NT - 29.06.1984, Blaðsíða 14

NT - 29.06.1984, Blaðsíða 14
Við leigjum út vélar í oll verk JCB807Bskurðgröfu JCB807skurðgröfu ATLAS1702D skurðgröfu JCD 3D 4x4 dráttarvélagröfu CASE580F4x4 dráttarvélagröfu CAT6Cjarðýtu Staurabora, 12" og 16' svera VELGRAFAN S/F, Eyrarvegi 47 Setfossi-Simi 99-1847 Heimasimar: 99-1674.90-1676,99-1184 BYGGI ■.STÓRT OG SMÁTT Hef flekamót, byggingakrana, 30 tonna bílkrana, vörubíla, gröfurog loftpressu. Fullkomiö verkstæði. — Góður mannskapur. SIGFÚS KRISTINSSON Byggingameistari — Bankavegi 3, Selfossi — Sími 1275 Verkstæði Austurvegi 42-44 — Sími 1550 Sunnlendingar hjólbardae^verkstædi Sumarhjólbarðar ★ Dráttarvélahjólabarðar ★ Vörubílahjólbarðar ★ Heyvinnuvélahjólbarðar ★ Heyvagnahjólbarðar ★ Fólksbílahjólbarðar ★ Jeppahjólbarðar og felgur ★ Allar stærðir af slöngum Greiðslukjör. Öruggasta þjónustan. Opið alla daga ki. 8-22 nema sunnudaga kl. 13-18 Gerið verðsamanburð. Leitið nánari upplýsinga HJOLBARDAC^VERKSTÆDI Björns Jóhannssonar Lyngási 5, Rangárvöllum Sími 99-5960 Föstudagur 29. j'úní 1984 14 ABOT NT í Vest- mannaeyjum - Páll Helgason lóðsar NT um eyjuna Frá Guði komið - ■ Tíðindamaður NT varð þeirrar ánægju aðnjótandi ný- lega að ferðast um Vestmanna- eyjar í áætlunarbifreið:' Páls Helgasonar, en Páll er bæði bílstjóri og leið- sögumaður. Hann er sonur Helga heitins Benediktssonar sem um langt skeið var e.k. guðfaðir eyjanna, rak verslun, fiskvinnslustöð, hótel, svo eitthvað sé nefnt, og var ofan í kaupið mikill framsóknar- maður. Páll sagði að 3000 ferðamenn hefðu komið til eyj- anna síðan í maí og eitt er víst, að þeir sem ferðast um með Páli verða ekki sviknir af þeirri ferð. Hann byrjaði á að fara með liðið upp á nýja hraunið, rakti sögu gossins, hermdi frá kennileitum og sögu eyjanna, sjóslysasögu o.fl. o.fl. Hvergi var ícomið að tómum kofum. Eins og allir vita halda Vest- mannaeyingar á sér hita með því að leiða kalt vatn ofaní brennheitt hraunið. Vatnið verður mest 93 gráðu heitt þegar það kemur upp. Eftir að hafa runnið í gegnum bæinn er það komið niður í 21 gráðu, en er svo um 15 gráður þegar það rennur í slöngum eftir hraun- inu á leið upp í varmaveitu aftur. Goðsagan sagði að eyjarnar myndu leggjast í auðn þegar byggðin yrði komin út fyrir visst kennileiti og þegar biskupssonur yrði þar prestur. Þetta tvénnt var til staðar árið 1973, en ekki rættist samt goð- sögnin og fólk kom til baka, allir nema 1700 sem kusu ör- yggi meginlandsins. Og víst er um það að eyjarnar eru nú jafnvel betri en áður og munar þar mestu að gosið færði Eyja- mönnurn einhverja mestu náttúruhöfn heims. Sagan seg- ir reyndar eitthvað á þá leið að Guð almáttugur hafi verið á ferð yfir Vestmannaeyjum og séð þennan risakross sem þek- ur næstum því helming Heima- eyjar (flugvöllurinn, en hvað vissi Guð um það). Hafi Guð almáttugur ákveðið að þessu fólki þyrfti svo sannarlega að umbuna og mælti svo fyrir að gos skyldu þeir fá til þess að laga höfnina. Síðan hélt Guð til síns heima (til Guðs eigin lands) og gleymdi að stoppa gosið. Par kom til sögu mann- legt hugvit og snilli og var hraunið stöðvað við illan leik með kælingu. Petta var nú útúrdúr, en svo gæti maður endalaust haldið áfram að fjalla um Vestmanna- eyjar inspíreraður af Páli Helgasyni og vonum við að hann erfi það ekki við okkur þó að sögur hans liafi einhverj- um breytingum tekið í með- förum eins og títt er urn öll munnmæli. Að lokum eitt dæmi sem lýsir snilld Páls vel. Upp á nýja hrauninu hefur plantað sér heilmikill brotajárnshaugur sem stingur mjög í augu. Þeir sem ferðast með Páli verða hans hinsvegar ekki varir því Páll beinir athygli fólks mjög stíft að ímynduðum náttúru- fyrirbrigði hinum megin vegar og verður svo bara hissa þegar menn kvarta yfir því að hafa ekki séð það sem hann beindi athygli manna að. En tilgang- inum er náð allir liggja og rýna út um þá gluggaröð rútunnar sem snýr frá haugnum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.