NT - 29.06.1984, Blaðsíða 1
1. tölublad
l.árgangur
Föstudagur
29. júní 1984
Límtré í Hreppum • Harðfiskur á Stokkseyri • Myntfalsariá
Eyrarbakka • Tölvuvættfjós • Guð og Vestmannaeyingar
• Sumarhús á Hellu og í Vík • Wallstreet • Ogfleira
Harðarson
■ Ósköp er maöur lítill... NT í fjósi Garðars bónda í Hólmi
Ferðasagan
■ Undir Eyjafjöllum gátu ferðalangar NT skolað af sér rykið í Seljavallalaug sem stendur
upp undir Eyjafjallajökli, drjúgan spöl frá innsta vegaslóða. Laug þessi var byggð af
Ungmennafélaginu Eyfellingi á þriðja áratugnum og er einn vcggur hennar bergið í
fjallshlíðinni. Leiðin aö lauginni liggur um skemmtilegt einstigi, í hlíðinni. 1 samtali við blaðið
benti formaður Ungmennafélagsins Eyfellings okkur þó á að stígurinn væri varasamur og nmn
öruggara að fara neðan hlíðarinnar. Þá upplýsti hann að nú stæðu fyrir dyrum endurbætur á
búnings og snyrtiaðstöðu við laugina sem verið hcfur í ólestri vegna skemmdarverka. Jafnhliða
stendur til að koma á föstum opnunartíma við laugina sem ekki hefur verið til þessa og halda
umferð frá lauginni þess utan.
Vatn í Seljavallalaug kemur frá heitum uppsprettum undir Eyjafjallajökli og er veitt í pípum
smá spöl í laugina.
Það var súld og þoka og ritstjórinn skipaði
okkur Ara að taka ekki minna en tveggja
daga ferð um Suðurland og skrifa svo gott
Suðurlandsblað fyrir okkar guðdómlega NT
á þremur dögum. Á þremur dögum, 8 eða 10
síður, ga, ga ég fríka út.
■ Létt af sér undir Eyjafjöllum. NT-myndir: ah
Jæja bílaleigubíllinn brunaði
yfir heiðina seinni part dags-
ins og við renndum í hlaö á
fyrsta áfangastaðnum, Eyrar-
fiski á Stokkseyri. Litlu
„kósí“ fiskvinnslufyrirtæki
þar sem blaðamenn fengu að
japla í sig ljúffengan
harðfisk. Namm, namm. Og
áfram var haldið. Rétt litið
inn á Selfoss þar sem okkur
var sagt af ungum bænda-
hjónum úr Reykjavík sem
eru að hefja alvörubúskap í
Flóanum. Við þangað, en þá
var auðvitað enginn heima
nema einn heimalningur sem
að sjálfsögðu gaf kost á
viðtali, - eða þannig. Þá var
ekkert annað að gera en að
koma sér á áætlaðan gististað
uppi í Tungum. Útséð um að
eitthvað fleira reki á fjörur
okkar í ðag.
Og þó, þarna er Skeiða-
laug og ekkert væri eins
hressilegt og smá busl og af-
slöppun í hcita pottinum. Og
þarna mega sundlaugar ekki
teljast eins merkilegar og
iðnfyrirtæki og þessháttar.
Laugin var nú reyndar lokuð
svo við ætluðum nú bara að
halda áfram... En rekstrar-
nefnd laugarinnar sem ein-
mitt sat á fundi þegar við
komum kenndi í brjósti um
þessa umkomulausu stráka
sem komnir voru alla leið að
sunnan. Þeim þótti því ekk-
ert sjálfsagðara en að skella
sér í laugina með okkur enda
veðrið með betra móti.
Þarna var líka gufubað en
um það allt getiði lesið inni í
blaðinu.
Morguninn eftir vökn-
uðum við hetjurnar snemma
að blaðamannavísu. (Allt
fyrir hádegi heitir reyndar
snemma hjá nátthröfnum
eins og'blaðamönnum en í
þetta skiptið var það klukkan
7.30). Þá var það Límtréð á
Flúðum sem er mikið hita-
og hjartansmál flestra í upp-
sveitunum. Þar gátum við
svo dólað um og þvælst fyrir
vinnandi fólki fram að há-
degi, samviskulaust enda
blaðamenn þekktir fyrir flest
annað en að hafa slíkt í
fórum sínum. En þetta var
semsagt ágætisverksmiðja og
á eftir fórum við í búðina hjá
Geira á Grund sem okkur til
sárra vonbrigða átti engar
samlokur. Þá var ekki um
annað að gera en að lifa á
kexi og frönskum kartöflum.
Með smá stoppi niðrá Murn-
eyrum þar sem frumraun
Límtrésins gnæfir við himin
var stefnan tekin á Hellu.
Mikil ósköp, - allt á mal biki,
frá Murneyrum og austur
alla Rangárvallasýslu. Hvað
er eiginlega orðið af íslensk-
um sveitavegum, dreifbýl-
inu og menningunni?
Ferðaiðnaðarverslunar-
fyrirtækið á Hellu tók góða
stund enda vel þess virði og
næsta fórnarlamb var Vík í
Mýrdal þar sem þessi gamli
samvinnupóstur ætlaði að
heilsa uppá kaupfélagið fyrir
framlag þess til ferðamála.
Á leiðinni hittum við reyndar
heilt stóð gæðinga og eld-
hressa knapa. NT lætur sig
hvergi vanta.
Víkmýrin skartaði sínu
fegursta eins og hennar var
von og vísa en gangur sólar
og himintungla takmarkaði
þann tíma sem blaðasnápar
gátu eytt i að gleðja eigin
augu. (Þó nú væri, konmir á
næturtaxtann). Áætlunin var
náttúrulega að heimsækja
fjósið í Landeyjum á mjalta-
tíma en til þess urðum við
alltof seinir. Okkur til bölv-
unar er það liðinn tíð, með
þeirri tækni sem Garðar
bóndi hefur tileinkað sér, að
bændur gaufi í fjósinu fram
eftir öllu kvöldi.
Jæja nú leið að heimferð.
Verst að við höfðum eytt
síðustu krónunum í grillskál-
anum á Vík og bíllinn að
verða bensínlaus. En blaða-
menn hafa ráð undir rifi
hverju. Eins og hrægammar
var lagst á gamlan bekkjar-
félaga undir Fljótshlíðinni og
höfð af honum aleigan þá
stundina, - sem ótímabundið
lán, - vaxtalaust. Og þá var
það Reykjavíkin, glæsikerra
bílaleigunnar sem vafalaust
nær sér aldrei eftir túrinn
renndi inn Síðumúlann
klukkan 00:30 að staðartíma.
Örþreyttir blaðamenn, sem
síðan hafa setið með sveittan
skalla við að rifja upp hvað
þessi og hinn sagði, lölluðu til
síns heima. En hér hafiði
það hvernig þessi guðdóm-
lega ábót NT spratt full-
sköpuð út úr prentsmiðju-
skrjóð Blaðaprents eftir harðar
hríðir.