NT - 03.07.1984, Side 2
r
Þriðjudagur 3. júlí 1984 2
Verðmæti frímerkjanna á NORDIA:
Eyrarbakki:
Fyllti mörg
fjárlagagöt
- sýningin verður opnuð í dag
Ekkert
verkfall!
■Ekkert varð úr fyrirhuguðu
setuverkfalli starfsfólks Hrað-
frystistöðvarinnar á Eyrarbakka
í gær. Mikill kurr var í fólki yfir
að hafa ekki fengið kaupið sitt
á föstudeginum og stóð til að
efna til aðgerða strax eftir helg-
ina ef ekkert rættist úr málum.
„Það hafa allir fengið sín laun
og því allir ánægðir“, sagði
Eiríkur Gíslason verkstjóri við
NT, „og því verður ekkert setu-
verkfall héránæstunni". Kvaðst
hann vonast til að þetta væri nú
úr sögunni og starfsfólkið fengi
sín laun eftirleiðis á föstu-
dögum.
|srs| Aðgerðir á næstunni?
^ « ■ ■ ■ ■■ ■« ■ m ■■■ * ■ ■ ■
- Við bíðum ekki mikið lengur, segir fulltrúi brunavarða
■ „Við bíðum ekki mikið
lengur eftir afgreiðslu borgar-
ráðs. Frestunin á sínum tíma
þegar við fórum ekki í aðgerðir
í byrjun júní byggðist á því að
borgarráð hefði nú fengið
málið. Síðan hefur ekkert gest,
mér skilst að nú síðast bíði
menn þar eftir að einhverjum
sumarfríum Ijúki og ef ekkert
gerist að þeim loknum þá má
alveg búast við aðgerðum af
okkar hálfu“, sagði Baldur
Baldursson fulltrúi brunavarða
í Starfsmannafélagi Reykjavík-
urborgar.
Eins og kunnugt er hafa
brunaverðir í Reykjavík mót-
mælt núverandi fyrirkomulagi
sjúkraflutninga þar sem enga
aðhlynningu er hægt að veita
þeim sem fluttir eru nema í
neyðarbílnum sem aðeins er
notaður að degi til. Vilja þeir fá
að sækja námskeið þannig að
þeir séu í stakk búnir til að veita
undirstöðuhjálp í neyðartilvik-
um og læri að beita einhverjum
þeim tækjum sem að gagni
kunna að koma.
í maímánuði stóð þessi deila
sem hæst og skipaði borgarráð
nefnd í málið sem síðan skilaði
frá sér áliti til afgreiðslu í
ráðinu. Á sama tíma sendu
landlæknisembættið og sjúkra-
flutninganefnd frá sér álit og var
þá ákveðið af hálfu brunavarða
að fresta aðgerðum uns borgar-
ráð hefði afgreitt umrædd gögn.
Nú rúmum mánuði síðar hefur
ekkert gerst í málinu og er
aðgerða að vænta frá bruna-
vörðum ef þeirri bið fer ekki að
linna.
■ Sennilega hafa aldrei verið
meiri verðmæti saman komin í
Laugardalshöllinni en einmitt
nú. A gólfi hallarinnar er stand-
ur við stand, hver og einn einasti
klæddur fágætum frímerkjum,
sem verða til sýnis á NORDIÁ ’84 •
norrænni frímerkjasýningu sem
verður opnuð í dag og stendur
til sunnudags.
Þegar NT menn voru á ferð-
inni í höllinni í gær var verið að
leggja síðustu hönd á undirbún-
ing sýningarinnar. Þegar fróðir
menn á sviði frímerkja voru
spurðir um heildarverðmæti
sýningargripanna varð fátt um
svör „en bara þessi bás myndi
fylla mörg fjárlagagötsagði
einn viðstaddra.
Sem dæmi má nefna, að á
sýningunni verða 40 skildinga-
frímerki, sem eru frá árunum
1873 til 1876, en aðeins 57 slík
frímerki eru til í heiminum.
Flest, þessara frímerkja hafa
varðveist í þjóðskjalasafninu
utan á bréfum til íslenskra höfð-
ingja frá þessum tíma, meðal
annars þeirra Skúla Magnússon-
ar, landfógeta og Jóns Sigurðs-
sonar, forseta.
