NT - 15.05.1984, Page 9

NT - 15.05.1984, Page 9
Þriðjudagur 15. maí 1984 9 Skák tsfp ■ Þeir Sævar Bjarnason og Ásgeir Þ. Árnason tefldu æsispennandi skák í síðustu umferð. Ásgeir þurfti að sigra til að ná 2. sæti. Eftir miklar sviptingar lauk skákinni með jafntefli. Ljósm: Halldór Karlsson ■ Hannes Hlífar Stefánsson, 11 ára piltur úr Reykjavík hlaut 4'/2 vinning og þar með bestum árangri unglings á mótinu. Hannes er tvímælalaust eitt mesta efni sem komið hefur fram á skáksviðinu um lagt skeið. í síðustu umferð lagði hann að velli Ásgeir Heimi Guðmundsson, en Ásgeir er einn sterkasti skákmaður Austfirðinga. helgarskákmót í júlíbyrjun í Flatey og standa líkur til þess að það verði 25. helgarmótið, en trúlegt er að 24. mótið verði haldið í Kópavogi á næstunni. Helgarskákmótin hafa verið haldin út um land allt én þó hefur ekkert mót verið haldið á sama stað tvisvar. Næsta haust má búast við því að annar hringur hefji göngu sína og þar ríða Vest- mannaeyingar á vaðið en helg- armót var fyrst haldið þar haustið 1980. Það er ekki svo lítið fyrir- tæki fyrir fámenn byggðalög áð standa undir móti af þess- ari tegund. Á Seyðisfirði tókst öll framkvæmd með miklum ágætum og þar var brotið blað í þeim efnum að gefið var út sérstök mótskrá með ýmsum upplýsingum um mótin.þátttakendur o.s.frv. Seyðfirðingar hafa fullan hug á því að halda merkinu uppi í skákmótahaldi, því ekki heyrði maður betur en talað væri um að halda al- þjóðlegt skákmót eftir ár eða tvö. Fordæmið frá Nes- kaupsstað er þegar farið að hafa áhrif. Seyðfirðingar héldu 23. helgarmótið: Og hyggja á alþjóð ■ Seyðisfjörður var vettvangur 23. helgarmóts tímaritsins Skákar og Skáksambands íslands og fór mótið fram um síðustu helgi. Nú munu vera um fjögur ár frá því að haldið var af stað með þessi mót,í júníbyrjun 1980 var fyrsta mótið haldið og þá mættu flestir bestu skákmenn landsins til keppni. Mót þessi hafa æ síðan verið ærið misjöfn að styrkleika, á mörgum þeirra, einkum þeim fyrstu, hefur mætt einvalalið til keppni, í öðrum hafa þungu fallstykkin setið heima. Á Seyðisfirði vantaði fjölmarga sterka skák- menn og kom það fyrst og fremst til af því að nú er annatími í skólum. Engu að síður var þátttaka í dágóðu meðallagi. 28 skákmenn hófu keppni, þar af allmargir sem sjaldan láta sig vanta í þessi mót. Enn aðrir voru þeir sem nú tefldu í fyrsta sinn og skal þar t.d. nefna Sigurgeir Gíslason sem með því að sigra Benóný Benediktsson í síðustu umferð náði að deila 2.-3. sæti með Sævari Bjarnasyni. Undirritaður stóð uppi sem sigurvegari með fullt hús vinninga úr sjö umferðum. Með því að sterkustu skák- mennirnir létu sig vanta var róðurinn ekki ýkja þungur. Var það helst að Ásgeiri Þór Árnasyni tækist að villa mér sýn í sjöttu umferð, en hann missti a.m.k. af jafntefli í fjörugri baráttuskák. Loka- niðurstaðan varð annars þessi: 1. Helgi Ólafsson 7. v.2,-3. Sævar Bjarnason og Sigurgeir Gíslason 5.v.4. -8. Ásgeir Þ. Árnason, Guðlaug Þorsteinsdóttir, Hannes Hlíf- ar Stefánsson, Einar Már Sig- urðsson og Gylfi B. Gíslason, allirmeð4'/iv. 9.-12. Benóný Benediktsson, Óli Valdi- marsson, Sturla Pétursson og Viðar Jónsson allir með 4 vinninga. Að venju voru veitt sérstök aukaverðlaun. Þannig fékk Guðlaug Þorsteinsdóttir verðlaun fyrir bestan árangur ; konu í mótinu og var það I raunar sjálfgert, því Guðlaug | var eini kvenkyns keppand- inn. Hún var allan tímann í baráttu um efstu sætin en hrasaði um nokkur sæti er hún tapaði fyrir undirrituðum í síðustu umferð. Öldungaverðlaun skiptust á milli þeirra þremenninga Benónýs Benediktssonar, Óla Valdimarssonar og Sturlu Péturssonar sem allir hlutu fjóra vinninga. Þeiráttu lengi vel í harðri baráttu um þessi verðlaun við Sigurgeir Gíslason sem náði aðalverð- launum með því að vinna sína síðustu skák. . Hannes Hlífar Stefánsson, 11 ára piltur úr Reykjavík hlaut unglingaverðlaunin. Þar er mikið efni á ferðinni og mikils um vert að, hann fái góða tilsögn á komandi árum. ó hann sé ekki hár í loftinu nn hann marga þraut- ynda skákmenn og hefur náð undraverðum styrkleika miðað við aldur. Jóhann Þórir Jónsson sleit mótinu og gerði nokkra grein fyrir fyrirhuguðum helgar- mótum. Ákveðið er að halda legt mót á næstunni HelgiÓlafssonskrifar ■ Sigurgeir Gíslason tefldi á sínu fyrsta helgarmóti og náði 2.-3. sæti ásamt Sævari Bjarnasyni. I síðustu umferð lagði hann Benóný Bendiktsson að velli í spennandi skák. Benóný stóð vel fyrir sínu og hlaut 4 vinninga. um skák:

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.