NT - 29.06.1984, Blaðsíða 11

NT - 29.06.1984, Blaðsíða 11
■ Kristinn Jónsson tilraunastjóri í kornakri á búi sínu að Sámsstöðum. Mynd: Þorsteinn Tómasson Kornræktin austan fja/ls í örum vexti — til búdrýginda í veðursælustu héruðum segir tilraunastjórinn á Sámsstöðum, ■ „Kornræktin hefur aukist, einkanlega í Austur Landeyjum og svo í Þykkvabæ og eitthvað í Land- broti og með Eyjafjöllum. Það hefur verið einhver fjölgun og margir hafa stækkað hjá sér. I fyrra skaut ég á að það væru um 30 sem ræktuðu korn en nú eru þeir áreiðanlega mili 30 og 40,“ sagði Kristinn Jónsson tilrauna- stjóri á Sámsstöðum í samtali við NT. Kornið sagði hann notað til fóðurs, sumt í fóðurverksmiðjurnar en aðrir verka það í súr. Markmiðið með framleiðslunni sagði Kristinn vera að auka heimafengið fóður og gera það fjölbreyttara. Nú og á seinni árum hefur komið fram aukin eftirspurn eftir hálmi, sagði hann ennfremur. Það eru svepparæktendur sem þurfa hálminn við ræktunina og það drýgir tekjurnar af þessu. Einstaka maður hefur notað hann til fóðurs og niðri í Þykkvabæ hófu þeir kornrækt til þess að hvíla jarðveginn frá kartöflurækt- inni ogbinda jarðveginn með rotnuð- um hálmleifum. Þá sagði Kristinn það álit margra sem nærri þessu hefðu komið að kornræktin geti fallið vel að almennum búrekstri og geti verið til búdrýginda í veðursælustu héröðum landsins. „Á þessum síðustu og verstu tímum heitir það í veðursæl- ustuhéruðumen sjálfsagt hefur mátt rækta hann eitthvað vícar áárum áður þegar hlýrra var.“ Korn hefur nú verið ræktað í landinu frá 1923 að Klemens Kr. Kristjánsson hóf hana í Reykjavík og hélt síðan áfram á Sámsstöðum eftir að tilraunastöðin var stofnuð 1927. Af annarri starfsemi á Sámsstöðum sagði Kristinn helst að telja tilraunir með áburð, jarðvinnslu og grasfræ. Um sumartímann vinna á búinu mest 6 menn en ekki nema þrír yfir vetur- inn. „Við erum liðfáir hér“, sagði Kristinn Jónsson bústjóri, en eins og vænta má er í mörgu að snúast í jafn viðamikilli tilraunastarfsemi. ÞÚÞARFTEKKI „SUÐUR“ TIL ÁÐ GANQAFRA TRYGGING AMALUNUM... ...OKKAR MAÐUR ER í NÁGRENNINU! Við hjá Samvinnutryggingum höfum lagt allt kapp á að koma til móts við sanngjarnar óskir fólks úti á landsbyggðinni um skipulega og góða þjónustu í tryggingamálum. Nú er svo komið að umboðsmenn okkar eru staðsettir á tæplega 70 stöðum á landinu, stórum og smáum. Því er alls ekki ósennilegt að einn þeirra sé í næsta nágrenni við þig. Leitaðu til okkar manns með þín trygginga- mál og fáðu upplýsingar og bæklinga um alla tryggingavalkosti Samvinnutrygginga. Það er fyrsta skrefið í átt að bættu öryggi. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 SÍMI81411 UMBOÐSMENN UM LANDALLT '«i •m'W'm'WW- m ’iiT’iF'irrnr^írnjniTffir' Félagsheimili Siúkrahús Stiðurlands Grunnskóli Iðngarðar Selfoss „Þjónusta í þjóðbraut“ „Iðnaðarbær á uppleið“ „Staðurinn fyrir þig og þitt fyrirtæki“ Vti- og inni-sundlaug Verknámshús Fjölbrautaskólans Dagvistun harna íbúðir uldraðra

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.