NT - 15.05.1984, Blaðsíða 13

NT - 15.05.1984, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 15. maf 1984 1 3 bjóða sitt lága vöruverð þar. Svarið er einfalt. Markaður á þessum stöðum er ekki nægi- lega stór, og það því ekki gróðavænlegt. Það skal þó rifjað upp í þessu sambandi, að eitt sinn setti Hagkaup upp verslun hér á Sauðárkróki, en gafst upp vegna markaðs- smæðar og lélegrar afkomu. Sem sagt, þeir versla einungis þar sem gróðavonin er. Eitt er það, sem vekur at- hygli mína, er að greinarhöf- undur skuli fara og versla í Hagkaup á Akureyri og bera saman verð þar og hér, en ekki í Hrísalundi, kjörmarkaði KEA, en verð þar skv. flestum verðkönnunum, sem fram hafa farið, sýna að verð í Hrísalundi eru hagstæðari en hjá Hag- kaup. Sennilega er ástæðan sá hugsunarháttur, sem greinar- höfundur hefur tamið sér, þrátt fyrir falleg orð hans um minningu þeirra manna, sem komu saman í Þingeyjarsýslu fyrir um einni öld. ■ Skagfirðingabúð, hið nýja vöruhús K.S. á Sauðárkróki. ■ Á bókasafni - |M1 m '1 || % 'vkm Wklð&irm A , | •' Æœs . ' * wmi ti? 4- M fá löggildingu. Þau skilyrði eru þannig að menn sem taka eins árs nám j bókasafnsfræði við Háskóla íslands sem hluta af háskólanámi sínu geta ekki fengið löggildingu, en eins árs háskólanám í bókasafnsfræði við erlenda skóla er hins vegar viðurkennt. Hið hlálega við frumvarpið er að færasta bókasafnsfræð- ingi þjóðarinnar verður óheim- ilt að kalla sig bókasafnsfræð- ing og starfa sem slíkur hér á landi verði frumvárpið að lögum. Sá sem hér um ræðir er Ólafur Pálmason mag.art., forstöðumaður Bókasafns Seðlabanka íslands og fyrrver- andi deildarstjóri Þjóðdeildar í Landsbókasafni. Hann hefur auk meistaraprófs í íslenskum fræðum lokið eins árs námi í bókasafnsfræði við Háskóla ís- lands og hefur unnið bóka- safnsfræðistörf í tvo áratugi. Jafnframt sinnti hann um ára- bil háskólakennslu í bóka- safnsfræði. Með því að frumvarpið verði að lögum er úrvalsmanninum í greininni útskúfað. Og þykir það í meira lagi undarlegt. Vart er það ætlunin með því að lögvernda starfsheitið og starfsvettvanginn að útiloka færasta manninn. Nema til- gangurinn sé sá að tryggja að þeir sem ráða til sín löggiltan bókasafnsfræðing geti verið al- veg öruggir um að þeir hafa ekki ráðið besta manninn. Er það þetta sem að baki býr? Hvern er verið að hafa að fífli? Ætlar alþingi að láta slíkt frumvarp verða að lögum? Steingrímur Jónsson Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminnh.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson , Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 25 kr. Áskrift 250 kr. Setning óg umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent hf. Niðurgreiðslurnar Þjóðartekjurnar ■ f>að gildir um ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar, eins og reyndar um alla fyrirrennara hennar, að hún sætir verulegri gagnrýni, þótt menn viður- kenni, að hún hafi náð góðum árangri í baráttuni við verðbólguna. Sá árangur er vissulega ekki lítill, þegar þess er gætt að verðbólgan er nú innan við 20%, en stefndi í 130%, þegar stjórnin kom til valda. í kjölfar þessa hafa vextir lækkað um helming, sem er mikilvæg kjarabót mörgum til handa. Gengi krónunnar hefur haldizt nokkurn veginn óbreytt um margra mánaða skeið. Dregið hefur verulega úr hallanum á viðskiptum við útlönd. Atvinnan virðist næg, sem er öfugt við það, sem gerist í næstu nágrannalöndum okkar, þar sem leiftursóknarstefnu í peningamálum er fylgt. Þetta eru björtu hliðarnar á þeim árangri , sem náðst hefur. Pað væri rangt, ef ekki væri minnzt á neinar dökkar hliðar. Það hefur orðið að viðhalda þeirri kjaraskerðingu, sem orðin var, þegar stjórnin kom til valda. Þetta hefur bitnað þyngst á þeim, sem hafa lægstu launin og þyngstan framfærslukostnað. Nokk- uð hefur verið reynt að bæta úr þessu með félags- legum aðgerðum, en hvergi nærri fullnægjandi. Frá þessu sjónarmiði sæta sumar síðustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnrýni og er þar fyrst að nefna lækkun niðurborgana á landbúnaðarvörum. Samtök bænda hafa mótmælt þessu og samtök launþega munu gera það einnig. Eins og komið er í ljós, eykur þetta verðbólguna og öll aukning verðbólgunnar hefur þann fygifisk, að hún hefur tilhneigingu til að margfaldast. Ríkisstjórnin hefur sér það til afsökunar, að það hafi verið aðilar vinnumarkaðarins, sem bentu á þetta sem leið til fjáröflunar, sem notuð yrði til barnabóta og sem aðstoð við þá, sem lakast eru settir. Þannig nýttist þetta fé betur til félagslegrar leiðréttingar. Þótt nokkuð sé til í þessu, mátti ekki láta sér sjást yfir það, að þetta eykur verðbólguna. Nú ríður á að ekkert sé látið ógert til að halda verðbólgunni í skefjum, jafnhliða því sem hugað er að bættum kjörum þeirra, sem verst eru settir. Þetta eru frumskilyrði til að örva og auka atvinnulífð. Hagskýrslur sýna, að þjóðart'ekjur hafa dregizt saman um 12% á þremur árum. Þetta skýrir þá kjaraskerðingu, sem orðið hefur, jafnframt því, sem dregið hefur úr erlendum lántökum, sem hafa skapað falska kaupgetu. Ef þjóðartekjur yrðu áætlaðar hinar sömu 1984 og 1982 myndu tekjur ríkissjóðs á árinu verða um 3500 milljónum króna meiri en unnt er að áætla þær nú. Þetta skýrir það hversu mikið áfall rýrnum þjóðartekn- anna hefur orðið ríkissjóði. Á þeim grundvelli, sem verið er að skapa atvinnu- vegunum með hjöðnun verðbólgunnar, ættu þjóðar- tekjurnar að geta aukizt hratt að nýju, m.a. með eflingu nýrra atvinnugreina. Þetta er eina örugga leiðin til að gera atvinnuveg- unum fært að rísa undir hærri launagreiðslum. Allar svokallaðar kjarabætur, sem ekki byggjast á auknum þj óðartekj um, eru falskar og renna strax út í sandinn. 1

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.