NT


NT - 03.07.1984, Side 5

NT - 03.07.1984, Side 5
Nýtt fiskiðjuver á Sauðárkróki 5 ■ Fiskiðja Sauðárkróks hefur nú lokið við að reisa nýtt físk- iðjuver og beinamjölsverk- smiðju sem eru fjögur þúsund fermetrar að stærð. Húsin hafa þegar verið tekin í notkun. Oll aðstaða við vinnu og framleiðslu í hinu nýja fiskiðju- veri er mjög fullkomin að því er greinir í fréttatilkynningu og í fremstu röð sem þekkist hér- lendis. Verði húsið starfrækt með fullri nýtingu er áætluð vinnsla þrjátíu tonn á dag af hráefni og er þá miðað við eitt til tvöhundruð manns í vinnu. Byggingarkostnaður þessara framkvæmda mun losa hundrað milljónir króna. Stærsta varmadæla landsins í gagnið ■ Ársfundur Sambands ís- lenskra hitaveitna var haldinn á Akureyri um helgina. Aðalmál fundarins voru varmadælur og var stærsta varmadæla landsins, sem er á Akureyri, tekin í notkun um helgina. Þá var vinnslueftirlit á lághitasvæðum og samanburður á hitunarkostn- aði meðal umræðuefna. Á fund- inum var Vilhelm Steindórsson hitaveitustjóri á Akureyri endurkjörinn formaður sam- bandsins. Varmadælur þær sem nú eru að festa rætur í orkubúskap hérlendis hafa þann eiginleika að flytja hita úr einu forrni í annað. Þannig er hægt að vinna háan hita úr volgu afrennsl- isvatni. 1 umræðum um vinnslu- eftirlit kom fram að nauðsyn er talin á eftirliti með hitasvæðun- um svo ekki sé gengið á heita- vatnsforðann í jörðunni, en hann er nú ekki talinn svo óþrjótandi sem áður var álitið. Þá skoraði fundurinn á yfir- völd að létt yrði söluskatti og verðjöfnunargjaldi af rafmagni sem selt er til að dæla heitu vatni. Taldi fundurinn þetta óeðlilegt þar eð verið væri að skattleggja öflun orkunnar og gerði hitaveitur auk þess illa samkeppnisfærar við rafmagns- hitun sem í ofanálag er niður- greidd. ■ Séð inn í flökunarsalinn 8 Fiskiðjuverið Ljósmynd Hreinn Hreinsson Harðfiskur og hvítvín 8 Harðfískur er góður með smjöri og þurru hvítvíni, ís- lenski bjórinn er hressandi - og áfengissnauður og gúrkur fást á kjörverði, aðeins 5 mörk stykkið eða svo. Þetta er örlítið brotabrot af þeim fróðleik um ísland sem Gudrun Marie Hann- eck-Kloes hefur safnað sam- an í handbók fyrir þýskumæl- andi túrhesta sem ferðast til íslands á eigin vegum. Fyrir utan ýmislegt venju- bundið ferðamannaefni sem náttúrlega er aðalefni bókar- innar, hefur Guðrún María dregið fram ýmsa þjóðlífs- þætti sem vafalaust eru sér- kennilegir í augum útlend- inga, þótt okkur íslendingum sjálfum þyki sjálfsagðir hlutir. Þannig ver hún all- löngu máli í að útskýra nafn- giftir íslendinga og það furðulega fyrirbrigði að símaskránni skuli raðað eftir fornöfnum. r Neytendafélag Borgarfjardar: „Hagsmunir neytenda og bænda fara saman í verðlagsmálum" 8 Aðalfundur Neytendafélags Borgar- fjarðar var haldinn nú fyrir skömmu. Á fundinum var m.a. samþykkt ályktun þar sem minnt var á mikilvægi landbúnaðar- ins fyrir atvinnulíf þjóðarinnar og byggðaþróunina í landinu. Taldi fundurinn að á mörgum sviöum tari saman hags- munir bænda og neytenda í verðlagsmál- um landbúnaðarafurða og hvatti til auk- ins samstarfs milli bændasamtaka og neytendasamtaka. 8 Sóknarprestur ásamt þingfulltrúum að aflokinni friðarguðsþjónustu í Reykholts- kirkju. Friðarguðsþjónusta í Reykholtskirkju 8 Ádögunum varhaldið kirkju í framhaldi af þing- dikaði og Ingibjörg Þor- í Reykholti þing Sam- inu, þar sem sóknarprest- steinsdóttir annaðist org- bands borgfirskra kvenna. urinn, séra Geir Waage anleik. Þingfulltrúar að- Fjölsótt friðarguðsþjón- þjónaði fyrir altari, frú stoðuðu að öðru leyti við usta fór fram í Reykholts- Sigríður Thörlacius pré- guðsþjónustuna. MEGRUN án mæðu FIRMALOSS GRENNINGARDUFT Útsölustaðir: Reykjavík og nágr. Árbæjarapotek. Borgarapotek, Háaleitisapotek, Reykjavíkurapotek, Vesturbæjarapotek, Lyfjabúðin Iðunn, Ingólfur Óskarsson, Laugavegi 69, Orkubót, Grensásvegi 7, Orkulind. Brautarholti 22. Æfingastöðin, Engihjalla 8. Kóp., Apotek Norðurbæjar. Hafnarfirði, Þrekmiðstöðin, Dalshrauni 4. Hafn., Sólnes, Austurströnd 1, Seltjarnarnesi, Landið Elva Ólafsdóttir, Brimhólabr.31, Vestm.eyj. Ölfusapotek, Hveragerði, Álfhildur Steinbjörnsd., Reykjabr. 19, Þorlákshöfn, Erlingur Jónsson, Hólagata 15. Sandgerði, Baðstofan Grindavík, Þel Hárhús, Keflavik, Apotek Akranes, Heilsuræktin Borgarnesi, Partreksapotek, Patreksf., Helga Kristinsd., Móholt 2, Ísafirði, Kristín Gunnlaugsd., Brimnesv. 28, Flateyri. Siglufjarðarapotek, Stjörnuapotek, Akureyri, Apotek Akureyrar, Blönduósapotek, Dalvíkurapotek, Sauðárkróksapotek, Apotek Austurlands. Seyðisfirði, >fixl«nicikklin j Dugguvogi 7, sími 35000 •» PÖIMTUNARSÍMI 35000 I w©ite!teif f OKKUR ER ANNT UM HEILSU ÞÍNA

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.