NT - 03.07.1984, Blaðsíða 8

NT - 03.07.1984, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 3. júlí 1984 8 Einkunnaskali plötudóma NT: Meistaraverk Frábært Mjög gott Gott Ágætt Sæmilegt Ekkert sérstakt Lélegt Afburða lélegt Mannskemmandi með hljómsveitinni Manfred Mann’s Earth Band. Lagið heitir Running og er einhvers- konar rokklag. Veruleg áhrif frá Toto virðast vera í laginu, og þar sem Toto er einhver sú alslappasta hljómsveit sem komið hefur fram í mörg herr- ans ár þá eru það ekki holl áhrif. En þetta er jafnvel enn lélegra en Toto ef nokkuð er. Þetta er alveg virkilega út- þynnt rokk af amerísku gerð- inni, og er eiginlega glæpur að kalla þetta rokk. Ekki kaupa þetta í guðsbænum. ÁDJ Afburða lélegt Mannfred Mann’s Earth Band - Running ■ Ósköp er ég að verða þreyttur á að fá í hendurnar slæmar plötur til að dæma. Mikill meirihluti af þeim plötum sem nú koma út virðist ekkert erindi eiga á markað- inn. Þetta eru gjörsamlega til- gangslausir gripir. Svo er um plötu þá sem mér er ætlað að fjalla um hér. Þetta er plata Ferlega leiðinlegt - BonnieTyler/ Holding out for a hero CBS/Steinar samþykki eg aldrei aö se goti lag en ég er til í að viðurkenna að mikið er lagt í útsetninguna enda Jim Steinman enn að þykjast vera einhver Wagner poppsins í dag. Maður á bágt með að skilja vinsældir Bonnie Tyler. Sándið er auðvitað pott- þétt en það vantar aftur á móti allan ferskleika í allt í laginu. Á hlið tvö er lagið eingöngu leikið og þá skánar þetta strax og fólk getur þá sungið ein- hverja aðra laglínu með hljóm- ana undir sér. Það kemur ör- ugglega betur út. -Jól. ■ Þetta er lag sem ég á bágt með að þola. Það er hund- leiðinlegt og þreytt, saman- stendur af margnotuðum am- erískum klisjum. Söngurinn er bara eins og við er að búast frá BonnieTyler. Rámurogrymj- andi. Holding out for a hero Gilmour úti að aka David Gilmour - About Face EMI/Fálkinn ■ Hljómsveitin Pink Floyd virðist nú endanlega vera hætt. Tveir helstu meðlimir hljóm- sveitarinnar, Roger Waters og David Gilmour hafa að undan- förnu sent frá sér sólóplötur, og heitir plata þess fyrrnefnda The Pros and Cons of Hitch- hiking, en plata Gilmours heit- ir About Face. Það voru reynd- ar deilur milli þeirra tveggja sem ollu því að hljómsveitin hætti, Gilmour fannst eins og að The Wall og The Final Cut væru að mestu sólóplötur Wat- ers og hann fengi ekki að koma hugmyndum sínum að. A þessari nýju plötu Gilmo- urs er fjölbreytt lið aðstoðar- manna. Það er Gilmour sjálfur sem spilar á gítar og syngur, Jeff Porcaro spilar á trommur og slagverk, Pino Palladino á bassa og Ian Kewlay á orgel og píanó. Aðrir aðstoðarmenn eru t.d. Lois Jardine, ásláttar- leikari, sem er íslendingum að góðu kunnur fyrir samstarf við Mezzoforte og Bara-flokkinn. Steve Winwood, Anne Du- dley, Ray Cooper, John Lord og svo Bob Ezrin, sem ásamt með David Gilmour er upp- tökustjóri. Pete Townshend úr Who semur nokkra texta á plötunni. Vel á minnst, textarnir. Á plötum Pink Floyd voru venju- lega ágætis textar, eða a.m.k. eitthvað sem vit var í, eftir Roger Waters. En David Gilmour virðist að mestu rúinn þeim hæfileikum að semja góða texta. Textar hans eru endemis bull, það sem lengi