NT - 03.07.1984, Page 28
LÚRIR ÞÚ Á FRÉTT?
HRINGDU ÞÁ Í SÍIVIA 68-6S-38
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn.
Greiddar verða 10OO krónur fyrir Hverja ábendingu sem leiðir
til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðír
til bitastaeðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gaett
\
■ Þegar tekið er tillit tU þess
að gervöll stjórnarandstaðan
blés í herlúðra í gær, kom það
mönnum á óvart hversu fá-
mennur útifundurinn á Lækjar-
torgi var. NT mynd: Ari.
þátttakendur á útifundi stjórn-
arandstöðuflokkanna á Lækjar-
torgi í gær.
Tómas Jónsson verkamaður
kvaðst þess fullviss að eitthvað
yrði gert, það væri alveg á
hreinu og væri hann fylgjandi
aðgerðum. Sagði hann einu
leiðina að fara í hart - verkföll
og þess háttar. Eins og ástandið
væri nú þá væri það ekki viðun-
andi og enginn hefði efni á því
að lifa.
Margrét Björnsdóttir ræsting-
arkona í Sókn sagðist reikna
með því að það yrði barátta
með haustinu. Væri hún eindreg-
ið fylgjandi aðgerðum því það
yrði að bæta lífskjörin, það væri
ekki hægt að lifa á þessu
kaupi. Hún kvaðst ekki hafa
Fáir hlýddu kallinu en
hugur í þeim sem mættu
■ Þátttaka í mótmælaaðgerðum stjórnarand-
stöðuflokkanna á Lækjartorgi í gær var mun
minni en gert hafði verið ráð fyrir af þeim sem
stóðu fyrir fundinum. Kjörorð aðgerðanna var:
Hrindum árásinni á kjörin - til baráttu í haust og
héldu 7 ræðumenn tölu, þ.á.m. Svavar Gestsson
þingmaður Abl., Jón Baldvin Hannibalsson
þingmaður Alþýðuflokksins og Stefán Bene-
diktsson frá Bandalagi jafnaðarmanna.
Sagði Stefán í samtali við NT
að þeir gætu sjálfum sér um
kennt því fundurinn hefði verið
lítið auglýstur. Taldi hann ör-
uggt að óánægja fólks með kjör-
in væri meiri en þessi fundur
bæri vott um. Jón Baldvin
kvaðst hafa heyrt því fleygt að
um 1000 manns hefðu verið á
Lækjartorgi, þegar mest var, en
samt.væri hann engan ve'ginn
ánægður með mætinguna. Hins
® Stjórnarandstöðuflokkarnir stilltu upp sínum sterkustu ræðu-
mönnum og voru þar á meðal Svavar Gestsson, Stefán Benediktsson
og Jón Baldvin Hannibalsson. NTmynd: Ari.
vegar væri gamla verðbólguhugs-
unin enn rík í Islendingum. Það
félli á okkur víxill 1. september
en fólk færi ekki að gera neitt í
málunum fyrr en kæmi fram í
ágúst. Að venju ber mönnum
ekki saman um fólksfjölda á
útifundum en að sögn lögregl-
unnar voru milli 250-300 manns
á Lækjartorgi í gær.
Hvað segja fundarmenn?
Hvað telur fólk að gerist í
haust? Eru menn fylgjandi ein-
hverjum aðgerðum? Og þá
hverjum? Hafa menn efni á því
að fara út í harðar aðgerðir,
jafnvel verkfall? Þessar spurn-
ingar lagði NT fyrir nokkra
efni á því að fara út í aðgerðir
en hún hefði ekki heldur efni á
því að gera ekkert.
Sigurgeir Kristjánsson af-
greiðslumaður taldi efalaust að
það yrðu verkföll í haust oe
kvaðst hann hlynntur slíkum að-
gerðum. Sagðist hann hafa haft
efni á því að fara í verkfall á
kreppuárunum og því hlyti hann
að hafa það einnig nú.
Árný Pálsdóttir kennari var
sömuleiðis á þeirri skoðun að
það kæmi til verkfalla í haust og
það þyrfti að hækka launin veru-
lega til að ráða bót á þeim vanda
sem almenningur ætti við að
etja. Kvaðst Árný tindregið
fylgjandi verkfallsaðgerðum,
hún væri tilneydd, það væri
ekkert annað hægt að eera.
