NT - 03.07.1984, Qupperneq 25
Þriðjudagur 3. júlí 1984 25
........ . V-ff í
Útlönd
>
Danmörk:
Eiturlyfjaneytendur
breiða út lifrarbólgu
■ Smitandi lifrarbólga gengur
nú eins og farsótt í Kaupmanna-
höfn og víðará Sjálandi. Farald-
urinn hófst í nóvember s.l. en
þá þrefölduðust lifrarbólgutil-
fellin. Frá þeim tíma og fram í
mars í ár fjölgaði tilfellum tvis-
var og hálfu sinni-
Faraldurinn hófst hjá eitur-
lyfjaneytendum og breiðist út
frá þeim. í Suður-Svíþjóð hefur
tilfellum einnig fjölgað mikið.
Fyrst kom faraidurinn fram í
Helsingjaborg og síðan í Lundi
og Málmey.
I Kaupmannahöfn og ná-
grenni eru nú skráðir 400 sjúk-
lingar með lifrarbólgu. Fjórð-
ungur þeirra er eiturlyfj aneyt-
endur. Aðrir sem fengið hafa
sjúkdóminn hafa haft einhvers
konar samneyti við eiturlyfja-
sjúklingana. Lifrarbólgutilfellin
meðal eiturlyfjaneytenda eru
óvenjumörg, eða um 25%, en
áður en faraldurinn hófst voru
þeir aðeins um 5% þeirra sem
fengu lifrarbólgu.
Danska heilbrigðisstofnunin
er nú að rannsaka sjúkdóminn
til að reyna að komast að því
með hvaða hætti hann tengist
eiturlyfjaneytendum sérstak-
lega.
Lifrarbólga lýsir sér með hita,
flökurleika og húð og augu fá á
sig gulan lit. Sjúkdómseinkenni
koma fyrst fram urn sex vikum
eftir smitun.
Vonast er til að faraldurinn
sé nú í rénun, en starfsmenn
heilbrigðisstofnunarinnar segja
að enn eigi margir sjúklingar
eftir að komast að því að þeir
hafi smitast. Eins er búist við að
fjölmargir eiturlyfjaneytendur
gangi með veikina en hafi ekki
fyrir því að leita sér lækninga.
Sjakalinn
var ekki í
ferjunni
- segja ísraelsmenn
Tel Aviv-Reuler
■ ísraelskir embættismenn
neituðu því í gær að Carlos
.Sanchez, eða „Sjakalinn" al-
ræmdasti hryðjuverkamaður
heims, hefði verið handtekinn
um borð í ferjunni sem ísraels-
menn hertóku á Miðjarðarhafi
á föstudagskvöld.
Breska blaðið Evening
Standard skýrði frá þessu í gær
og ísraelskar útvarpsstöðvar
tóku söguna upp, en miklar
getgátur hafa verið uppi um
hverjir þeir fjórir farþegar
ferjunnar séu sem ísraelsmenn
hafa enn í haldi.
Embættismennirnir neituðu
þessari frétt án þess að gefa út
sérstaka yfirlýsingu og utan-
ríkisráðuneytið sagðist ekki
myndu gefa út formlega neitun
eða segja yfirleitt nokkuð um
fjórmenningana sem hafðir
eru í haldi.
Orðrómur er á kreiki í
ísrael að ferjan hafi verið her-
tekin eftir að Mossard, leyni-
þjónusta ísraels, fékk upplýs-
ingar um að áhrifamikill pal-
estínskur skæruliði væri um
borð.
■ Vinna hófst aftur í Fólksvagnaverksmiðjunum í Wolfsburg í gær en hún hefur legið niðri síðan 28.
maí vegna verkfalla málmiðnaðarmanna í Þýskalandi.
