NT - 29.06.1984, Blaðsíða 4

NT - 29.06.1984, Blaðsíða 4
rWppifl'!.!!! IIDJIEíjE. íiíí . . .: F i i L J FERÐAMENN akið ekki framhjá Hvolsvelli. Félagsheimilið Hvoll býður upp á kaffihlaðborð og heitan mat. Tökum einnig á móti hópum. Góð tjaldstæði á staðnum. Opið kl. 8-22. - Sími 99-8144 FÉLAGSHEIMILIÐ HVOLL RANGÁRVALLASÝSLU Grillskálinn Hellu Rang. Iceland Réttur dagsins, snittur, heit og köld borð. Kakó & Kaffi Hlaðborö Grillréttir Ráðstefnu- og fundarsalir og gisting. Tourists We offer you special dishes for lunch and dinner and serve a la carte dishes all day. Selection of pastries, snacks and open sandwiches. hot chocolate & coffee Conference room, festival hall, accomodation. L Sími 99-5881 Allar almennar ferða- mannavörur Olíur - Bensín - og aðrar A O uri___::__ 0 \ Söluskáli SHELL J Stokkseyri sími: 99-3485 5 bílavörur Yerið velkomin Föstudagur 29. júní 1984 4 m w ABOT Líf og fjör í Skeiðalaug. Það er oft fjölmennara þarna, hefur komist hátt á þriðja hundraðið í góðu verði. Gufubað af fínustu gerð Lokaáfangi Skeiðalaugar tekinn í notkun: ■ Við Skeiðulaug sem að sjálf- sögðu er á Skeiðununi hafa hreppsmenn reist sér inyndarlega sundluug og voru, þegar NT var á feröinni, nýbúnir að opna þar gufuhað. Laugin sjálf er líka ný, byggingu var lokið 1975 og gufu- baðið var síðasti stóráfangi þess- arar byggingar. NT menn bar að þegar rekstrarnefnd sat á rökstól- ununi cinmitt í hvíldarhcrbergi gufubaðsins. Og umræöucfnið var opnunin á þessu nýja gufu- baði sem formlega var tekið í i notkun á Þjóðhátíðardaginn. Næsta skrefið verður svo að setja upp Ijós og sólarbekki og koma upp nuddaöstöðu. í gufubaðinu er bara einn klefi og að sögn Bjarna Ó. Valdimars- sonar formanns rekstrarnefndar laugarinnar er ætlunin að hafa þrenns konar tíma í baðið. Ann- arsvegar aðskilda tíma fyrir karla og konur og svo sameiginlegan tíma fyrir bæði kynin. „Það er þá alltaf opinn möguleiki fyrir fólk að vera í sundfötum í þeim tímum en annars verður bara að koma reynsla á það hvað fólk vill,“ sagði Bjarni. Gufubað er skilið frá annarri aðstöðu í hósinu, þar er sér búningsklefi. Engu að síður er gengt úr lauginni beint inn í gufubaðið og á sólarbekkina sem væntanlegir eru alveg á næstunni. Og vel að merkja þetta er gufu- bað en ekki sánabað. Þarna er 70-80 gráðu heitt vatn brotið niður með fíngerðum dælustút og úðinn látinn sprautast undir bekkina. ■ Já og eitt sinn kom hér hópur af grískkaþólskum prestum. Þeir fóru allir ofaní nema biskupinn í hópnum sem stóð á bakkanum og eggjaði menn sína til að gera allar kúnstir. - Skeiðamenn rifja upp fyrir NT mönnum ýmis brosleg atvik í heita pottinum, sem oft er eins og fréttalind fyrir sveitina. Þar mæta menn til skrafs og ráðagerða og margt ber á góma.NT myndír: ah. ■ Fundað í hvfldarherberginu. Rekstrarnefndin á rökstólum, talið frá vinstri: Sigríður Jónsdóttir, Bjarni Ó. Valdimarsson, Pálmar Guðjónsson og Bergljót Þorsteinsdóttir. Á myndina vantar Sigmar Guðbjörnsson svo nefndin sé fullskipuð, en hann var löglega forfallaður. Flókin gufa! ■ Bjarni útskýrði fyrir okkur hvernig hönnunin á þessum gufu- baðsklefum gerði ráð fyrir að þeir væru notaðir. Og blaðamanni kom í hug að þá væri nú betra að fá að fara „bara í gufu“. Framan við sjálft gufubaðið er forhitunarklefi og þar er reiknað með að gestirnir hiti sig upp áður en þeir fara inn í sjálfa gufuna. Þar inni geta þeir svo farið og slappað af góða stund. Kælt sig síðan niður í forhitunarklefanum öðru hvoru. Eftir þetta ramb er til reiðu svefnherbergi þar scm gestir liggja á leðurklæddum leð- urbekkjum og láta mókið líða frá sér áður en þeir fara í sturtu og klæða sig. Að því öilu loknu er svo til rciðu rúmgott hvíldar- herbergi, hringsófi og lítið borð. Þar geta endurnærðir gufubaðs- gestir spjallað saman og hvílt sig ögn betur áður en haldið er heim á leið. Ha, - og enginn bjór. ■ Nei, þessi hefur nú eitthvað brotið reglurnar og gleymt að fara í gegnum búningsklefann fyrst! Hvaða vitleysa, þelta er hún Bergljót Þorsteinsdóttir frá Reykjum, einn nefndarmanna í rekstrarnefndinni sem settist þarna fyrir þessa einu Ijósmynd. Engin gufa var í klefanum þetta kvöld enda opnunartímarnir ekki fullfrágengnir þó vafalaust sé komið skikk á þau mál núna. NT mynd: Ari.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.