hefur verið kallað á góðri ís- lensku ástarþvælubull. Maður- inn hefur fátt að segja okkur, enda löngu orðinn forríkur. Og svo er það músíkin. Á síðustu plötu Pink Floyd, the Final Cut, hafði tónlistin þró- ast út í næsta stefnulausa hluti. Það voru aðeins textar Walters sem björguðu henni, og platan slapp reyndar vel fyrir horn og vel það vegna þess. En hvað Gilmour hefur ætlað sér að bæta um í tónlistinni get ég ekki séð, alla vega ekki af þessari plötu. Það er ekkert af einkennismerkjum Pirik Floyd hérna, þetta er mun léttara en flest sem kom frá Pink Floyd, og eiginlega bara ósköp venju- legt popp. Það er fátt sem fær mann til að veita plötunni athygli, hún rennur í gegn án þess að nokkuð grípi hugann, nema ef til vill fyrsta lagið, Until We Sleep, sem er sæmi- legt tölvupopplag. Maður ósk- ar þess heitast að önnur plata sé á fóni'num. Ótrúlegt finnst mér að Gilrn- our eignist nýja aðdáendur með þessari plötu, en það getur verið að sumir Pink Floyd aðdáendur láti glepjast. En þeir kaupa þá örugglega ekki næstu plötu með honum. ÁDJ (3 af 10) Hálfgerð moðsuða Breakin - Úr kvikmynd Polydor/Fálkinn ■ Kvikmynd ein, Break- dance, hefur verið til sýninga í einu af kvikmyndahúsum bæjarins að undanförnu. Þar eru gerð skil því breakdance æði sem gripið hefur Banda- ríkjamenn að undanförnu, og þá einnig íslendinga. Nú er komin plata með lögum úr þessari kvikmynd, og nefnist platan Breakin. Utan á um- slaginu er mynd af tveimur svertingjum og einni hvítri stúlku, sem að öllum líkindum eru aðalstjörnurnar í kvik- myndinni. Eg hef semsagtekki séð kvikmyndina, og get ekki dæmt tónlistina sem kvik- myndatónlist. Það eru hinir ýmsu lista- menn sem eiga lög á þessari plötu. Það eru Ollie og Jerry, Bar-Kays, Hot Streak, Carol Lynn Townes, 3-V, Fire Fox, Re-Flex, Rufus og Chaka Khan og Taylor og Storrs. Af þessum flytjendum eru Re- Flex og Rufus og Chaka Khan þeirþekktustu. Engirafþekkt- ustu flytjendum elektrófönks- ins, eins og Grandmaster Flash eða Afrika Bambaataa eru með á plötunni. Það er mjög amerískt bragð að plötunni. Yfirleitt er erfitt að greina að hér sé um annað að ræða en enn eina ameríska verksmiðjuframleiðslu. Sé tónlistin borin saman við tón- listina úr Footloose, þá hefur nú þessi plata samt vinninginn og vel það. Á Footloose var allt versta úr amerísku rokki tekið og dengt saman á eina plötu, en hér er reynt að fá smá fönk inn í poppið. Tónlist- in á Breakin’ minnir að vissu leyti á tónlistina úr Flash- dance. Þetta er semsagt amerískt popp, kryddað með elektró- fönk töktum. Það eru eitt eða tvö lög sem geta talist hreint elektrófönk, Reckless, sem er besta lag plötunnar, og Showdown. Ónnur lög eru ekki eins góð eða beinskeytt og ekkert eitt lag plötunnar getur talist líklegt til vinsælda. Sem danstónlist er þessi plata sjálfsagt ágæt. Stífur taktur trommuheilans er ráð- andi í langflestum tilvikum, og mest af tónlistinni er spilað á synthesizera. Þessi plata getur engan veg- inn talist með því betra sem komið hefur fram í elektró- fönkinu. Ef menn vilja kynna sér þessa tónlist ættu menn að kaupa eitthvað annað, t.d. plötu Malcolm X, No Sell Out. Ég hef orðið var við að margir telja sig ekki skilja þessa