NT - 29.06.1984, Blaðsíða 9

NT - 29.06.1984, Blaðsíða 9
Föstudagur 29. júní 1984 8 mjög mikil og allt þarf að vera á fullu. Yfir háveturinn er svo öll framleiðsla svo í lágmarki og í desember og janúar unn- um við hér við frágang á húsinu. Þetta fylgir alveg sveiflum í byggingariðnaðin- um og það hefur reynst mjög erfitt að fá menn til að gera langtímasamninga“. Það er framkvæmdastjóri verksmiðj- unnar, Guðmundur Ósvaldsson sem hefur orðið. „A síðasta ári var framleiðslan 30% meiri en áætiað hafði verið og fram- leiðslan í júnímánuði í ár mun svara allt að 20% af ársfram- leiðslunni", segir Guðmundur en lengra fær NT ekki að komast inn í leyndarmál Lím- trésins, hvað snertir fram- leiðslumagn. „Okkur langar mikið í stækkun, það er bygg- ingu á geymslu svo framleiða megi lager yfir veturinn en það er ekkert á döfinni strax. Við erum að koma lagi á okkar fjármál ennþá. En verksmiðj- an er síst of stór, þó að hún sé stór.“ Yfir sumartímann hefur ver- ið unnið á tvískiptum vöktum frá 8 til 4 og 4 til 12 þannig að verksmiðjan er í gangi 16 tíma á sólarhring. Auk þess er fram- leiðsla alla laugardaga yfir sumartímann. „Þetta getur gengið vel með því að hér vinni skólafólk yfir sumarið og fjárbændur yfir vet- urinn, auk fastra starfsmanna. Það er einhvern veginn þannig sem ég hugsa þetta," segir Guðmundur. „Síðasta vetur voru hér þrír bændur sem hættu svo allir fyrir sauðburð. Margir þeir sem við verksmiðj- una vinna eiga langan veg til vinnu sinnar en hafa þá sam- vinnu í ferðum. Flestir halda þó heim kvölds og morgna þó einhverjir hafi tekið sér ból- festu að Flúðum og vafalaust á verksmiðjan eftir að verða hverfinu þar mikil lyftistöng í komandi framtíð. ■ Séð yfir verksmiðjuna. í forgrunni eru nýunnar burðarsperrur íþróttahúss sem Húsvíkingar ætla að byggja. Við sperrurnar stendur framkvæmdastjórinn GuðinundurÓsvaldsson en til glöggvunar skal tekið fram á að myndin er tekin í kaffitíma og því rólegt yfir að líta. Innst til hægri í salnum er límtréspressan þar sem borðunum er raðað inn, lím borið á, hita hleypt á og pressað. Iðnaðartilraun í dreifbýlinu: lirntré lengst uppi í sveit — eftirspurnin mun meiri en ráð var fyrir gert ■ Meðan eyðing landsbyggðarinnar og óáran í íslenskum landbúnaði eru með vinsælustu umræðuefnum landsins berast inn á borð hjá NT fréttir af landsbyggðamönnum sem snúa vörn í sókn og leggja sitt af mörkum til þess að atvinna og byggð haldist í landinu (gömul tugga). Að Flúðum í Hrunamannahreppi reis á síðastliðnu ári Límtrésverksmiðja fjögurra hreppa og fjölda einstaklinga í nágrenninu og hefur nú starfað í eitt ár. Verksmiðj- an sem er sú fyrsta sinnar tegundar í landinu hefur þegar lofað góðu. Við Límtréð vinna nú hátt á þriðja tug manna og eru flestir þeirra búsettir í uppsveitunum. Það er allt á fullu í Límtrénu þegar NT menn ber að garði snemma morguns. Fram- kvæmdastjórinn ókominn sunnan úr Reykjavík en fram- leiðslustjórinn og verkstjórar á staðnum leysa greiðlega úr öllum okkar spurningum. Verksmiðjuhúsnæðið er ægi- stór skemma, að mestu opin í einum 2500 fermetra sal. Þar ægir saman stórum vélknúnum heflum, sögum, pressum fyrir líminguna, fræsurum og mörgu fleiru. Þessa dagana var verið að líma upp bogadregnar sperrur í væntanlegt íþróttahús Húsvíkinga. Við vinnu voru þegar NT mætti á staðinn eitthvað um tylft manna en alls vinna 23 í verksmiðjunni sjálfri á tví- skiptum vöktum. Þá hefur Límtréð á sínum snærum vöru- bílstjóra í ferðum með timbur að og frá verksmiðjunni og 8 menn að austan