Vinnuskóli Akureyrar:
Krakkarnir sjá um hirð-
ingu lóða hjá öldruðum
- og félagsmálaráð greiðir mestan hluta kostnaðarins
■ Á Akureyri á aldrað fólk
þess kost að fá unglinga frá
Vinnuskólanum til að hirða lóð-
ir sínar gegn því að greiða
aðeins nokkurn hluta kosnaðar-
ins, en meirihlutinn er greiddur
af félagsmálaráði bæjarins.
Kostnaður við hirðingu meðal
lóðar, þe. sláttur og klipping og
hirðing á beðum er áætlaður
5.400 kr. miðað við fjögur skipti
yfir sumarið og þar af greiðir
félagsmálaráð 3.000 krónur.
„Sérstakur 10 manna flokkur
frá Vinnuskólanum hefur þetta
verkefni með höndum og
gengur mjög vel. Þessi þjónusta
er töluvert notuð og fer það
held ég heldur vaxandi, kannski
vegna þess að hér eru nú komin
svo öflug samtök aldraðra og ég
gæti trúað að þau geri fólk
meðvitaðra um hvaða mögu-
leika það hefur í kerfinu okkar.
Við höfum raunar einnig hjálp-
að fólki á veturna líka við
grisjun með okkar mannskap“
sagði Árni Steinar Jóhannsson
garðyrkjustjóri á Akureyri í
samtali við NT, en hann er
jafnframt yfirmaður Vinnuskól-
ans.
í Vinnuskólanum sagði Árni
Steinar skráða alla 13, 14 og 15
ára unglinga bæjarins sem þar
vildu komast að og í sumar væru
þeir alls 416 talsins. Taldi hann
það hlutfallslega mun fjöl-
mennara lið en hjá bæjarfé-
lögum á Reykjavíkursvæðinu,
en samsvarandi tala í Reykjavík
mundi vera um 2.650 krakkar í
vinnuskóla.
Árni Steinar sagði Vinnuskól-
ann sjá um hirðingu alls bæjar-
ins, grasoggróðurreiti. Sérstakt
átak hafi verið gert í vinnu-
skólamálum á síðasta ári þar
sem reynt var að endurskipu-
leggja alla starfsemina og gera
verkin meira spennandi, og
hefði það gefist mjög vel. M.a.
hafi bænum verið skipt upp í
hverfi, sem hvert um sig hafi
sinn flokksstjóra og sínar hverf-
ismiðstöðvar, og allir mæti síð-
an til vinnu á sama staðinn í
hverju hverfi. Flokksstjóri hafi
umsjón með öllum framkvæmd-
um á sínu svæði, en það geri
starfsemina bæði stjórnunarlega
betri, þar sem alltaf er þá hægt
að ganga beint að þeim sem
ábyrgðina hefur hverju sinni,
og auk þess hafi krakkarnir
meiri metnað fyrir sinn bæjar-
hluta og það gefi meiri afköst
hjá þeim.
Jafnframt sagði Árni Steinar
reynt að hafa fjölbreytnina í
störfum eins mikla og hægt er
innan hvers bæjarhluta. Það sé
bæði lærdómsríkt fyrir krakk-
ana og geri þau síður leið á
störfunum.
Spurður sagði Árni engu grasi
af bæjarlandinu hent heldur fari
það allt til hestamanna í
bænum. Á vorin fari það mest í
hólf þar sem hestar eru geymdir,
kannski á litlum haga, en þegar
líður á sumarið taki menn það á
eigin völl og þurrki. „Við reyn-
um að sóa ekki afurðum lands-
ins og ég trúi ekki öðru en flestir
séu sama sinnis", sagði Árni
Steinar.
■ Maríus Helgason og Bergþóra Eggertsdóttir og hundurinn
þeirra Perla á svölum húss þeirra við Þingvallastræti. Sögðust þau
vera mjög þakklát fyrir þá þjónustu sem Vinnuskóli Akureyrar er
með því þau eru bæði orðin það gömul að þau treysta sér ekki til
að sjá um lóðina sína sjálf. NT-mynd: kg