tónlist, og telja sig ófæra um að hlusta á þetta. Til þess að skilja þetta verða menn að gera sér grein fyrir upprun- anum, og hversu lifandi tónlist þessi er. Hún kemur beint frá fólkinu í fátækrahverfum New Yorki svertingjum og innflytj- endum, er sköpuð af því og notuð af því. Þetta varð m.a. til þess að minnka glæpi f fátækrahverfunum, í stað þess að berjast fóru menn að dansa. ÁDJ (6 af 10) * Agætt er Sumarstuð - Ýmsir/Sumarstuð Spor. ■ Sumarstuð heitir enn ein safnplatan sem komin er út. Lögin á hana eru valin af Steinum og valið er nokkuð gott að þessu sinni. Á Sumar- stuði er að finna 14 lög, flest nokkuð ný. Á henni er að finna mörg vinsælustu lög landsins í dag og það er ekki amalegt aö hafa þau á einni og sömu plötunni. Platan hefst á Wham’ laginu, Wake me up before you gogo, sem hefur setið í 4 vikur í efsta sæti vinsældalista Rásar tvö. Þetta er gott popplag að mínu áliti, eitt það albesta á árinu. Motown áhrifin sterkoglaglín- an grípandi, söngurinn skemmtilegur og NB stórgóður bassaleikur. Ég hvet fólk ein- dregið til að hlýða á bassaleik- inn í laginu. Þá kemur Evelyn Thomas með lagið High En- ergy, diskópopp af ágætustu tegund. Mezzoforte á lag núm- er þrjú á hlið eitt og einhvern veginn finnst mér það stinga í stúf við heildaryfirbragð plöt- unnar. Lagið er samt sterkt og heitir Heima er best (þið þekk- ið það vel). Hazell Dean lætur til sín taka þegar Mezzo lýkur leik sínum. Auðvitað syngur hún Serchin. Mér finnst það leið- indalag en það á alveg heima á plötunni, enda vinsælt lag. Þá kemur lagið Love lies lost með Helen Terry, enn eitt lagið í gamla Motown stílnum, ansi grípandi lag. Uprock heitir lag númer 6 á hlið eitt, alveg óþolandi lag, en rapparar, skratsjarar og breikarar verða víst að fá sinn skammt. Loka- tónana á hlið eitt syngja Flying Pickets, When You’re Young and in Love, gamalt og gott lag, en ekki nándar nærri eins gott og Only You, enda varð það ekkert yfirgengilega vin- sælt hér á Fróni. Ultravox hefur leikinn á hlið tvö með laginu Dancing with tears in my eyes. Lagið er gott en sveitin algjörlega steingelt orðin. Hugmyndaleysið ótrú- legt í útsetningum. People are People kemur svo í flutning Depeche Mode, ágætis tölvu- popp. Enn eitt tölvupoppið er að finna í lagi númer þrjú á hlið tvö. Þar eru það OMD með lagið Locomotion sem naut mikilla vinsælda erlendis en hefur ekkert slegið í gegn hér. Tilvalið að raða tölvu- popplögum hlið við hlið. Fallegt lag Alvin Stardusts, 1 feel like Buddy Holly rennur svo ljúflega í gegn á eftir Locomotion. Loose Ends leika svo og syngja lagið Emergency (dial 999). Þaðervelprúdúser- að en hundleiðinlegt fyrir minn smekk. Captain Sensible rekur svo smiðshöggið á Sumarstuð og syngur lagið Glad it’s all over og það lag er allt í lagi. Mér finnst valið nokkuð gott, lögin eru mörg hver glóðvolg. Það eru samt nokkur lög þarna sem ég á bágt með að þola en ég ætla ekkert að láta það hafa áhrif á mig, blessaðan strákinn. Bestu lögin eru Wake me up before you gogo og Love Lies Lost. -Jól. (7 af 10) Sæmilegasta afþreying - Sumargleðin/ Af einskærri Sumargleði Steinar. ■ Sumargleði er fyrirbrigði sem allir vita hvað er. Hópur af tónlistar- mönnum og skemmtikröftum