sem vinna í Reykjavík og víðar við upp- setningu á límtréssperrum. Obbinn af starfskrafti verk- smiðjunnar er að sjálfsögðu upprunninn í uppsveitunum. Hlutabréf á hverjum bæ Eigendur Límtrésins eru að helmingi hreppsfélög fjögurra hreppa: Skeiða,- Gnúpverja,- Hrunamanna- og Biskups- tungnahrepps. Hinn helming- urinn er svo í eigu einstaklinga og eru hluthafarnir talsvert á þriðja hundrað, langflestir bú- settir í uppsveitunum fjórum. Eftir heimildum blaðsins lætur nærri að hlutabréf megi þar finna á hverju heimili. Eignaraðild sveitarfélag- anna er þannig varið að hvert þeirra á hlut í réttu hlutfalli við höfðatölu íbúa. Þó varákveðið strax í upphafi að það sveitar- félag sem hreppti staðsetningu verksmiðjunnar borgaði tvö- falt hlutafé á hvern íbúa miðað við það sem er í hinum sveitun- um. Arður þess sveitarfélags er svo helmingi minni á hvert hlutabréf heldur en af bréfum annarra. Þarna er tekið inn í dæmið að sveitarfélaginu sem hefur verksmiðjuna hlotnast ómældar óbeinar tekjur með vaxandi byggð og hliðarstarf- semi. Sveitarsjóðstekjur af verksmiðjunni sjálfri, fast- eigna og aðstöðugjöld renna aftur á móti til allra hreppanna í hlutfalli við íbúafjölda. Við staðarval komu einkum tveir staðir til greina, Laugarás í Biskupstungum og Flúðir í Hrunamannahreppi. Á báðum þessum stöðum er nokkur byggðakjarni og nægur jarð- hiti. Óháð nefnd var fengin til að skera úr í málinu og varð þá sá síðarnefndi fyrir valinu. Framleiðslan fram úr áætlun „Markaðurinn er meiri en áætlað var og reksturinn hefur gengið eftir áætlun. Höfuð- vandinn er sveiflan í fram- leiðslunni en meðan við höfum enga vörugeymslu þýðir þetta að sumarframleiðslan verður Ekkihræddirviðsam- keppni! „Ef að því kæmi að önnur límtrésverksmiðja kæmi inn á markaðinn þá væri þessi búin að vinna sér sess. Svo er líka mjög rúmt um okkur hérna, sveitarfélagið gaf eftir gatna- gerðar- og lóðagjöld. Það ger- ist heldur ekki bara svona einn tveir og þrír að annað svona fyrirtæki spretti upp. Yfirleitt held ég að það sé ekki pláss fyrir tvö svona fyrirtæki á markaðinum", segir framkvæmdastjórinn og kveðst ekki óttast samkeppnis- aðila þrátt fyrir háan flutnings- kostnað hjá verksmiðjunni sem staðsett er um 100 kíló- metrum utan Reykjavíkur. Allir aðdrættir fara fram á flutninga- bíl fyrirtækisins sem er í stöðugum ferðum milli Flúða og Reykjavíkur. Frá Reykja- vík er svo framleiðslan í mörg- um tilvikum flutt með skipum út á land. En staða fyrirtækisins í dag. Eins og fyrr segir hefur reksturinn gengið eftir áætlun strax á fyrstu misserum en fjármögnun er alls ekki lokið. Verksmiðjan var byggð á ein- um mestu verðbólgutímum sögunnar, 1982 til ‘83. Hluta- féð brann því að miklu leyti í verðbólgubálinu og er enn ver- ið að selja hlutabréf. Límtrésverksmiðjan er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og enn sem -komið er nánast sú eina. Þó hafa minni fyrirtæki framleitt límtrésbita en ekki eins stóra. Einhver innflutningur er á límtré en hann hefur eðlilega stórminnk- að eftir að Límtré hf. tók til starfa. Heflað, sagað oglímt Límtré, hvað er límtré? Ein- hver trjátegund, skyld lerki eða birki? Eða hvað? ■ Það er talið gæfumerki að ganga undir skeifu,- hvað þá svona stóra skeifu. Frumburður Límtrésverksmiðjunnar varð til á kvenréttindadaginn í fyrrasumar og var sett upp í hliði skeiðvall- arins á Murneyrum. Gjöf verksmiðjunnar til hestamanna í uppsveitunum. ABOT ■ í fyrstu áttu Guðmundur og aðrir þeir sem fyrir stofnun Límtrésverksmiðjunnar stóðu við nokkurt