NT - 15.05.1984, Blaðsíða 8

NT - 15.05.1984, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 15. maí 1984 8 Lesendur hafa ordið ■ Kæru Nútímamenn! Ekki hefur mér hingað til verið neitt sérstaklega í nöp við Tímann og átti ekki von á að svo yrði frekar eftir upp- stokkun og nafnabreytingu. Þvert á móti beið ég þess með jákvæðu hugarfari og nokkurri eftirvæntingu að fá í hendurnar frísklegra og efnismeira blað eins og boðað hafði verið af aðstandendum og vel má vera að gangi eftir. Enda veit ég ekki betur en að þið ýtið úr vör með marga ágæta starfskrafta innanborðs. Hvað er það þá, sem veldur því að ég sit við ritvélina á þriðja útkomudegi blaðsins ykkar, að skrifa ykkur skamm- arbréf? Og tel mig meira að segja vera að því fyrir hönd fleiri en sjálfrar mín, nefnilega kvenna almennt. Með draug í lestinni Það er leiðindadraugurinn, sem virðist hafa sest að í lestinni hjá ykkur eftir breyt- inguna. Sá, sem hefur afrekað í aðeins þremur tölublöðum, að tvinna saman fordóma, fyrirlitningu og hreinan dóna- skap í garð kvenna af þvílíkri fimi, að mér er til efs að hin blöðin stæðu honum á sporði þó að þau legðu öll í púkk á löngum tíma. (Og er þá ekkert þeirra alsaklaust í þessum efnum.) Ykkar vegna vona ég að aðeins sé um einn draug að ræða, en hann herjar á tvenn- um vígstöðvum, sem ef til vill flokkast ekki undir veigamesta lesefni blaðsins en er hins veg- ar eitt það víðlesnasta og verð- ur því alls ekki eins léttvægt talið og sumir vilja vera láta; dálkarnir Dropar og Spegill. (Sá síðarneíndi er reyndarorð- in heil opna eftir breytinguna og droparnir hafa líka þanist út.) Þessir dálkar flokkast undir það, sem í almennu máli er kallað slúðurdálkar og hafa hingað til hvorki verið betri né verri í Tímanum en annars staðar, þar sem svipuðum dálkum er haldið út. Þeir flokkast í augum lesenda undir léttmeti, a.m.k. rennir sá les- andi er þetta ritar augunum yfir þá með morgunkaffinu og gerir engar kröfur í þá átt að hitta þar fyrir neinar gullaldar- bókmenntir. (Erlíkafullkunn- ugt um að þetta efni er oft unnið á elleftu stundu. Sá erlendi hráþýddur og sá inn- lendi oft vandfylltur þegar lítið er að gerast hjá Albert og Lúsý) Það þarf því dulítið til að koma til að manni bregði við lesturinn. En víkjum að afrekum draugsa í dálkunum. Hann fór hægt en örugglega af stað fyrsta daginn og lagði undir sig bróðurpart dropanna með heldur rislitlum „brand- ara“ þar sem fjárlagagatið var, með klúru orðalagi, heimfært upp á kvenlega líffærafræði. (Ollu er nú reynt að koma yfir á konur). Subbulegt og ófynd- ið og engum greiði gerður sem bendlaður er við. Næsta mál á dagskrá var síðan tíðir kvenna. Fyrirbæri, sem er ekkert feimnismál, en mér vitanlega heldur ekkert sérstakt aðhlát- ursefni. Dropahöfundi virðist þó þykja það bitastætt, að nokkrar konur norður í landi skuli ekki geta fest kaup á „sinni mánaðarlegu nauðsynja- vöru“ í ákveðinni sjoppu í héraðinu og veltir þeirri spurn- ingu upp hvort.... þær muni nú í hópum ráðast í barneignir hið snarasta eða reyna að breyta gangi náttúrunnar á einhvern hátt“. Ekki heldur fyndið. En „gangur náttúrunn- ar“ er höfundi þessum afar hugstæður, a.m.k. þegar kven- fólk á í hlut, eins og komið hefur í ljós við frekari lestur blaðsins. í Speglinum gafsíðan Uebbie arry fyrr BlondAV' ^ slorms Aðdáe ^ jese*L<o 31 ars (, Lsk'* liðincru. Núþykir, ^ allur vindur sc úr ’ , vclla því fyrirscr.hv'i an sc sú. að hún cr Vv, hilla undir fcrtugs: Ký' hvort hún sc i »4 vfir þeim ogonguA " sýnist hún komin y brautinni. i - í>ad cr langt frá } sc að pcfast upp. scgr sjálf.cnda heldurh' að hun sc laundoi Monroc og olt híil Grease varð hrein gullnár fyrir kvikmyndafyrirt^ A hví hún var sýnd i hann ætlar að reyna bankarán, 'i en í bankanum vinnur stúlka . .