sem ferðast um gjörvallt ísland á sumrin og skemmtir lands- mönnum um helgar. Til þess að auka á vinsældir Sumargleð- innar hafa Ragnar Bjarnason og félagar sent frá sér tvær hljómplötur. Það er sú seinni sem hér er til umfjöllunar. Sú heitir Af einskærri Sumar- gleði. Fyrri platan þótti mér ágæt og á henni voru nokkur sterk dægurlög eins og Ég fer í fríið og Prins Póló sem slógu aldeilis í gegn, þið munið. Tónlist Sumargleðinnar er hálfgert „Halastjörnupopp" eða þannig, lauflétt da:gurlög með nokkuð gamaldags yfir- bragði. Að vísu eru útsctning- ar Gunnars Þórðarsonar til þess að gefa lögunum meira gildi, nútímalegt það er að segja. Á nýju Sumargleðiplötunni eru 12 íög, erlend og innlend við texta eftir Ómar Ragnars- son, Þorgeir Ástvaldsson og Þorstein Eggertsson. Flestir eftir Ómar. Tilgangur með plötu Sumar- gleðinnar hlýtur að vera fyrst og fremst að létta fólki lund. Ég á bágt með að trúa að ætlunin sé að gera klassískt listaverk. Sem afþreying nær platan nokkuð tilgangi sínum. Meira að segja ég hef bara gaman af sumum laganna. Platan hefst á laginu Júlla Jó sem er sungið af Hermanni Gunnarssyni. Lagið hæfir rödd Hermanns vel og er þrumu stuðari (þ.e. lagið og Hemmi). Þá kemur lagið, í þá gömlu góðu daga en það er eftir Gunnar Þórðarson, en hann stjórnar hljómsveit sinni á plötunni. Textinn við lagið er virkilega skemmtilegur og sýn- ir best hve Ómar getur nú sarnið góða texta, eða hnyttna, réttara sagt. Lagið er gott og skemmtilegt, besta lagið á plötunni. Þá kemur lagið Hvernig sem allt veldur, suð- rænt en hundleiðinlegt sungið af Ómari Ragnarssyni. En textinn er fyndinn. Lag númer fjögur á hlið eitt er sungið af Magnúsi Ólafssyni og heitir Pældíðí. Það er eftir Þorgeir Ástvaldsson og hentar Magnúsi vel. Oj-bjakk út í garði heitir næsta lag, sungið af Hermanni. Það er ótrúlega leiðinlegt lag að mínu áliti. Sumargleðidansinn heitir svo lokalagið á hlið eitt. Þar talar Bessi Bjarnason og kennir þennan Sumargleðidans. Ég held að það sé miklu skemmti- legra að heyra þetta lag á balli hjá Ragga Bjarnaogfélögum. Hlið tvö er ekki eins sterk og hlið eitt. Þar er aðeins eitt lag sem ég held að gæti slegið í gegn, Þeir Sumargleðimenn. Þar er algjör Halastjörnubrag- ur á því. Restin á lilið tvö er svo sem ekki neitt neitt, lögin flest frekar leiðinleg, allavega fyrir minn smekk. Ég hafði aftur á móti gaman að heyra Kalla Möller og Stebba trymbil syngja lagið um Hansa og Herjólf. Þá er búið að renna svona yfir plötuna og niðurstaðan er þessi að mér finnst tilfinnan- lega vanta fleiri sterka smelli (hit-lög). Bestu lögin eru I þá gömlu góðu daga og Júlla Jó, en hitt er í meðallagi. Söngurinn er auðvitað upp og ofan. Upp úr stendur rödd Ragnars Bjarna- sonar sem er mjög falleg og alltaf sérstök. Hermann, Ómar, Magnús og Bessi eru ekki bestu söngvarar í heimi, heldur fyrst og fremst menn til að flytja gamanmál. Þeir standa samt fyllilega fyrirsínu. Sumargleðiplatan þessi er hin sæmilegasta afþreying og kemur sjálfsagt til með að heyrast þó nokkuð í hinum ýmsu óskalagaþáttum en per- sónulega finnst mér ekki nógu mörg skemmtileg lög á henni. -Jól. (5 af 10)

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.