NT - 03.07.1984, Page 11
tt
Athugasemd frá
Fuglaverndarfélagi íslands:
Arnarstofninn vex mun
hægar en af er látið
■ Allt tal um að arnarstofninn hafí vaxið um þriðjung á undan-
förnum þremur árum er út í hött, segir í athugasemd Fugla-
verndarfélags íslands.
■ Nokkuð hefur verið skrifað
undanfarið um hafernina á Is-
landi, meinta fjölgun þeirra og
tjón sem þeir eru sakaðir unt að
valda. Þar hefur verið fremstur
í flokki Árni G. Pétursson,
hlunnindaráðunautur, en hann
virðist hafa misskilið upplýsing-
ar sem hann fékk hjá Náttúru-
fræðistofnun Islands. Því vill
Fuglaverndarfélagið taka fram
eftirfarandi:
1. Skv. athugun sem gerð var
sumarið 1983 eru nú 30-40 arn-
arpör á landinu. Hærri talan er
fengin nteð því að telja par alls
staðar þar sent fullorðinn örn
sást um sumarið og eins ef gert
er ráð fyrir pari á þeim stöðum
sem ekki voru kannaðir 1983,
en ernir hafa sést á undanfarin
ár.
Til samanburðar má geta þess
að á árunum 1974-76 töldust
vera 30-35 pör á iandinu svo að
fjölgun um 10 pör á undanförn-
um þrem árunt, eins og haldið
hefur verið fram, hefur ekki átt
sér stað. Arnarstofninn hefur
vissulega farið vaxandi undan-
farna tvo áratugi (á miðjum
sjöunda áratugnum voru um 20
pör á landinu), en aukningin
hefur verið mjög hæg og allt tal
um að stofninn hafi vaxið um
þriðjung á þrem árum er út í
hött. Slíka stofnstærðaraukn-
ingu væri frekar að finna hjá
kanínum en haförnum. Þess
má geta að hjá nokkrum af
arnarpörunum hérlendiserann-
ar fuglinn ókynþroska en slíkt
er merki þess að stofninn sé
langt fyrir neðan eðlilega stærð.
2. Ungir ernir eru á flakki
fyrstu árin og sjást því víða unt
land. Það er því ekkert nýtt að
ernir sjáist utan hcfðbundinna
arnarsvæða.
3. Undanfarinn áratug hafa
ernir byrjað að verpa á nýjum
stöðum en á móti kemur að
arnarvarp hefur lagst af á nokkr-
um gömlum og grónum stöðum.
4. Því er haldið fram að
skýring á dauða þeirra arna sem
fundist hafa sjóreknir sé sú að
þeir hafi drukknað við veiðar,
en ekki farist af eitri. Þessi
skýring stenst ekki því örninn
veiðir oft fisk með því að skella
sér í sjóinn og á þá ekki í
neinum vandræðum með að ná
sér aftur á fiug. Mörg dænii um
slíkt hafa verið kvikmynduð og
má t.d. minna á breska mynd
um haförninn sem sýnd var í
sjónvarpinu ekki alls fyrir
löngu.
5. Það er ekki unnt að sanna
að þeir ernir sem fundist hafa
dauðir hafi drepist af svefnlyfi
því (fenemali), sem dreift er á
arnarsvæðum, en það er þó ekki
'ólíkiegt. Eitrinu er dreift á slor
og hræ og er eins líklegt að ernir
komist í eitrið eins og svartbak-
ur og hrafnar. Einnig getur
örninn étið hræ þeirra fugla sem
drepist hafa af völdum eitursins.
S.l. ár var dreift tæplega55 kg
af fenemali á strendur landsins.
Banvænn skammtur fyrir rnann
er um 1 g og á einu ári var því
dreift eitri sem nægir til að bana
fjórðungi íslendinga. Má telja
furðulegt að slíkt skuli viðgang-
ast, sér f lagi þar sem slíkur
eiturútburður ergersamlega til-
gangslaus til fækkunar ntáfum.
