NT - 29.06.1984, Blaðsíða 5
IU'
Föstudagur 29. júní 1984 5
w w
ABOT
Wall street
á Selfossi
— bankastjórar, háskólarektor, Regína og
fleira merkisfólk við eina og sömu götuna.
■ „Þetta heitir nú Vallholt en við
köllum þetta eiginlega Wall street.
Það eru svo margir bankastjórar sem
búa liérna", sagði Sigurður Jónsson
þegar NT menn rákust inn í garðinn
hjá honum, orðnir rammvilltir í nýju
hverfunum á Selfossi. En það sem i
aðra röndina rak okkur til að tala við
Sigurð voru landslagsmálverk sem
prýða hús hans.
„Nei, ég málaði þau ekki. Hann
heitir Herbert Grens listamaðurinn.
Hann gerði þetta fyrir ekki neitt árið
1978. Það var einmitt þegar Lands-
mót UMFÍ var haldið hérna en þá var
hann ennþá óþekktur málari og þetta
voru með fyrstu myndunum hjá
honum. Það voru margir sem veittu
þessu athygli þá“, segir Sigurður um
leið og hann tekur smá pásu frá
garðslættinum.
En Wallstreet heitir gatan, eða
Vallholt á íslensku. Það yrði of langt
mál að telja þá alla upp heiðursmenn-
ina, sem þarna búa, en einn fyrrver-
andi bankastjóri í Landsbankanum á
Selfossi býr nokkrar húslengdir frá
okkur og fyrrum háskólarektor,
Magnús Már Lárusson er nágranni
hans. Út á enda götunnar býr sjálf
Regína þannig að íbúarnir eru ekki
úr tengslum við fjölmiðlana og svo er
þarna útsölustjóri ÁTVR á Selfossi
en áfengisútsala var opnuð fyrir
skemmstu.
Þetta er sem sagt merkisgata en
blaðamenn, sem ætluðu inní Dæl-
engi, voru komnir í snarvitlausan
enda bæjarins.
■ Listmálarinn heitir Herbert Grans
og málaði þessa ágætu mynd af Gull
fossi og aðra landslagsmynd á fram-
hlið hússins, ekki síðri. Og allt
ókeypis, segir okkur eigandinn, Sig-
urður Jónsson í Wall Street sem
þarna hefur tekið sér smá pásu frá
garðslættinum.
11
Vörumarkaður SS Hveragerði.
Opið frá 9-22 alla daga vikunnar.
Matvörur í miklu úrvali.
Bensín, olíur og bifreiðavörur.
Ferðavörur - grillkol og m.fl.
Verið velkomin.
Vörumarkaður
Breiðumörk 21
m
Hveragerði, s: 4655
BIÍNAÐARBANKI ÍSLANDS
A SIIBIIRLASDI
SKAFTFELLINGAUTIBU
Kirkjubæjarklaustri og Vík í Mýrdal
RANGÆINGAÚTIBÚ
Skógum, Þykkvabæ og Hellu
Stefán Þ. Guðmundsson
útibússtjórí
Magnús Kristjánsson
fulltr. útibússtjóra
Búnaðarbankinn er einn traustasti hornsteinn íslenskra peningamála.
Hann byggir á sterkri lausafjárstöðu og öflugum varasjóði auk
ríkisábyrgðar.
Búnaðarbankinn velur ekki sérstök nöfn á lánveitingar sínar. Hvers
konar innlánsviðskipti við bankann á veltu- og sparisjóðsreikningum
skapa þá gagnkvæmni, sem er æskileg forsenda fyrir lánveitingum.
Búnaðarbankinn leggur áherslu á hraða og öryggi í öllum af-
greiðslum.
Búnaðarbankinn annast öll innlend og erlend bankaviðskipti.
Það er greiðfært með öll erindi í Búnaðarbankann.
9 afgreiðslustaðir á Suðurlandi.
Pétur Magnússon
útibússtjóri
Guðni Jónsson
fulltr. útibússtjóra
TRAISTLR RANKI
r
TRAISTIR RAMil
ÁRNESINGAÚTIBÚ
Flúðum, Laugarvatni, Selfossi og Hveragerði
Guðmundur H. Thoroddsen
útibússtjóri
Jónas Ingvarsson
fulltr. útibússtjóra
Sigurjón Skúlason
fulltr. útibússtjóra