Ásem hann verður hrifinn af - og hún er leikin af r>l ^ V fewo^V*hn.. n lallar undan f æti hjá D|| boði hinnar „hörðu og djörfu fréttamennsku“. Það er nefnilega ekkert djarft við klósetthúmor á borð við það, að finnast fyndið að háspennulínur valdi því að ær láti lömbum sínum löngu fyrir burð og enn síður að heimfæra „brandarann“ upp á konur eins og dropaskrifari NT lét sér sæma þ. 26. þ.m. En þar lagði hnn til, af þeirri smekkvísi sem honum virðist eiginleg, að ungar stúlkur, „sem ekki eru ánægðar með sitt ástand“ og lenda í því að „biðja hið veraldlega almætti um grið frá því að taka þeim afleiðingum sem móðir náttúra (með hjálp góðra manna!) hef- ur komið þeim í... leggist í viku útilegu upp í sveit og þá séu öll vandamál á bak og braut. Eina skilyrðið er að tjaldið sé staðsett undir nokkur hundruð kílóvatta háspennu- línu. Ekkert vesen, ekkert kerfisbákn, heldur dægilegasta útilega uppi í sveit, svo fremi að það beri upp á sumar." Hvatinn að þessari bráð- smellnu hugdettu var, að sögn dropahöfundar, „þau hin sömu vísindi sem sögðu okkur frá verkan háspennulfnu á búpen- ing Kristjáns á Minna-Núpi.“ Það væri synd að segja að þessi „góði maður“ bæri ekki hiýjan hug í brjósti til íslensku kven- Hildur Helga Sigurðardóttir blaðamaður skrifar: Bylting í íslenskri karlrembu? að líta (létvæmna, en hvað um það) grein um Barböru nokkra Bach, sem gaf fúslega upp kvikmyndaferil sinn til að gæta bús og barna“ og var „ósárt um þann framaferil, miðað við að byggja upp traust og friðsælt heimili á ensku sveitasetri ásamt manni sínum og börnum." Sönn kona Barbara og ekkert að því að lesa um hana. Allur vindur úr Debbie Harry Það sama verður ekki sagt um rokksöngkonuna Debbie Harry, sem kom til sögunnar daginn eftir og fékk m.a. svo- hljóðandi umsögn: „Nú þykir sumum sem allur vindur sé úr Debbie og velta því fyrir sér, hvort ástæðan sé sú, að hún er farin að sjá hilla undir fertugs- afmælið..." Draugsi veit sem er, að það er allur vindur úr kvenfólki, sem komið er yfir þrítugt, sérstaklega þeim sem ekki hafa haft vit á því að vera í takt við „gang náttúrunnar“. Og það hefur aumingj a Debbie greinilega ekki haft. Hún er meira að segja hætt að lita á sér hárið „og hún er orðin þrútin f andliti, já og reyndar um allan skrokkinn. Sumir vilja hrein- lega kalla það að hún sé orðin feit...“ Með fylgdu svo tvær myndir af laglegri konu í ósköp venjulegum holdum, að því er best varð séð. En þær hljóta að hafa verið teknar áður en Debbie fór að „þrútna". Og þó að hún reyndi að bera í bætiflákana og þykjast hafa verið í vaxtarrækt, vitum við að Debbie er úti í kuldanum og ekki væntanleg þaðan í bráð. Bráðum fertug og kannski feit - verra getur það varja verið, stelpur. Öðru máli gegnir með snöfurmennið Raymond Burr, sem mætti til leiks á þriðja degi. En hann lætur hollráð heilsufarssérfræðinga sem vind um eyrun þjóta og „... hefur þegar náð því virðulega marki að vega u.þ.b. 12(1 kíló...“ Sannur karlmaður, leikarinn Raymond og segir góðan mat og ljúffeng vín vera ómissandi fyrir lífshamingjuna. „Mér líð- ur vel, segir hann og bætir við: - hvers virði væri lífið ef maður gæti ekki látið eitthvað eftir sér?“ Það fylgdi ekki sögunni hvort Raymond hafi haft eitthvað að gera sl. tuttugu ár, eða hvort hann sé farinn að sjá hilla undir ógnvekjandi af- mælisdag. (En hann mun hafa hátt í þrjá áratugi fram yfir Debbie.) En hvaða máli skiptir það? Eftir ljósmyndinni af honum að dæma gæti hann hvort eð er ekki hreyft sig frá matborðinu þótt hann vildi og hver spyr um vind þegar svona hress karl er annars vegar. Sumsé; Debbie er þrælþrítug og „þrútin“ í þokkabót, en Raymond „virðulegur" og væntanlega „á besta aldri“. Við hlið stórleikarans lífs- glaða segir síðan af ungri konu. Ann Diamond heitir hún, 29 ára gömul og mun vinsæll um- sjónarmaður sjónvarpsþátta í Bretlandi um þessar mundir. Það er ekkert alvarlegt að Ann - hún er bæði sæt og dugleg, „réttu“ megin við þrítugt og ekkert þrútin, a.m.k. ekki ennþá. En óveðursskýin hrannast upp á himninum. Ann langar sumsé einhvern tímarin í mann og börn. En við draugsi - og þessi 85% ís- lenskra kvenna, sem vinna utan heimilis - vitum að ef til slíks kemur verður hún að segja bless við vinnuna. Hitt er þó verra, að stúlkan er á síðasta snúningi. Og hvaða konu rennur ekki kalt vatn milli skinns og hörunds við að lesa eftirfarandi: „Ekki gerir það ákvarðanatöku hennar auðveldari, að hún er nú að nálgst þrítugt og gerir sér grein fyrir, að hún verður að beygja sig undir náttúrulögmál eins og aðrar konur. Það gætu því farið að verða síðustu forvöð fyrir hana að ákveða hvora brautina hún ætlar sér að velja.