Það hefur margoft komið
fram að álit sérfróðra manna er
að dráp nokkurra þúsunda,
jafnvel tugþúsunda máfa árlega
hefur lítil sem engin áhrif á
stofnstærð þeirra. Miklu árang-
ursríkara væri að reyna að
minnka hið takmarkalausa
framboð á fæðu í formi fiskúr-
gangs, sem þessir fuglar hafa
aðgang að. Á þetta hefur aldrei
verið hlustað, enda mundu um-
svif embættis veiðistjóra
minnka mjög.ef þessi leið væri
farin.
Það er Ijóst að arnarstofninn
er enn mjög lítill og því full
ástæða til að vara við þeim
áhrifum sem útburður svefnlyfs
kann að hafa á arnarstofninn.
Nægir þar að minna á að eitrun
fyrir refi hafði nær útrýmt örn-
um af landinu.
■ Dúkkurnar frá Kaliforníu og þjálfarinn þeirra. Talið frá
vinstri: Vicki Frederick, Peter Falk og Laurence Landon.
Nýja bíó:
Góð glíma er
gulli betri
Stúlkurnar frá Kaliforníu (The
California Dolls). Bandaríkin
1981. Handrit: Mel Frohman.
Leikendur: Peter Falk, Vicki
Frederick, Laurence Landon,
Burt Young, Tracy Reed, Ursa-
line Bryant-King. Leikstjóri:
Robert Áldrich.
■ Það gerist allt of sjaldan, að
auglýsingar kvikmyndahúsanna
eigi við einhver rök að styðjast
í raunveruleikánum. Slíkt cr þó
tilfellið með mynd Nýja bíós að
þessu sinni. Hún er bráö-
skemmtileg eins og auglýsingin
segir, en hún er líka mcira
nefnilega hörkuspennandi. Það
er heldur ekki neinn aukvisi,
sem stjórnar ferðinni, sjálfur
Robert Aldrich.
Dúkkurnar frá Kaliforníu eru
tvær bráðhuggulegar fjöl-
bragðaglímukonur, sem fcrðast
milli borga Bandaríkjanna,
ásamt þjálfara sínunt, bílstjóra
og umboðsmanni (sem er einn
og sami nraðurinn) í leil að
frægð og frama. Það er gamal-
kunn staðreynd, að leiðin upp á
toppinn er þyrnum stráð, og
þessi mynd gengur ekki í ber-
högg við þau sannindi. En eins
og í öllunt móralskt uppbyggj-
andi sögurn, tekst hetjunum
það, sem þær ætla scr. Áður en
því takmarki er náð, gengur
hins vegar á ýmsu, bæði í
samskiptum þrenningarinnar
innbyrðis, svo og í samskiptum
hennar við aðra glímukappa og
skipuleggjendur kappleikja.
Yfirbragð Stúlknanna frá
Kalilörníu er allt á léttari nótun -
um, þó svo að einstaka drama-
tísk augnablik fái líka að fljóta
með. Leikararnir eru í essinu
sínu, einkum Peter „Colombo"
Falk í hlutverki ltins óperusinn-
aða þjálfara, sent vill stúlkunum
sínum vel. Óborganlegur
maður. Þær Vicki Frederiek og
Laurence Landon eru einnig
framúrskarandi, en bestar í
glímuatriðunum, þar sem þær
haga sér eins og fæddir meistar-
ar.
Öll úrvinnsla efnis er fyrsta
flokks, sérstaklega eru glímu-
atriðin góð, þarseni myndavélin
er bæði áhorfandi og þátttak-
andi í senn.
Stúlkurnar frá Kaliforiiíu er
sannkölluð sumarmynd.
Guðlaugur Bergmundsson
HINIR VIÐURKENNDU
Tl N DAR
FRÁ CLOSE YOULE
í ALLAR HEYVINNU-
VÉLAR FRÁ OKKUR
MJÖG HAGSTÆTT VERÐ
ÁRMÚLA3 REYKJAVIK SIMI 38900
VARAHLUTAVERSLUN SÍMI 39811
H
BÆNDUR
Nú -eins og
undanfarin sumur
bjóöum viö bændum
sérþjónustu.
Á laugardögum er
mriRup varahluta-
verslun okkar opin frá
kl. 10.00.til 14.00.
0
IfEmper Komið eða hringið, IhH|IH|II|!
þjónustusíminn er 91 -39811
BÚNADARDEILD
ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900