POLFOTO-Símamynd
Vestur-Þýskaland:
Verkfallinu lokið
Bonn-Reuter
■ Málmiðnaðarmenn í Stutt-
garthéraði samþykktu í
atkvæðagreiðslu í gær að binda
enda á verkfallið sem staðið
hefur í tæpa tvo mánuði. Tals-
maður verkalýðsfélags málm-
iðnaðarmanna sagði að 54.52%
þeirra sem kusu hefðu sam-
þykkt málamiðlunartilboð sem
sett var fram í síðustu viku, og
myndu mæta til vinnu í dag.
Samþykkt tillögunnar, sem
var háð samþykki 25% þeirra
sem greiddu atkvæði, bindur
þar með enda á verkfallið sem
um 450.000 rnanns tóku þátt í.
Verkfallið lamaði bifreiðaiðnað
í Vestur-Þýskalandi. Verkfallið
hófst vegna kröfu verkamanna
um 35 stunda vinnuviku en
samið var um að vinnuvikan
yrði 38.5 stundir frá apríl á
næsta ári.
Gary Kasparov:
Gerði jafntefli
við 12 ára strák
London -Reuter
■ Sovéski skákmaðurinn Gary
Kasparov gerði óvænt jafntefli við
12 ára gamlan skólastrák frá
Cornwall, Michael Adams, í fyrsta
fjölteflinu sem fram fer um gervi-
hnött.
Fjölteflið fór fram í London á
sunnudag og þar tefldi Kasparov
við 5 unglinga frá Bretlandi og
Bandaríkjunum. Skák Kasparovs
og Adams varð 20 leikir og þegar
Adams tókst að sjá við öllum
brellum Kasparovs bauð Sovét-
maðurinn jafnteli sem Adams að
sjálfsögðu þáði.
„Ég er steinhissa," sagði Adams
eftir skákina. „Ég vonaðist til að
geta staðið í Kasparov en ég var
viss um að ég myndi tapa."
Þetta er annað áfallið sem sov-
éskir skákmenn verða fyrir í Bret-
landi á einum sólarhring. Nikolai
Krogius, fyrirliði sovéska lands-
liðsins sem tefldi við heimsliðið í
London, tefldi fjöltefli á laugardag
við 15 bresk skólabörn og tapaði
lOskákum! „Éghefenga afsökun“
sagði Krogius, „þau tefldu einfald-
lega injög vel“.
Eftir fjölteflið um gervihnöttinn
sagðist Kasparov vonast til að þessi
tækni yrði í framtíðinni notuð í
friðsamlegum tilgangi frekar en
hernaðarlegum." 1 tilefni af þessu
fyrsta fjöltefli um gervihnött vil ég
lýsa yfir þeirri skoðun, sem ég trúi
að þið séuð öll sammála, að ger\'i-
tunglatækni eigi að nota til að
útbreiða frið og vináttu, en ckki til
að eyða mannslífum í hcrnaðarað-
gerðum“ sagði Kasparov.
■ Carrington lávarður, sent er nýtekinn við embætti aðalfram-
kvæmdastjóra NATO kom í heimsókn til Bonn í Þýskalandi í gær.
Hann sést til vinstri á myndinni ásamt Hans-Dietrich Genscher,
utanríkisráðherra Þjóðverja. POLFOTO-Sftmmynd
Olíulind í logum
Mexicoborg-Reuler
■ Olíulind í Mexico
stendur nú í Ijósum logum
eftir að eldur komst að
olíunni á laugardag þegar
ið var að viðgerðum.
Slökkviliðsmenn berj-
ast við eldinn í olíulindinni
en henni var lokað í síð-
asta mánuði þegar gas-
íeiðsla fór að leka.
■ Reagan Bandaríkjaforseti hefur þótt liðtækur í að
beita kúrekasnörunni en nú spyrja menn hvort honum
takist að snara Sovétmenn og draga þá að samningaborðinu
í Vín í haust.