andstreymí að stríða en nú heyrast þær svartsýnisraddir ekki lengur. Guðfaðir límtrésins — NT ræðir við Guðmund Magnússon ■ „Svartsýnisröddum fer fækkandi, það voru einhverjar fyrst en heyrast varla lengur," segir Guðmundur Magnússon trésmiður og verkstjóri í Lím- trénu og manna í milli kallaður guðfaðir verksmiðjunnar. Ó- þreytandi áhugi hans á Lím- trénu gerði það að lokum að verkum að í framkvæmdir var ráðist, þó margir hafi verið þeim andsnúnir í fyrstu. „Ég vil nú ekki meina það“, segir þessi hægláti sveitamaður þegar NT ber þetta virðulega viðurnefni undir hann. „Oooo það þýðir ekkert fyrir hann að þræta fyrir það“, grípur nafni hans Ósvaldsson frarn- kvæmdastjóri frammí fyrir honum og hlær. Og aðrir taka í sama streng þannig að frekari mótmælum er ekki hreyft. Það kemur líka upp á yfirborðið þegar við biðjum Guðmund að segja okkur frá tilurð Límtrés- ins, að hann hefur ekki verið áhrifalaus um að í þessa fram- kvæmd var ráðist. Guðmundur hefur verið búsettur á Flúðum um langt árabil og starfað við smíðar, er auk þess upprunninn úr hreppnum. Tildrög þess að ráðist var í verksmiðjubygg- ingu var fyrst og fremst að atvinnuástand sveitanna var orðið mjög bagalegt. Þá strax haföi Guðmundur haft límtréð sem áhugamál í áratug eða meira, kynnst efninu við vinnu sína hér heima og skoðað lím- trésverksmiðjur á ferðalögum erlendis. „Tekjur sveitarfélagsins minnkuðu á þessum árum og aldursdreifingin var alls ekki góð. Yfir 12% íbúanna voru yfir 67 ára aldri og ég get bara nefnt sem dæmi að þegar þessi tala var komin yfir 4% i Reykja vík þótti sem landsbyggðin væri að níða niður Reykjavík." Það er Guðmundur sem hefur orðið. „Þá voru í gangi um- ræður milli hreppanna að koma á fót iðnfyrirtæki sem hentað gæti hreppunum til rekstrar í sameiningu þó það væri alltof stórt fyrir hvert eitt þeirra. Það varð svo úr að ráðist var í Límtrésverksmiðju enda hafði ég og nokkrir aðrir hér í sveitunum haft mikinn áhuga á slíkum rekstri." í fyrstu stóðu að þessum viðræðum Gnúpverjar, Hrunamenn og Skeiða, enda hefur lengi verið náið samstarf milli þessara aðila um skóla- mál. Tungnamenn komu sfðar inn í dæmið. Eftir að ákvörðun um stofn- un verksmiðjunnar var tekin voru keypt tæki af verksmiðju í Danmörku sem var í þann veginn að fara á hausinn. Hlutafélagið sendi síðan 8 menn út, þar á meðal Guðm- und til þess að taka hana niður og koma heim. Húsið var svo byggt upp á nokkrum dögum og notað til- þess innflutt límtré. Grafið var fyrir grunni í septembermán- uði 1982 og fyrsta límtrésverk- ið var fullklárað 19. júní árið eftir. Það var skeifa sem fyrir- tækið gaf til skeiðvallarins á Murneyrum og myndar þar stóra hliðumgjörð sem fær er stærstu vöruflutningabílum. Þá gekk mikið á, segir Guð- mundur, að koma skeiftinni upp áður en hestamannamótið hæfist, en það tókst. Öll uppbygging verksmiðj- unnar var llka afskaplega hröð. Sem dæmi nefnir Quðmundur að þak byggingarinnr sem er nálægt 3000 fermetrar var sett á af 17 mönnum á tveimur dögum. Og geri aðrir betur. NT kveður þennan guðföður stóriðnaðar í uppsveitunum, og þó Guðmundi sé ekki meira en svo um viðurneínið gefið, vonurn við að hann fyrirgefi okkur í þetta sinn. Föstudagur 29. júní 1984 9 Nei límtré er gert úr ósköp venjulegu greni sem flutt er upp að Flúðum í borðum og plönkum. Þar er byrjað á því að setja staflann í þurrkklefa sem hitaðir eru upp með jarð- hita en af honum er gnægð á staðnum, Eftir nokkurn tíma þar inni er timbrinu staflað upp inni í verksmiðjunni þar sem það samlagast hita