NT - 29.06.1984, Blaðsíða 15

NT - 29.06.1984, Blaðsíða 15
Föstudagur 29. júní 1984 15 ■ Gamla hótelið eða Veitinga- og gistihús Kaupfélags Skaftfellinga, en það er ekki lengur talið svara kröfum tímans. Enda samkvæmt heimildum NT hús sem hefur sál en slíkt tilheyrir ekki nútímanum. ■ Samvinnuhúsin fímm, í eigu SÍS, Samvinnutrygginga, Olíufélagsins, Kaupfélagsins og Mýrdalshrepps. A innfelldu myndinni eru þau Valgerður Guðjónsdóttir hótelstýra og Matthías Gíslason kaupfélagsstjóri. Sannkölluð samvinnuhús — Vík var orðinn hálfgerður flöskuháls á hringveginum, segir kaupfélagsstjórinn um tildrög þess að ráðist var í byggingu húsanna ■ í Vík í Mýrdal hafa fimm fy rirt æki tekið sig saman um byggingu jafn- margra sumar eða gestahúsa sem opnuðu nú á vordögum. Eigendur eru samvinnufyrirtæki og sveitarfélagið en reksturinn er í höndum eins þeirra, Kaupfélags Skaftfellinga. Þá er um þessar mundir verið að Ijúka byggingu sumarhúss í gömlum burstabæjarstíl sem áhugamenn um ferðamál hafa unnið að. Fjármögnun hefur verið í höndum fyrirtækja á staðnum. Með opnun þessara húsa er komin gisti- aðstaða fyrír um 30 manns til viðbótar við gamla hótelið á staðnum sem í dag er ekki talið svara kröfum tímans. „Upphafið að þessu er þrýstingur frá Samvinnuferðum - Landsýn en þetta er orðinn hálfgerður flöskuháls á hringferðalögum þeirra hérna um landið. Gamla gistihúsið er lítið og svarar ekki kröfum nútímans", segir Matthías Gíslason kaupfélagsstjóri í samtlai við NT, en kaupfélagið sér um rekstur gestahúsanna. Aðrir eigendur eru SÍS, Samvinutryggingar, Olíufé- lagið og Mýrdalshreppur. Utan sumartímans er ætlunin að húsin verði gestahús fyrir starfsfólk eignaraðila, sem geta þá dvalið þar lengri eða skemmri tíma. „í sumar er þetta fyrst og fremst miðað við einnar nætur gistingu hópa eða dvöl yfir skamman tíma. Alla mánudaga eru Samvinnuferðir með hópa hérna og hafa því alla skálana þá nótt. Þessvegna verður ekki hægt að leigja húsin út í lengri tíma en sex nætur í einu til annarra". Það er Valgerður Guðjónsdóttir sem hefur orðið en rekstur þessara nýju gesta- húsa, eins og hún biður okkur fyrir að kalla þau hefur verið á hennar höndum. í húsunum eru tvö tveggja manna herbergi og eldhúskrókur inn af öðru þeirra. Þá hafa herbergin sameiginlegt baðherbergi við anddyr- ið og meðfylgjandi gistingunni er umhirða um rúm og öll þrif. Nú og svo er skotspölur frá gistihúsunum að grillskála staðarins. Næturgistingin kostar 600 krónur fyrir einstakling yfir eina nótt, minna ef margir taka sig saman og vikuúti- leiga, eða sex nátta, á öllu húsinu kostar frá 6.000 krónum. En austurbærinn? Byggingu hans er senn lokið en hann hefur verið leigður starfsmannafélagi Reykja- lundar fram á haust þannig að unn- endur gamla tímans verða að láta sér nægja nærveruna við þennan skemmtilega torfbæ. Þar er hreinlæt- isaðstaða, eldhús, og stofa á neðri hæðinni en svefnloft uppi. Burstirnar eru tvær aðskildar sem tveir bústaðir. Islenskum hestum hæfa best íslensk reiðtygi Höfum til sölu hnakka, höfuðleður, margar gerðir tauma, gjarðir, enska múla, nasamúla, stallmúla, ístaðsólar, píska, stoppgjarðir utan á teymingagjarðir, reiðbuxur, hjálma, peysur, skeifur, hóffjaðrir, regnkápur. Ýmsar aðrar smávörur til hestamennsku. Husbyggjendur - Húseigendur Eigum á lager byggingatimbur, spónaplötur (venjulegar, rakaþolnar og eldtraustar), steypujárn, utanhússklæðningu með kvartssteinsmulningi, glerull, álpappír (nælondreginn), tjörusoðið trétex, veggja- og loftaklæðningar o.m.fl. Höfum einnig til sýnis og sölu eldhúsinnréttingar, fataskápa, inni- og útihurðir, miðstöðvarofna, gangstétta- og garðhellur úr fíber með margföldum styrkleika og helmingi léttari en venjulegar. Leitið ekki langtyfir skammt og kynnið ykkur verð og greiðslukjör. BYGGING AFÉLAGIÐ ÁS H F. Hvolsvelli, símar: 8400, 8382, 8482. Húseigendur — útgerðarmenn og sumarbústaðaeigendur • Sparíð orkuna með íslenska Telmaster rafmagnsofninum • Skvettuvarðir. Ryðfríir og fyrírferðalitlir • Frábær hitanýting rafnatindur Smiðjuvegi 13 870 Vík í Mýrdal Sími 99-7157 Skoðið verð og styðjið íslenskt

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.