“ Óekkí, náttúrulögmál- in láta ekki að sér hæða. En kannski Raymond sé á lausu og komi til bjargar á elleftu stundu. Sá ljóti grunur læðist reynd- ar að manni, að þau lögmál, sem höfundur framangreindra tilvitnana eignar náttúrunni af svo miklum móð, séu af öðrum og veraldlegri toga spunnin. („Neglum þær niður á nátfúru- lögmálunum ef annað þrýtur“.) Paddan í pylsuendanum En allt um það, nú væri ég komin með samviskubit, að vera að gera mér svona mikla rellu út af smávegis (!), ef til vill ómeðvitaðri, karlrembu og úreltum viðhorfum til kvenna í dagblaði - og það í slúðrinu - væri paddan í pylsuendanum ekki eftir. Að öllum líkindum hefði ég látið mér nægja að yppta öxl- um og vorkenna ykkur í hljóði fyrir að sitja uppi með þennan leiðindamóral, eftir það sem hér að framan greinir - hefði steininn ekki tekið úr með fóstureyðingafyndninni í síð- asta fimmtudagsblaði. Eins og kallinn sagði: „Það eru grensur..." Hvað á það að þýða að dengja svona smekk- leysum yfir lesendur blaðsins? Þetta er vonandi ekki fyrir- þjóðarinnar eða hefði ekki „dægilega" kímnigáfu til að bera. Skyldi konunum á Nútíman- um hafa verið skemmt? Það held ég varla, frekar en öðrum, konum og körlum sem ráku augun í þessa „fyndni“. Hún á ekki heima í dagblaði, allra síst blaði, sem skrifað er af stórum hluta af ungu fólki og vill láta líta á sig sem boðbera nýrra tíma. Og konur eru fyrir löngu orðnar leiðar á að yppta öxlum og gera sér upp góðlát- leg bros, þegar þær verða fyrir hvimleiðri áreitni á borð við þessa. Hitt er svo annað mál, að ef vel er á haldið, geta flest svið mannlegrar tilveru verið drepfyndin, ekki síst samskipti kynjanna eins og dæmin sanna. En lestardraugurinn ykkar er bara enginn húmoristi. Skrif af því tagi sem hann lætur frá sér fara ala á fordómum og fyrirlitningu í garð kvenna sem ykkur væri nær að taka þátt í að útrýma en halda við. Kvenfólk er mér vitanlega ekkert skyldara dýrunum en karlmenn, (kannski draugsi viti betur?). En þó er mér það stórlega til efs, að sömu hug- renningatengsl hefðu átt sér stað hjá höfundi dropans ef, segjum, 70% graðhesta hefðu orðið geltir undir háspennulín- unni. En batnandi blaði er best að lifa (konur geta líka orðið áskrifendur, sjáið þið til). Og því eru þessar línur festar á blað - í fullri vinsemd - í von um að þeir taki til sín sem eiga og að í framtíðinni verði kon- um (og körlum) hlíft við gat- slitnum klámbröndurum og smekkleysum um líkamsstarf- semi kvenna af því tagi sem hér hefur verið stiklað á. - Og karlrembudraugurinn sendur í endurhæfingu. Kannski bóndinn á Minna- Núpi geti séð af tjaldstæði undir háspennulínunni í svo sem eins og viku tíma? Seltjarnarnesi, 27.04. '84. Hildur Helga Sigurðardóttir, Guðrún Árnadóttir Borgarnesi skrifar: Hvaða heimili eru ekki vinnustaðir? ■ í fréttum útvarpsins 10. maí var skýrt frá hlustenda- könnun á Rás 2. Þar kom m.a. fram að fleiri karlar en konur hlusta á útvarp á vinnustað, en fleiri konur heima. Fulltrúi aðstandenda könnunarinnar minntist eitthvað á að þessi skipting segði sína sögu. En hjá mér vekur hún spurningar um lífshætti Reykvfkinga. Hvað í ósköpunum eru konur að gera á heimilum, sem ekki eru vinnustaðir? Hvernig er hægt að reka heimili, þar sem ekki er unnið? Eru öll reykvísk börn á stofnunum? Hvar matast þetta fólk? Hvar fær það fötin sín þvegin? Hafa Reykvíkingar efni á að kaupa allt tilbúið? Eða getur það verið að hér sé aðeins um að ræða orða- lag, sem ber vitni um kven- lega hæversku? Guðrún Árnadóttir Borgarnesi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.