og rakastiginu. Inni er rakatæki sem heldur jöfnum 60% raka allan sólarhringinn og því gætir ekki þess þurra sagmettaða lofts sem annars er á trésmíða- verkstæðum. Endi borðanna er svo tennt- ur með svokölluðum fingra- fræsara og borið lím á endann. Spýtunni er svo rennt inn í pressu sem límir borðendann við næsta borð og þannig er skeytt saman þangað til komið er allt að 30 metra langur planki. Yfirleitt eru þeir þó ekki hafðir lengri en 16 til 20 metra langir. Þegar komið er nokkurt safn planka af sömu lengd eru þeir límdir saman. Sé um að ræða beinar sperrur eru plankarnir límdir saman í stórri vökvaknúinni pressu. Ef pöntunin hljóðar aftur á móti upp á bogadregnar sperrur, eru borðin límd saman og beygð á búkkum sem skorðað- ir eru í brautir í gólfinu og pressuð saman með loftorku. Við límingu, er hleypt 60 gráðu hita á timbrið í allt að 12 tíma. Með þessu móti má líma hvert ofan á annað allt að 70 borð, sem gerir bita á þriðja metra þykkan. Að þessu loknu eru bitarnir svo heflaðir og sagaðir til eftir kúnstarinnar reglum, pakkað inn í plast og sendir í burt. Hver notar límtré? „í þriðja eða fjórða hverju einbýlishúsi sem byggt er kem- ur límtrésbiti einhversstaðar“, sagði Óðinn Sigurgeirsson framleiðslustjóri. „En fyrst og fremst er þetta notað í burðar- virki í stærri hús og í bita sem ekki er hægt að ná út úr einu tré. Eftir því sem breiddin eða hafið á húsinu er meira þeim mun hagstæðara er að nota límtréð. Höfuðkosturinn er hvað það er létt.“ Það hljómar kannski undar- lega en óðinn og starfsfélagi hans Reynir Guðmundsson sannfærðu NT menn um að límtrésbitar þola eldsvoða mun betur heldur en stál eða strengjasteypubitar. Á þeim tíma sem stálbitarnir eru bráðnaðir og járnið í steyptu bitunum orðið ónýtt af hitan- um hefur límtréð aðeins sviðn- að niður. Ef marka má auglýs- ingabæklinga frá límtrésverk- smiðjum erlendis þá eru þess dæmi að hús hafi brunnið til kaldra kola og ekkert staðið eftir nema límtréð. Það var þá hægur vandi að klæða sperr- urnar að nýju og sjá bara tii þess að límtréð sæist ekki því eðlilega var ysta borð bitanna svart og sviðið Gæðaeftirlit með fram- > leiðslu li'mtrésins er að sögn i framkvæmdastjórans mjög öflugt. Sýni eru tekin innan verksmiðjunnar mörgum sinn- um á dag og prófuð í þar til gerðum tækjum. Viðmiðunin er að standast kröfur Norræna Límtrésráðsins. Þess utan er Iðntæknistofnun óháður eftir- litsaðili með framleiðslunni. Og eftir fræsinguna er borið lím á fingurna og borðum síðan skeytt saman. veit það ekki“, sagði Birgir að lokum. A'.fíí-íikS ■ „Það er ekkert að gera í múrverki hérna þannig að ég fór í þetta og er búinn að vera í þrjár vikur. Það er verst að vera alltaf inni en annars er þetta ekki svo slæmt. Kaupið er þokkalegt enda 28.6% vakta- álag á 40 tímana en fastakaup- ið er annars 83 á tímann fyrir þá sem eru að byrja. Það er aðeins yfirborgun fram yfir taxta og svo er líka mikil aukavinna hérna.“ Það er Birgir Örn Birgisson múrari sem hefurorðið. Hannersjálf- ur upprunninn af höfuðborgar- svæðinu en kona hans ofan úr Gnúpverjahreppi þar sem þau hjónin búa nú. Fyrir hann er 25 kílómetra leið í vinnuna en í ferðamálum hefur hann sam- starf við sveitunga sem einnig vinnur í Límtrénu. „Ætli ég verði ekki hérna eitthvað frameftir, en það gæti þó breyst ef ég fengi einhverja vinnu í Gnúpverjahreppi, ég — ■ Það var ekkcrt að gera múrverki, sagði Birgir sem hér sést á fullu við að hífa til burðarbita í íþróttahöll Hús- víkinga. ■ Björn Ingimarsson eða Bubbi á Reykjavöllum