NT - 29.06.1984, Blaðsíða 10

NT - 29.06.1984, Blaðsíða 10
Föstudagur 29. júní 1984 10 ■ Það er ekkert bogur í fjósi nútímans þar sem bóndinn notar sömu tækni og bifvélavirkinn. Stendur í gryfju undir kúnni. Tækið sem Garðar heldur á er sótthreinsunartæki fyrir júgrin sem sprautað er úr eftir mjaltir. Þannig eru minnkaðar líkur á að sýking komist inn í júgrin. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum áratugum að fjósin yrðu tölvuvædd, - en nú er það veruleiki og smáfólkið fylgist grannt með þróuninni. _ NT-m,ndir ah Þaðernú svo andskoti bágt að standa í stað — segir bóndinn í Hólmi í Landeyjum sem byggir eitt tæknilegasta fjós landsins'eftir að eldri bygging reyndist ónýt vegna steypugalla ■ „Ég rissaði þctta upp á einni netavertíð í Eyjum, það var um borð í Bylgjunni VE 75“, segir bóndinn og hlær. Svo fékk ég teiknistofu til að teikna eftir því. Þá hafði ég skoðað ný fjós hér heima og seinna fór ég á landbúnaðar- sýningu í Danmörku og sótti þangað flestar hugmyndir að innréttingum og tækni“. Það er Garðar Guðmundsson bóndi í Hólmi í Landeyjum sem hefur orðið en hann er nú að Ijúka byggingu á 48 kúa fjósi sem býr yfir ýmsum þeim tækninýjungum sem óþekktar hafa verið í íslenskum land- búnaði til þessa, og ganga næst göldrum fyrir þá sem ekki hafa kynnst öðru en ósköp venju- legum gömlum fjósum með flórmokstri og fötumjöltum. Ástæða þessara fram- kvæmda eru að gamla fjósið var ónýtt fyrir aldur fram. Veggirnir höfðu verið steyptir úr vikri og hrundu niður. Nýja fjósið er 760 fermetrar og í brunabótamati metið á 6 millj- <É GUMMIV.ST Austurv. 56-58 SELFOSS Simi1626 £> Öll hjólbarðaþjónusta framkvæmd fljótt og vel. Nýir og sólaðir hjólbarðar af flestum stærðum á lager. Opið daglega 8-18.30 Alla laugardaga 10-17.00 Fullkomnar vélar Vönduð þjónusta - Vanir menn Verið velkomin GUMMÍV.ST. SELFOSSI Austurv. 56-58 Sími1626 ónir króna að slepptum tækja- búnaði. Það var tekið í notkun nú á vordögum en ennþá er ýmislegt ófrágengið, svo sem baðherbergi og skrifstofa bónda! Mjólkað á tuttugu mínútum „Frá því að kýrnar eru komnar inn á básana tekur ekki nema um 20 mínútur að mjólka þær. En það er líka annað eins og meira í frágang og undirbúning", segir Garðar. Fremst í fjósinu er mjaltaherbergi þar sem eru 12 mjaltabásar og gryfja milli þeirra sem mjaltamenn standa ofaní. Til þess að full afköst náist við mjaltir sagði Garðar að full þörf væri á tveimur mönnum en að sjálfsögðu eru mjaltir vel framkvæmanlegar afeinum. Sex kýreru mjólkað- ar í einu. Mjaltavélunum er skellt á spenana og mjólkin rennur eftir rörum og leiðslum í tankinn. Þegar júgrið er tómt dettur loftþrýstingurinn, sem heldur spenagúmmíinu á spen- anum, niður. Á sama augna- bliki eru tækin toguð upp með snúru sem hífir þau upp í hæfilega hæð þannig að engar áhyggjur þarf af þeim að hafa fyrr en þau eru sett á næstu kú. Tækni þessi hefur þekkst hér- lendis í nokkur ár. Öðru máli gegnir um sótthreinsunar- sprautuna sem líklega er í fyrsta sinn reynd í Hólmi. Eftir að mjöltum er lokið er spraut- að í spenana sóttvarnarvökva sem minnkar líkur á sýkingu í júgrinu. „Eftir því sem mér sýnist er ekki eftir einn einasti dropi“, segir Garðar um leið og hann stillir sér upp innan um allar þessar græjur að kröfu ljós- myndara. Þá má ekki gleyma fóðurgjöfinni sem er skömmt- uð blessuðum kúnum með einu handtaki þannig að þær gleyma stað og stund á meðan á mjöltum stendur. Tölva á ferð og flugi Úr mjaltaklefanum vísar Garðar okkur veginn inn í fjós sem er að sjálfsögðu autt að undanskilinni nýborinni kú með kálfi sínum. Sá litli virðist' enn meira undrandi á veröld- inni heldur en við erum af tækninýjungum heimkynna hans. Kýrin er bundin á bás með nýrri tækni sem gerir að verkum að hægt er að losa allar kýrnar af básunum með einu handtaki og síðan renna bönd- in sjálfkrafa í festingu þegar kýrin gengur aftur inn á básinn. Þessu fylgir líka að kýrin verður að ganga með ólina um hálsinn úr fjósinu til mjalta. Bása og annað röraverk smíðaði bóndinn sjálfur en þessi tækninýjung við binding- arnar er innflutt. Öllu merkari nýjungar í sjálfu fjósinu eru þó loftræstikerfi og fóðurtölva sem