■ Það vcrður stór stund fyrir
íslenska frímerkjasafnara þegar
frímerkjasýningin verður opnuð
í dag. A myndinni eru kunnir
safnarar: Þór Þorsteins, Páll
Ásgeirsson og Jón Aðalstcinn
Jónsson.
NT-mynd Árni Sæberg
Nýju gistihúsin við Vík í Mýrdal eru einstaklega hentugur
áfangastaður á ferð um Suðurland.
Þar gistirðu í fögru og sérkennilegu umhverfi og nýtur
fuglalífs í klettum og fjöru sem á sér varla nokkra hliðstæðu.
Þá er örstutt í þjónustumiðstöðina Víkurskála.
f öllum húsunum er fyrsta flokks aðstaða
til lengri og skemmri dvalar - tvö tveggja manna
svefnherbergi eru í hverju húsi, baðherbergi, forstofa og
eldunaraðstaða. Húsin eru leigð út í heilu lagi
eða einstök herbergi.
Allar nánari upplýsingar veita
Gistihús KS og Samvinnuferðir-Landsýn.
Bókanir:
Gistihús KS ° Vík í Mýrdal ° Sími 99-7193
■ Lestar Viðeyjarinnar voru fullar upp í lúgukarma þegar hafíst var handa við að landa
Úr henni í gær. NT-mynd Ari
Viðey RE landar
330 tonnum:
Fékk 200
tonná
3 dögum
■ Reykjavíkurtogararnir hafa
svo sannarlega veriö að fá hann
undanfarna daga. Togarinn
Viðey kom til hafnar um helgina
með 330 tonn af fiski, sem er
fullfermi, og fékkst aflinn á 11
dögum á miðunum út af Suð-
Vesturlandi.
Þorri aflans var ufsi, um það
bil 200 tonn, sem fengust á
þremur sólarhringum nokkuð
snemma í veiðiferðinni. Lenti
togarinn þá í moki og fékk allt
upp í 35 til 40 tonna höl.
Afgangurinn af afla Viðeyjar-
innar var karfi.
Gaumgæfðu sjúkdóminn
og veldu þér tíma
■ Fyrir skemmstu skýrði NT frá
því að eftir hækkun á gjaldskrá
læknavitjana væri orðið mun dýr-
ara að kalla á lækni fyrir klukkan
fimm heldur en eftir þann tíma.
Gleymst hafði að færa hækkunina
jafnt yfir á eftirvinnu og dagvinnu
og ekki hafa borist neinar fréttir af
leiðréttingu á þessu öfugsnúna
kerfi. En menn skyldu þó vara sig.
Því fer fjarri að alltaf borgi sig að
geyma kallið þangað til eftir fimm.
I blaðinu í dag segir nefnilega frá
því að eftir að hefðbundnum
vinnutíma lækna ljúki á daginn sé
enginn slíkur eða neinn sem vit
hefur á hjúkrun með í ferðum í
sjúkrabílum höfuðborgarinnar.
Þeir eru búnir að stimpla sig út og
brunaliðsmenn eru enn sem komið
er ófróðir um alla neyðar-
umönnun.
Niðurstaðan er sem sagt sú að þér
beri að skoða vel áður hversu
alvarlegt tilfellið er og velja svo
tímann. Sé aðeins létt kvef á
ferðinni þá er sjálfsagt að bíða
eftir hagstæðari taxtanum en þurfi
að kalla á sjúkrabíl vegna alvar-
legri hluta þá er vissara að vera
ekki aðslíku á kvöldin. Hjartaáfall
síðdegis er beinlínis stórhættulegt!
Tvísaga Borg-
nesingar
■ í ágætis kynningarbæklingi um
„Bæinn við brúna“ (Borgarnes
hvað annað) erum við óbeint
minnt á að gagnrýninn yfirlestur á
alltaf rétt á sér. Á annarri síðu
þessa glæsilega og myndskreytta
bæklings stendur þessi ágæta
setning: „Byggð og verslun í Borg-
wtomn
arnesi á sér ekki langa sögu“.
Fyrirtaks setning sem síðan er
rökstudd nteð tilvísun í sögu þessa
ágætisstaðar. En á baksíðu bæk-
lingsins kemur aftur önnur setning
sem ruglaði lesara alveg í ríminu.
„Borgarnes er eins og áður sagði
gantalgróinn verslunarbær." Með
öðrum orðum: Borgarnes er gam-
algróinn verslunarbær, en verslun
þar á sér ekki langa sögu. Geri
aðrir bæir betur.