta í efnahags- lífi sínu að undanförnu. Breytt f ramleiðsluskipulag Það vekur sérstaka athygli að Kínverjum tókst að auka land- búnaðarframleiðsluna á síðasta ári svo mikið sem raun ber vitni því að það ár var veðurfar kínverskum bændum frekar óhagstætt. Vindur og haglél í Norður-Kína olli skemmdum á uppskeru á 7,4 milljónum hekt- urum lands en ræktanlegt land í Kína er talið tæplega hundrað milljón hektarar samtals. Mikil flóð í stærsta fljóti Kína, Yang- zi-fljóti, ollu einnig miklum skemmdum á uppskeru í Suður- Kína. Kínverjar fullyrða að ör aukning landbúnaðarfram- leiðslunnar síðastliðin ár stafi nær eingöngu af miklum skipu- lagsbreytingum sem gerðar hafi verið á framleiðslufyrirkomu- laginu í sveitum landsins. Þessar breytingar hafi hvatt bændur til að leggja meira á sig en áður og framleiðni í landbúnaði hefur aukist um 2,7% að meðaltali á ári frá 1979, þegar breytingarn- ar hófust. Þetta er mikil aukning þegar tekið er tillit til þess að hafa hagnast á framleiðslunýj- ungum og eru jafnvel orðnir ríkir. Þau hvetja bændur til að feta í fótspor þessara ríku bænda. Það er ekki talinn glæp- ur lengur að komast í álnir þótt ennþá sé bannað að græða fé af öðrum með stóratvinnurekstri eða með því að kaupa og leigja út land að hætti landeigenda í Kína fyrir byltingu. Bændur sýna nú mikið frum- kvæði við að taka ýmsar tækni- nýjungar í þjónustu sína. Þeir hafa aukið áburðarnotkun og notkun plastvermireita breiðist ört út. Plast var notað á 67.000 hekturum lands í fyrra með góðum árangri því að það hækk- ar hitastigið í moldinni og kem- ur í veg fyrir vatnstap við upp- gufun. Aukin notkun plast- vermireita og gróðurhúsa er tvímælalaust mikilvægur þáttur í fyrirhugaðri framleiðsluaukn- ingu í Kína. Gróðursetning trjáa sem mynda skjólbelti með- fram ökrum hefur líka gefið góða raun. Bændur hafa einnig sýnt mik- inn áhuga á nýjum kynbættum kornafbrigðum. Sum þessara kornafbrigða eru sérstaklega harðgerð, sum gefa af sér meiri uppskeru en áður þekktist og vöxtur sumra afbrigða er það ör að hægt er að ná tveimur eða jafnvel þremur uppskerum á ári. Sömu sögu er áð segja um ný afbrigði annarra nytjajurta. Bændur sækja nú. í stórhópum námskeið þar sem þeir kynna sér nýjungar í landbúnaði. Á mörgum stöðum hefur aukin uppskera t.d. náðst með því að skipta reglulega um þær tegund- ir nytjajurta sem ræktaðar eru og hvíla þannig jarðveginn. 800 milljón kínverskir bænd- ur horfa þannir með nokkurri bjartsýni til framtíðarinnar þótt þeir séu flestir ennþá mjög fá- tækir. Laun þeirra hafa meira en tvöfaldast frá 1978 vegna aukinnar uppskeru og hærra verðs og bændur voná að þeir verði einhvern tíma ríkir eins og við Vesturlandabúar og geti keypt sér sjónvarp og jafnvel síma. ■ Aukin þekking eykur hagnað er víg- orð sem nú má heyra í Kína. Óneitanlega virðast bænd- urnir á mynd- inni ánægðir þar sem þeir skoða bækur um vísindi á kínverskum úti- markaði. Þeir eru hreyknir af velsæld sinni og sýna hana m.a. með því að hengja bagga með ný- keyptum brennivíns- flöskum yfír öxl sér. framleiðni í kínverskum land- búnaði hafði að mestu staðið í stað á þrjátíu ára tímabili frá valdatöku kommúnista til ársins 1979. Samyrkjubúskapur víkur fyrir verktakafjólskyldum Stórar framleiðslueiningar hafa að mestu leyti verið leystar upp í smærri einingar og sam- yrkjubúin eru lítið annað en nafnið tómt þótt þau séu ennþá formlegir eigendur mest alls landbúnaðarlands í Kína. Ein- stakar fjölskyldur, einstaklingar eða litlir hópar bænda gera nú árlega samning um ræktun á- kveðins landskika. Þeir skuld- binda sig til áð selja ríkinu ákveðið uppskerumagn á fyrir- framákveðnu verði en hafa síð- an leyfi til að selja afganginn af uppskerunni beint á því verði sem kaupendur eru tilbúnir til að greiða. Þetta fyrirkomulag hvetur bændur skiljanlega til aukinna afkasta því að áður var venja að greiða bændum í hverju sam- yrkjubúi sem næst jafnaðarlaun án tillits til afkasta þeirra. í rauninni er þetta nýja land- búnaðarkerfi eins konar verk- takakerfi því að bændurnir gera tilboð um að framleiða ákveðið magn af matvælum á tilteknum landskika og takist þeim að framleiða meira en samið er um hirða þeir sjálfir ágóðann. Sumar bændafjölskyldur hafa nú einnig snúið sér að sérhæfð- um störfum eins og fiskirækt, kvikfjárrækt, áburðardreifingu, verslun, skógrækt og sums stað- ar hafa framtakssamir og vel- upplýstir bændur jafnvel stofn- að ráðgjafaþjónustu. Kínversk yfirvöld ýta mjög undir þessa þróun til sérhæfingar vegna þess að þau telja hana nauðsynlega forsendu háþróaðs iðnaðar. Ríkum bændum hampað Kínversk blöð birta nú reglu- lega greinar um bændur sem

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.