verður á næstu vikum fest upp og mun þá sigla á brautum milli básanna og skammta fóð- urbæti til kúnna eftir forriti sem stimplað er inn. Hólfin eru tvö og því hægt að láta þar liggja tvær tegundir fóðurs. Það er stimplað inn hversu mikið og hversu oft hver kýr á að fá af þessum fóðurtegund- um. Fari svo að rafmagn dettur út eitthvert augnablik getur tölvan siglt nokkra stund fyrir því. í henni er rafgeymir sem fer sjálfkrafa í hleðslu í hvert sinn sem vagninn er ekki á ferðinni. Loftræstikerfið sér svo um að halda hita og rakastigi stöðugu í samræmi við þær óskir sem þar eru stimplaðar inn og heldur loftinu sömuleið- is hreinu með endurnýjun, - hvorttveggja mikilvægt fyrir kýrnar og endingu hússins. Kálfafjós að danskri fyrirmynd Á leiðinni inn í kálfafjósið göngum við framhjá hlöðunni sem er nokkru eldri. Byggð 1972 en þessa dagana er verið að steypa gólfið. Hún hefur fram til þessa verið með mold- argólfi og verið notuð sem nokkurskonar aukahey- geymsla í góðum árum. 1 kálfafjósinu eru yngstu kálfarnir, - innan þriggja vikna hafðir einir sér í stíum. Með því er komið betra lagi á fæðuskömmtun til hvers og eins en annars vill það brenna við að einhverjir séu vanhaldn- ir á meðan aðrir gleypa til sín allt saman. í sama tilgangi eru svo sérstakar básagrindur hjá eldri kálfunum sem gera það að verkum að þeir sitja fastir í grindinni á meðan þeir drekka kálfadrykkinn. Þegar þeirhafa svo gleypt í sig lostætið eru þeir allir leystir úr prísundinni með einu handtaki. Garðar rakst á þessar nýjungar á land- búnaðarsýningunni í Dan- mörku og kvaðst ekki vera kunnugt um að þetta hefði verið reynt annars staðar. Við endum svo göngu okkar um fjósið með smá viðkomu í mjólkurhúsinu þar sem þvotta og hreinsigræjur fyrir vélarnar eru af nýjustu tækni. Og að síðustu skrifstofa eða skýrslu- herbergi bónda sem komið er fyrir með góðri yfirsýn yfir sjálft fjósið. Gegnt henni er svo bað og klósett en báðir þessir þættir byggingarinnar eru ófrágengnir. „Þetta er í öllum fjósum í dag, við köllum þetta skýrsluherbergi", segir Garðar og lesendum til glöggv- unar skal tekið fram að hér var ekki á ferðinni stór og for- stjóralegur kontór heldur lítið herbergi með glugga sem veit að básaröðunum. Hefur ekki hugmynd um kostnaðinn ,,‘Ég hef ekki hugmynd um það, hef aldrei reynt að taka þetta allt saman“, segir Garðar aðspurður um kostnaðinn af byggingunni. „En brunabóta- mat af henni einni eru rúmar 6 milljónir og tækin, mjaltavél- ar, fóðurtölva og loftræstikerf- ið hefur kostað rúmlega milljón. “ Fjósið að Hólmi er 760 fer- metrar og stendur við hlið gamla fjóssins sem rúmaði 34 kýr og var fremur nýmóðins fjós miðað við það sem gengur til sveita. Þar eru ristir í gólfinu og roramjaltakerfi. En veggir þess voru steyptir úr vikri sem hefur síðar hrunið niður og má heita að byggingin sé ónýt þó hún sé ekki nema 30 ára gömul. Nýja fjósið rúmar semsagt einum 14 kúm meira en það gamla og auk þess er opinn möguleiki að fjölga básunum í 60 með því að ganga á lausa- göngupláss geldneytisins. „Fyrst maður er nú að byggja þá hlýtur maður að stækka eitthvað við sig. Það er nú svo andskoti bágt að standa í stað“, segir Garðar og bætir við að þegar hann hafi byrjað á þessu heyrðist ekki orð um offramleiðslu á mjólk, á fram- leiðslusvæðinu sem nær yfir allt suður og suðvesturland. „Svona í lokin vil ég bara bæta við að því fer fjarri að ég hafi verið einn í þessari fjósbygg- ingu. Fjölmargir hafa komið mér til hjálpar án þess að ég fari að telja þá upp hér, má helst nefna yfirsmiðinn og allt- múlígmanninn Guðmund Ingj- aldsson. sem hjálpaði mér mikið. Ég kann öllum þessum bestu þakkir sem þið kannski komið til skila fyrir mig", segir Garðar bóndi að lokum. Spjallinu er lokið. NT menn þakka fyrir og setjast inn í blikkbeljuna en Garðar bóndi þreifar eftir veðrinu og við heyrum hann segja við sjálfan sig; maður verður líklega að setja beljurnar inn í nótt, - ég held að það endi með því í þessum kulda. Og blaðamanni verður hugsað til þess að enn sé langt í að tæknivæðingunni takist að leysa kúasamalann af hólmi, sem betur fer.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.