NT - 29.06.1984, Blaðsíða 6
Ur1
[ ulí ÁBÓT
■ Mosfell er skrýtið fyrir-
tæki. Þar ægir saman iðnaði,
verslunar og hótelrekstri og
tjaldstæða og sumarhúsaleigu.
Og allt í sama húsi. í kjallaran-
um og jarðhæðinni hálfri er
saumastofa. Þess utan hýsir
jarðhæðin „lobbý“ gistihússins
sem ennfremur er skrifstofa
alls fyrirtækisins. Sami staður
er svo afgreiðsla fyrir tjald-
stæðið og sumarhúsin sem
hvorutveggja er á Rangár-
bökkum, sunnan vegar. Þá er
bæði verslun og matsalur á
jarðhæð en efsta hæðin er
gistihús með einum tuttugu
herbergjum. Þetta er fyrirtæki
sem hefur sitt lítið af hverju,
því þrátt fyrir þetta víðtæk
umsvif eru að meðaltali ekki
nema tylft manna í fullri vinnu
sem vinnur við reksturinn á
einn eða annan hátt.
■ Saumastofa, gistihús, verslun og skrifstofa, allt undir einu
þaki.
■ Það var aðeins eitt tjald á nýja tjaldstæðinu þegar NT bar að
garði og lítið lífsmark með svæðinu. Enda rigningarsuddi og
hálfkalt í veðri.
■ „Ekkert sjálfsagðara“, - þegar NT bað um mann í pokann og Óskar skellti sér þar ofaní en
Einar Kristinsson hlær að uppátækinu.
Ferðamenn, tjaldborgar-
tjöld, vettlingar og búð
— NT heimsækir fyrirtækið Mosfell á Hellu sem hefur haslað sér völl í ýmsum greinum.
Það er Einar Kristinsson
sem verður fyrir svörum þegar
blaðamenn ber að garði. Hann
ásamt Jóni Óskarssyni er eig-
andi Mosfells, til helminga
hvor. Mosfell er tuttugu ára
fyrirtæki sem er í stöðugum
vexti. Á síðasta ári yfirtóku
þeir félagar rekstur Tjaldborg-
ar sem í dag er vörumerki
fyrirtækisins. Og það nýjasta
nýtt eru sumarhúsin sem opn-
uðu nú um hvítasunnuna, og
við byrjum á því að leiða
lesendur þangað.
Höfðað til íslendinga
„Það er bara bjartsýni sem
ræður því að við förum út í
þetta. Ræður hún ekki alltaf.
Kannski er hægt að höfða
meira til íslendinga með þessu.
Þeir vilja yfirleitt ekki vera
inni á gistihúsum, að minnsta
kosti ekki hér“ segir Einar
aðspurður um ástæður þess að
ráðist var í byggingu sumar-
húsanna. „Við reiknum ekki
rneð góðri nýtingu í sumar.
Húsin voru ekki gerð fyrr en í
vetur og komust því ekki inn í
auglýsingabæklinga sumarsins
í sumar“.
Leigan yfir hásumarið er
1580 krónur yfir nóttina og
minna ef dvalið er í heila viku.
í húsunum eru tvennar kojur
og eru neðri rúm beggja af
einni og hálfri rúmbreidd. Því
geta með góðu samkomuiagi
legið í þeim sex þó þau séu
annars skráð fjögra manna.
Þó húsin séu ekki nema 17,5
fermetrar þá fyrirfinnst þar
bæði eldhúskrókur með nauð-
synlegustu búsáhöldum, sal-
erni og lítið borð milli koj-
anna. Frómt frá sagt lítil, snot-
ur og vinaleg hús.
Þegar blaðamenn voru á
ferðinni voru Frakkar í fimm
af húsunum en eitt stóð autt.
Um hvítasunnuhelgina fylltust
þau af íslendingum en von
eigenda er að svo verði oftar.
Á tjaldstæðinu fyrir framan
var aðeins eitt tjald, en tjald-
stæðið opnaði á sama tíma og
sumarhúsin. Þar við er full-
komin aðstaða fyrir ferða-
menn, böð, snyrting og heitt
og kalt rennandi vatn.
95% útlendingar
í gistihúsinu
„Nýtingin á gistihúsinu byrj-
aði óvenju snemma á þessu ári
með kvikmyndafólkinu og
náði alveg þangað til ferða-
menn fóru að koma hingað.
Sumarið hefur alltaf verið að
lengjast í þessum efnum, byrj-
ar í maí og nær frammí lok
september", segir Einar og
lætur vel af viðskiptunum á
liðnu vori. „Núna í sumar eru
bókanir alveg fram til 4. októ-
ber en maður tekur það nú
ekki alvarlega fyrr en maður
sér gestina. Stór hluti þeirra
sem gista eru í hópferðum og
langflestir útlendingar, - ör-
ugglega 95%“.
