NT - 03.07.1984, Blaðsíða 1

NT - 03.07.1984, Blaðsíða 1
Ávana og fíkniefni NT-Úttekt: ■ Að undanförnu hafa ávana- og fíkniefnamál verið talsvert til umræðu í NT. Svo virðist sem eiturlyf af ýmsu tagi flæði nú yfir landið og ungling- ar eru teknir að sprauta sig með nánast hverju scm er. Samkvæmt upp- lýsingum lækna þá er hér um veigamikið vandamál að ræða og þess er skemmst að bíða að dauðsföllin dynji yfir í kjölfar þess spraututíma- bils sem gekk í garð á síðastliðnum vetri. Ftkni- efnalögreglan hefur jafn- framt lýst yfir áhyggjum vegna ills aðbúnaðar og manneklu, en lítið hefur heyrst frá stjórnvöldum. Þessi mál verða skoðuð ofan í kjölinn í NT-Úttekt sem birtist í opnu í dag. •• Vi -■'3 '• ~ ■ - -t». j(*~ •*.> my*»- . * *: w. *'■ >•" r* ííi Bresku vélinni bjargað af Eiríksjökli: Drógu flakið Dollaralánin Borgfirðingum erfið: Hundrað milljóna tap hitaveitunnar með handafli - hitunarkostnaður kominn uppfyrir niðurgreitt rafmagn ■ Þrátt fyrir að kynding meö heitu vatni frá Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar sé orðin dýrari en kynding með niður- greiddu rafmagni situr veitan uppi með nær 96 milljóna króna rekstrartap á síðasta ári. Miðað við notendafjölda samsvarar þetta tap því að tap á Hitaveitu Reykjavíkur hefði orðið um 1.300 milljónir króna. Brúttótekjur (vatnssala o.fl.) veitunnar á síðasta ári námu tæpum 60 millj. króna. Rekstr- arkostnaðurinn varð um 41 millj. en fjármagnsgjöld um- fram fjármagnstekjur námu um 114,5 milljónum króna. Til að brúa þetta 95,6 milljóna króna bil var ekki annað til ráða en að taka meiri lán og nema skuldir veitunnar nú orðið um 29 mill- jónum bandaríkjadollara eða sem svarar um 870 milljónum króna. Jafngildir það um 115 þús. króna skuld á livert mannsbarn á svæði Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. „Það er alveg Ijóst að það er ekki hægt að láta þetta ganga svona árum saman“, sagði Ing- ólfur Hrólfsson, hitaveitustjóri, sem kvað þessa útkomu vissu- lega valda mönnum áhyggjum. Þótt útlitið sé betra í ár en í fyrra kvað hann þó enn vanta töluvert upp á að endar muni ná saman á yfirstandandi ári og verði því enn að taka lán, og auka skuldirnar. Meginástæðurnar fyrir þess- ari slæmu útkomu sagði Ingólfur 2ja ára á gjörgæslu ■ Tveggja ára barn lá í gær- kvöldi á gjörgæsludeild Land- spítalans með reykeitrun sem það fékk fyrr um daginn er kviknaði í bifreið sem það var í. Bíllinn var kyrrstæður í Þor- lákshöfn þegar kviknaði í fram- sætinu. Fullorðinn maður sem slökkti eldinn brenndist nokkuð á höndum, en ekki alvarlega. gífurlegt gengistap og mjög háa vexti af lánum, sem öll eru í bandaríkjadollurum. Vegna mikillar hækkunar dollarans hafi lánin hækkað um 130-140 milljónir umfram það sem verð- bólgan hefur hækkað hér innan- lands. Ef þessi tvö atriði hefðu hins vegar þróast eins og menn gátu reiknað með á þeim árum þegar veitan var skipulögð þá væru núverandi vandamál ekki til staðar, þrátt fyrir að vatnssala hafi að vísu einnig orðið tölu- vert minni heldur en reiknað var með. Spurður sagði Ingólfur ekki ýkja margt til