Bandaríkin:
Ætla að mæta til
viðræðna við
Washington-Reuter
■ Bandaríkjastjórn
sagðist í gær ætla að mæta
til viðræðna um geimvopn
við Sovétríkin í september
en myndi um leið minnast
á takmörkun kjarnorku-
vopna. Sövétmenn buðu
Bandaríkjunum á föstu-
dag til viðræðna í Vín í
haust um bann við notkun
geimvopna og Banda-
ríkjastjórn samþykkti
boðið samdægurs en sagð-
ist einnig vilja halda áfram
viðræðum um langdræg
kjarnorkuvopn. Tass-
fréttastofan neitaði síðan
á sunnudag að viðurkenna
svar Bandaríkjamanna.
Talsmaður Hvíta
hússins, Larry Speaks,
sjagði í gær: „Við verðum
í Vín í september“. Síðar
sagði Reagan forseti
fréttamönnum að Banda-
ríkjastjórn vildi enn ræða
um takmörkun kjarna-
vopna á fundinum í Vín,
þrátt fyrir viðbrögð Tass.
Reagan og George
Shultz hittu sovéska sendi-
herrann í Washington,
Anatoly Dobrynin í grill-
veislu í Hvíta húsinu í
fyrrinótt. Reagan sagði
þá hafa átt vinsamlegar
viðræður og Dobrynin
myndi flytja Kremlverjum
skilaboð þegar hann færi í
sumarleyfi sitt til Moskvu
í þessari viku. Reagan
vildi ekki segja hvað stæði
í þeim skilaboðum.
Ráðamenn í Bandaríkj-
unum sögðu að þrátt fyrir
viðbrögð Tass vonuðust
þeir til að geta talið leið-
toga Sovétnianna á að
koma til viðræðnanna.
Þeir minntu á að Kreml-
verjar hefðu áður gengið
á svig við yfirlýsingar Tass-
fréttastofunnar.
Walther Mondale, for-
setaframbjóðandi demó-
krata, gagnrýndi Rcagan
í gær fyrir aðsetja skilyrði
fyrir viðræðum um geim-
vopn. Hann sagðist líta á
tilboð Sovétmanna sem
jákvætt skref og því hefði
átt að taka einhliða.
Helmut Kohl, kanslari
Vestur-Þýskalands, lýsti í
gær yfir ánægju sinni yfir
viðræðum Bandaríkja-
manna og Sovétmanna og
sagðist vonast til að Sovét-
menn hefðu ekki dregið
sig endanlega út úr við-
ræðunum.
Samskipti Sovétmanna
og Bandaríkjamanna hafa
ekki verið jafn fjandsam-
leg í áraraðirog nú. Þegar
aðeins fjórir mánuðir eru
til forsetakosninganna í
Bandaríkjunum hefur
Reagan látið í Ijós vilja til
að bæta þau.
En ósk forsetans um að
brydda upp á viðræðum
um takmörkun kjarna-
flauga á fundinum í Vín
gæti orðið alvarlegur á-
steitingarsteinn. Sovét-
menn segja að þcim við-
ræðum verði ekki haldið
áfram fyrr en Bandaríkja-
menn hætta við uppsetn-
ingu Cruise og Pershing-2
eldtlaugna í Evrópu.
Flugfélag írans:
Flugfreyjur noti blæjur!
Róm-Reutcr
■ ítalskir dómarar ákveða
hvort níu flugfreyjur, sem starfa
fyrir flugfélag írans en eru bú-
settar í Róm, þurfi að nota
andlitsblæjur í vinnunni.
Lögfræðingar flugfreyjanna
báðu dómarana að úrskurða
hvort Iran Air, væri stætt á að
skipa flugfreyjunum að bera
hina hefðbundnu blæju frá 15.
júlí n.k.
Sjö flugfreyjanna eru ítalskar
en tvær íranskar. Þær segjast
ætla að neita að nota blæjuna
þar sem hún sé hluti af þjóðbún-
ingi en ekki einkennisbúningur
flugfélagsins.
Talsmaður Iran Air, sagði að
ekki hefði verið tilkynnt hvenær
úrskurðar dómaranna væri að
vænta en neitaði að tjá sig
frekar um málið.