Auk þeirra 20 herbergja sem
eru til gistingar í aðalbæki-
stöðvum Mosfells hefur fyrir-
tækið yfir að ráða 10 herbergj-
um úti í bæ. Á jarðhæðinni er
svo matsalur sem rúmar allt að
50 manns og eldhús sem gestir
geta haft til afnota. Að öðrum
kosti býðst þeim að panta mat
frá grilískála staðarins. „Þann-
ig að fólk sem kemur hérna á
vegum ferðaskrifstofu og fær
pantaðan mat frá grillskálan-
um veit nánast ekki af því að
við erum ekki með veitinga-
sölu.“
JOKER skrifborðin
eftirsóttu eru komin aftur
Verð með yfirhillu
kr. 3.850.-
Eigum einnig vandaða
skrifborðsstola á hjólum
Verð kr. 1.590.-
P Húsgögn oa
< . . . ^ Suðurlandsbraut 18
mnrettmgar sími 6-86-900
Jón í Folaldinu
— peningafalsari á 18. öld
■ Hver skyldi trúa því að á önd-
verðri átjándu öld hafi verið til mynt-
falsari niðrá Bakkanum, kraftakarl
og mesti heiðursmaður sem ekki lét
kónginn eða kaupmanninn kúga sig
heldur neytti aflsmunar móti erlendu
valdi þegar það átti við. Við prentum
upp orðrétt frásögn úr sagnaþáttum
Guðna Jónssonar sem hann gaf út í
Reykjavík árið 1942.
„í þann mund, er Vonda-Dísa bjó
á Stokkseyri, bjó maður sá í þurrabúð
á Gamla-Hrauni, er Jón hét og kallað-
ur var Jón í Folaldinu, því svo
nefndist kot hans er stóð fyrir framan
ferðamannagöturnar, sem nú eru í
miðjum kálgörðunum. Þar hafði
Símon Þorkelsson löngu síðar hest-
hús og Guðmundur Þorkelsson
byggði þar lambhús við, en allt er það
nú jafnað við jörðu. Á yngri árum
mínum gengu enn ýmsar sögur af
Jóni í Folaidinu, enda hafði hann
verið annálaður fyrir krafta og við
æði margt brugðinn. Flestallar þær
sögur munu nú fallnar í gleymsku, en
af því, sem ég heyrði um hann man
ég aðeins þetta:
Eins og áður er sagt, var Jón
kraftamaður með afbrigðum, svo að
fáir eða engir komust til jafns við
hann þar um slóðir. Hann var og
járnsmiður mikill og góður, og til
marks um það er sagt að hann hafi
tekið upp á því að slá peninga.
Þóttust búðarmenn á Eyrarbakka
verða þess varir, að eitthvað af fölsuð-
um peningum kæmist í umferð, og
féll brátt grunur á Jón, bæði vegna
smíðaíþróttar hans og svo hins, að
hann þótti brellinn nokkuð og beggja
handa járn, ef í það fór. Þar kom, að
kaupmaðurinn á Eyrarbakka einsetti
sér að reyna að komast fyrir, hvað
hæft væri í orðrómi þessum. Einn
góðan veðurdag brá hann sér því
austur að Gamla-Hrauni ríðandi og
hafði tvo til reiðar. En af ásettu ráði
stillti hann svo til, að skeifa var laus
undir öðrum hestinum, og gjökti hún
til og frá. Kemur kaupmaður nú til
Jón í Folaldinu og biður hann nú
blessaðan að gera sér þann greiða að
festa skeifuna undir hesti sínurn. Jón
varð fúslega við því og tekur að járna
hestinn. A meðan fer kaupmaðurinn
í smiðju, litast um og leitar sem hann
má í flýti og finnur þar peningamót,
gengur síðan út, og er Jón þá búinn
að járna. Er kaupmaður þá heldur
hróðugur, hefur mótið í lófa sínum,
sýnir Jóni og segir: „Hvað gerir þú við
þetta Jón?“. Jón lét sér hvergi bregða
og segir: „Ekki áttir þú að brúka neitt
handæði, á meðan ég járnaði fyrir þig
hestinn“, og í sömu svifum þreif hann
um hönd kaupmannsins og kreisti svo
fast, að höndin blánaði og hljóp blóð
undan nöglunum. Féll mótið þá
niður, og var Jón ekki seinn á sér að
stinga því á sig. Ekki leist kaupmanni
á að eiga meira við Jón, og varð hann
að fara heim aftur jafnnær, er hann
hafði verið svo óforsjáll að sýna Jóni
mótið. Féll þetta mál svo niður, enda
er sagt að jón hafi gert lítið að slá
peninga eftir þetta og ekki viljað eiga
neitt á hættu með það.
Jón stundaði mjög selveiði, þegar
færi gafst, en í þá daga var oft mikið
um seli uppi á Hraunsfjörum. Hann
hafði konu sína vanfæra með sér til
að egna fyrir þá, því alkunnugt er, að
selir sækjast mjög eftir óléttum
konum. Lét hann hana hafa rauða
svuntu og rauðan klút um höfuðið og
sendi hana svo niður á fjörurnar, en
sjálfur lá hann í leyni á skeri. Lánaðist
þessi veiðiaðferð lengi vel, en að
lokum fó þó illa, því að Jón varð of
seinn að koma konu sinni til hjálpar,
og var selurinn búinn að þjarrna að
henni, svo að hún varð aldrei jafngóð.
En Jón varð að leggja þessa veiðiað-
ferð niður.
Frá því heyrði ég sagt að Dísa á
Stokkseyri og Jón hefðu átt í allmikl-
um brösum saman, þar á meðal
einhverju sinni er Dísa var á ferð út
á Bakka. Lenti þá í meiri háttar
orðakasti milli þeirra, en nánari atvik
að því eru mér nú úr minni liðin.“
Frásögn þessa segist Guðni hafa
eftir Sigurjóni Jóhannessyni frá
Gamla-Hrauni sem hefur verið fædd-
ur um eða fyrir 1870.