ráða nema þá það sem alltaf liggur hendi næst, þ.e. að hækka gjaldskrána. En veitan sé í hópi þeirra hitaveitna sem dýrastar eru í landinu og hitunarkostnaðurinn sé kominn upp fyrir það sem niðurgreidda rafmagnið kostar, svo eðlilega standi í mönnum að fara mjög langt upp fyrir það. Ingólfur var þá spurður hvort ekki hafi komið upp raddir um að sanngjarnt væri að greiða niður fokdýrt heitt vatn ekki síður en fokdýrt rafmagn. „Vitaskuld heyrast slíkar raddir - því er ekki að neita. En við borgum engar skuldir með slíkum kröfum“. -Ungirmennúr héraðinu ráðast íbjörgunina ■ Ungt fólk úr uppsveitum Borgarfjarðar hefur nú ráðist í það verkefni að bjarga til byggða flakinu af bresku flug- vélinni sem fórst á Eiríksjökli í fyrramánuði. Álaugardag gekk hópurinn á jökulinn og dró síðan flakið með handafli niður að snjólínu. í hópnum voru fimm menn, fjórir karlmenn og ein kona. Að sögn Kristleifs Þorsteins- sonar hreppstjóra að Húsafelli er talið að margt nýtilegt sé í flakinu, meðal annars að mótor flugvélarinnar sé heill. Ekki er enn afráðið hvernig vélin verður tlutt frá jökulrótum til byggða en ljóst er að ekki verður hægt að draga hana án þess að setja undir hana hjól áður. Allt á niðurleið! ■ Allt á niðurleið, stökkvari og rá. Sem betur fer veitir dýnan sæmilega huggun eftir misheppn- að stökk, mjúk og þægileg. Myndin var tekin á Meistaramóti íslands í frjálsum íþróttum á Laugardalsvelli um helgina og má geta þess að stökkvarinn komst heill úr dýnunni að lokum. Hann gerir vonandi betur næst. Er Kötlu- gosá næsta leiti? ■ „Það er að minnsta kosti einhver hreyfing þarna undir jöklinum. Það hefur komið nokkuð stór spýa í Emstruána og Markarfljótið hefur næst- um tvöfaldast. Svo er brennisteinsfýla í loftinu og líka fariö að falla á málma,“ sagði Sigurjón Rist vatnamælingamaður, þegar hann var spurður hvort útlit væri fyrir að Katla gysi á næstunni, en eins og komið hefur fram í fréttum, er nokkuð mikið hlaup í Emstruá sem rennur frá Mýrdalsjökli í Markarfljót. Sigurjón sagði, að ómögulegt væri að full- yrða að svo komnu hvort hlaupið væri fyrirboði Kötlugoss. „En mér finnst líklegt, að minnsta kosti ef mið er tekið af því hvað fýlan er mikil, að þetta komi af einhverri eld- virkni. Og ef það er haft í huga að Katla hefur ekki gosið frá 1918 þá er ekki ólíklegt að hún fari að bærá á sér - hún er farin að hafa yfir eins og maður segir,“ sagði Sigurjón. Samkvæmt upplýsing- um Páls Einarssonar, jarð- eðlisfræðings, höfðu engir miklir kippir komið fram á mælum f gærkvöldi. Hann sagðist engu vilja spá um það hvort Kötlu- gos væri í vændum. „Það er í sjálfu sér ekkert annað en þetta hlaup sem bendir til þess að úr þessu verði gos,“ sagði Páll. Daði Sigurðsson, bóndi á Barkarstöðum í Fljótshlíð, sagði í samtali við blaðið í gærkvöldi að fnykurinn í loftinu væri óvenju mikill. Hann sagð- ist hafa farið út með slíp- aða eirplötu í gærdag, og hún hefði verið fljót að dökkna, sem í sjálfu sér hefði ekki komið á óvart þegar fýlan væri svona mikil. NT-raynd Ari

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.