eins og hann er oftast kallaður rennir þarna einni fjölinni í fingrafræsarann. Enn er þess að geta að verk- smiðjan er í samvinnu við tvær danskar límtrésverksmiðjur enda keypt þaðan eins og fram kemur í viðtalinu við Guð- mund Magnússon hér á síð- unni. Gæðaeftirlit með fram- leiðslu límtrésins er að sögn framkvæmdastjórans mjög öflugt. Sýni eru tekin innan verksmiðjunnar mörgum sinn- um á dag og prófuð í þar til gerðum tækjum. Viðmiðunin er að standast kröfur Norræna Límtrésráðsins. Þess utan er Iðntæknistofnun óháður eftir- litsaðili með framleiðslunni. Enn er þess að geta að verk- smiðjan er í samvinnu við tvær danskar límtrésverksmiðjur enda keypt þaðan eins og fram kemur í viðtalinu við Guð- mund Magnússon hér á síð- unni. Þá er ennfremur náið samband við danskt ráðgjafa- fyrirtæki. ■ „Blýantsnagaramir" í Límtrénu, Reynir Guðmundsson starfs- maður á skrifstofunni til vinstri og Oðinn Sigurgeirsson fram- leiðslustjóri til hægri. Bakvið þá má sjá límtrésbitann sem ber límtrésverksmiðjuna uppi. Vinnuandinn er góður — rætt við Guðmund Sigurðsson ÁBÓT Gefur ein- hvern pening — segir Haraldur Sveinsson bóndi ■ „Þetta gefur emhvern pen- ing og það gefur líka öll vinna utan búskaparins og veitir ekki af meðan rollubúskapurinn er eins og í dag. Á þeim tíma þegar veðrin eru livað verst er þetta ágætt en að fara úr bú- skapnum og alveg hérna inn yrðu mikil vonbrigði. Ég gæfi ekki mikið fyrir það“, segir Haraldur Sveinsson bóndi á Hrafnkelsstöðum en um tveggja mánaða skeið í haust eftir sláturtíð vann hann í Límtrésverksmiðjunni. „Ég hef alltaf verið að segja honum síðan að hætta með þessar rollur og koma alveg hingað", skýtur framkvæmdastjórinn inní. „Þetta er einn besti starfs- kraftur sem við höfum haft og ómögulegt að láta hann hanga yfir rollunum". „Það veitir ekki af því að hafa Límtréð fyrir jól og svo erum við hjónin í tamningum eftir jól, allt til þess að geta lifað af rollubúskapnum. Og þessi vinna er ágæt svona að haustinu áður en fe er sett á hús en ekki þegar komið er fram á vetur og allra síst um sauðburð, þá kemur þetta ekki til greina", segir Haraldur að lokum og er rokinn enda nóg að gera í búskapnum. Hafði bara átt leið þarna um og einhver smá erindi við Guð- mundana tvo inni á koníór Límtrésins. ■ Og samtaka nú. Ytra borð sperrunnar sagað til með stærstu sög landsins sinnar gerðar. Með þessu eru misfellur vegna borðendanna teknar af. nt myndir Ari ■ Haraldur bondi a Hrafn- kelsstöðum: Límtré fyrir jól og tamningar eftir jól, allt til að geta lifað af rollubúskapnum. trenu í september síðastliðn um. ■ Meðan vinnan er svona mikil ætlar hann að vera áfram í Límtrénu, enda vinnuandinn ágætur, segir Guðmundur og hallar sér fram á kústinn. ■ „Meðan það er svona mik- ið að gera þá býst ég við að vera hérna áfram. Vinnuand- inn er nokkuð góður, en þegar fyrirtæki eru ný tekur alltaf dáldinn tíma fyrir mannskap- inn að ná sér saman. Kaupið er líka gott miðað við það sem annars er á vinnumarkaðinum núna.“ Þetta er Guðmundur Sigurðsson, Breiðási í Hreppum, einn verkamanna í Límtrénu sem NT ræddi við. Guðmundur hefur átt heima í Hreppum um nokkurra ára skeið en bjó áður á höfuðborg- arsvæðinu þar sem hann vann í byggingavörum og á steypu- stöð og hefur því samanburð- inn af öðrum fyrirtækjum þeg- ar rætt er um Límtréð. Síðustu ár hefur Guðmundur unnið hjá verktakafyrirtækinu Vörðufell en byrjaði hjá Lím- Verst að vera alltaf inni — NT ræðir við Birgir Örn Birgisson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.