NT


NT - 03.07.1984, Side 27

NT - 03.07.1984, Side 27
 ■ Bandaríkjamaðurinn John McEnroe sigraði í gær landa sinn Bill Scanlon 6-3, 6-3 og 6-1 í Wimbledonkeppninni í tennis. McEnroe stefnir nú að því að vinna keppnina, enda þykir hann mjög sigurstranglegur. Myndin var tekin í leiknum gegn Scanlon í gær. simamynd polfoto Heimsmet í 10000 ■ Portúgalinn Fernando Mamede setti í gær heimsmet í 10 þúsund metra hlaupi karla í frjálsíþróttamóti í Stokkhólmi. Mamede hljóp á 27:13,81 sek- úndu, og annar maður, landi hans Carlos Lopez var einnig Hafsteinn ■ Hafsteinn Óskarsson ÍR varð í gærkvöld fslandsmeistari í 3000 metra hindrunarhlaupi. Hafsteinn var nokkuð frá sínu besta, hljóp á 9 mín. 31,8 sek. Annar varð Gunnar Birgisson ÍR á 9:36,7 mín.og þriðji Einar Sigurðsson Breiðabliki á 10:11,3 mín. Keppni á Meistaramóti ís- lands í frjálsíþróttum 1984 lauk í gær með keppni í hindrunar- hlaupi, 4x400 metra boðhlaup- um karla og kvenna, og fimmt- arþraut karla. ÍR var sigursælt í gær, því auk þess að eiga fyrstu tvo menn í hindrunarhlaupii u undir gamla heimsmetinu sem Henry Rono frá Kenýa átti. Lopez hljóp a 27:17,48 mín, en gamla heimsmetið hans Henry Rono, sett fyrir 6 árum í Vín í Austurriki, var 27:22,04 mín. meistari sigruðu bæði karla og kvenna- sveitirnar. Karlasveitin var fyrst þriggja sveita sem tóku þátt, hljóp á 3:39,2 mín, önnur varð sveit FH á 3:48,6 mín.og þriðja sveit Breiðabliks á 4:00,7 mín. Kvennasveitin hljóp á 4:03,5 mín, og önnur og jafnframt síðust var sveit FH á 4:15,9 mín. Tveir ÍR-ingar kepptu í fimmtarþraut, og urðu í tveimur efstu sætum, keppendur voru ekki fleiri. Porsteinn Þórsson sigraði, hlaut 2674 stig, og Gunnar Páll Jóakimsson hlaut 1987 stig. Stangar- stökkvararnir í fararbroddi ■ Stangarstökkvar- arnir tveir, báðir fyrr- verandi heimsmethafar, Pierre Quinon og Thi- erry Vigneron, eru í fararbroddi 46 ólympíu- fara Frakka á leikana í Los Angeles í sumar. Þeir eru jafnframt helstu verðlaunavonir Frakka á leikunum, ekki síst þar sem Sovét- maðurinn og heimsmet- hafinn Sregei Bubka er ekki með. Vigneron stökk 5,85 metra á Evrópumótinu í Gautaborg í mars, og Quinon veitti honum harða keppni. Quinon varð Frakklandsmeist- ari í stangarstökki í fyrradag, stökk 5,70 metra, Vigneron stökk 5,60 og þriðji maður var Serge Ferreira, sem stökk einnig 5,60 metra. Þriðjudagur 3. júlí 1984 27 Lifandi blað Fylgirit NT um rðir og frístundir kemur út 12. júlí n.k. Lifandi blað fyrir lifandi fólk Auglýsingar sem birtast eiga í blaðinu, þurfa að hafa borist auglýsingadeild NT í síðasta lagi föstudaginn 6. júlí n.k. Símarnir eru: 18300 - 687648 og 686481 Golfmót lögreglumannc ■ Landsmót lögreglumam a - IPA mótið - í golfi fer fram á Hamarsvelli í Borgarnesi sunnudaginn 8. júlí n.k. og verður byrjað að ræsa út kl. 10.00. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Helga Daníelssonar eða Ragnars Vignis hjá RLR s: 44000 í síðasta lagi föstudaginn 6. júlí. Piquet vann ■ Heimsmeistarinn í kappakstri, Nel- son Piquet sigraði í Grand Prix kappakstrinum sem háður var um helg- ina. Piquet sigraði nú í öðrum Grand Prix kappakstrinum á skömmum tíma, þrátt fyrir að hann lenti í erfiðleikum í upphafi keppninnar. Piquet ekur á Brabham bifreið. I öðru sæti varð Martin Brundle á Tyrrel og þriðji varð Elio De Angelis á Lotus. Alain Prost varð fimmti. ÍRmótmælir ■ íþróttafélag Reykjavíkur sendi í vikunni Borgarráði Reykjavíkur bréf, þar sem félagið lýsir óánægju sinni með fyrirhugaða staðsetningu bensínstöðvar á íþrótta og útivistarsvæði í Suður- Mjódd í Reykjavík. Félagið beindi þeim tilmælum til Borgarráðs, að það falli frá þessari fyrirætlan sinni og finni stöðinni hcppi- legri stað. Milliríkjadómarar KDSI ■ Knattspyrnudómarasamband ís- lands hefur nú kunngjört nýja lista yfir milliríkjadómara. Á honum eru þeir sömu og voru síðastliðið ár auk tveggja nýrra. Þessir dómarar eru: Guðmundur Haraldsson Eysteinn Guðmundsson Þorvaldur Björnsson Óli l’. Ólsen Kjartan Ólafsson Sævar Sigurðsson (nýr) Þóroddur Hjaitalín (nýr) Torero skrúfut. þeir albestu St. 4’/a-101/2 kr. 2515,- Pele Santos St. 31/a - 91/2 Kr. 1025. W. Cup Menotti skrúfut - St. 5-9'/ kr. 1590.- - Star kr. 1975, Maradona malarsk. St. 3/2-12 Kr. 1358, Sportvöruvers/un Póstsendum auðvita Laugavegi 69 - sími 11783 Kiapparstig 44 - simi 10330

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.