NT - 03.07.1984, Qupperneq 17
IU'
Þriðjudagur 3. júlí 1984 1 7
íslendingur, allur útstunginn eftir hulnálar.
■ Hérgefur að líta hassolíuleifar (t.v.), amfetamín (í
skálinni og bréfunum við hliðina), og kókaín (lengst
t.h.). Á lítilli pappírsplötu efst lyrir miðju eru tveir
skammtar af LSD og vinstra megin er hassmoli. Allt var
þetta tekið á einum og sama staðnum.
iin vfir fancfi d
tíðindum af því tagi sem hér
hafa komið fram. í janúar
síðastliðnum skipaði dóms-
málaráðherra nefnd í samræmi
við þingsályktun sem sam-
þykkt var á Alþingi um skipu-
lagðar aðgerðir gegn ólög-
legum innflutningi og dreifingu
ávana - og fíkniefna. Var
nefndinni falið að gera tillögur
um aðgerðir gegn innflutningi
og dreifingu ávana - og fíkni-
efna, rannsóknaraðferðir í
ávana - og fíkniefnamálum,
og úrbætur á toll - og löggæslu
í því skyni að fyrirbyggja inn-
flutning og dreifingu ávana -
og fíkniefna. Nefndin átti að
skila áliti 1. mars s.l. sem hún
gerði, en að sögn Gísla Björns-
sonar, deildarstjóra fíkniefna-
lögreglunnar, þá hefur lítið
frá ráðuneytinu heyrst eftir
það. Að sögn Björgvins Björg-
vinssonar, hjá fíkniefnalög-
reglunni þá er það mikið
vandamál hvernig búið er að
fíkniefnalögreglunni og rann-
sóknaraðstöðu hennar.
„Fíkniefnalögreglan reikar á
afar ótraustum grunni og henni
veitti ekki af skýrari löggjöf".
sagði Björgvin. „Erlendis et
unnið kerfisbundið að því að
rannsaka fíkniefnamál með
mun betri tækjakosti og mann-
afla en hér er gert“, bætti hann
við. Gísli Björnsson tók undir
þetta og bætti því við að fíkni-
efnamál væru erfiður mála-
flokkur. Öll löggjöf um rann-
sóknir og meðferð þeirra er
mjög þröng og lítið svigrúm til
að ganga ekki nærri persónu-
legu frelsi. „Ýmsum atriðum
hefur þó verið rekið á eftir,
tiltölulega litlum atriðum eins
og að fá bakvaktir um helgar
og nætur. Þetta fékkst ekki.
Ég kann engar skýringar á því
hversu treglega það gengur að
fá einhverjar úrbætur, það
virðist vera hér um eitthvað
tregðulögmál að ræða“, sagði
Gísli.
Litlar úrbætur í
nánustu framtíð
í kjölfar ummæla þeirra
Björgvins og Gísla var haft
samband við Jón Thors í dóms-
málaráðuneytinu og hann inntur
eftir því hvað væri í sjónmáli
varðandi ávana - og fíkniefna-
mál. Jón staðfesti að nefndin
íslandi s.l. þrjátíu ár.
nisembættið)
Fjöldi tilvika þar sem eiturefni mældust í blóði við
krufningu. (Ársskýrslur rannsóknastofnunar í
lyfjafr.)
hefði skilað áliti sínu á tilsett-
um tíma. „Það er nú svona
ýmislegt í undirbúningi, ýmsir
fundir hafa verið haldnir og
gögnum safnað", sagði Jón.
Aðspurður hvort eitthvað
áhrifaríkt eða áþreifanlegt
væri í sjónmáli sagði Jón: „Ja,
það er nú erfitt að svara því í
sjálfu ' sér. Pað má alveg búast
við að það verði bætt aðstaða
og þvíumlíkt hjá fíkniefnalög-
gæslunni. Það er nú fyrst og
fremst það sem unnið verður
að í kjölfar þessara nefndar-
starfa. Nú væntanlega verður
skipulögð einhver aukin sam-
vinnustarfsemi á milli lögreglu-
umdæma í kjölfarið." Horfir
þetta þá til bóta? „Þetta horfir
semsagt til þess að gerðar verði
einhverjar ráðstafanir allavega
í þá átt að gera löggæsluna
áhrifaríkari og afkastameiri.
Petta er allt í skoðun. En það
er með þetta eins og annað í
landi voru, það tekur allt sinn
tíma. Sennilega gerist ekki
mikið næstu mánuðina, það
fara nú að koma sumarfrí. En
með haustinu ættu línurnar
eitthvað að fara að skýrast, þó
við vonum auðvitað að eitt-
hvað gerist fyrr“, sagði Jón að
lokum.
Það er með þetta eins
og annað í landi voru,
það tekur allt sinn tima.
Sennilega gerist ekki
mikið næstu mánuðina,
það fara nú að koma
sumarfrí. En með haust-
inu ættu línurnar að
skýrast, þó við vonum
að eitthvað gerist fyrr.
Hámarksrefsing
rúm tvö ár
Af framansögðu má ljósl
vera að úrbóta er ekki að
vænta í nánustu framtíð varð-
andi fíkniefnalöggæsluna.
Hvort þar er um að kenna
áhugaleysi stjórnvalda eða ein-
hverju öðru, skal ósagt látið.
Það er hinsvegar athyglisverð
staðreynd að samtímis því sem
lítilla úrbóta er að vænta í
stefnumörkun og aðgerðum
stjórnvalda varðandi ávana -
og fíkniefnamál, þá tala menn
gjarnan um þrönga löggjöf.
Haft var samband við Guðjón
Marteinsson, lögfræðing hjá
Lögreglustjóraembættinu í
Reykjavík og hann inntur eftir
því hvað refsilöggjöfin fæli í
sér þegar um fíkniefnabrot er
að ræða. Að sögn Guðjóns þá
munu viðurlög við fíkniefna-
brotum vera í föstum
skorðum. Það eru lög nr. 65/
1974 sem dæmt er eftir með
smávægilegum breytingum
nema um gróf brot og hættuleg
efni sé að ræða. í slíkum
tilfellumerdæmt eftirhégning-
arlögum nr. 19/1940 grein
173,a, og er refsihámark þar
hærra en í lögunum urn ávana
- og fíkniefni. Sé brot framið í
gróðaskyni eru dæmdar sektir
að auki. „Það er alveg á
mörkunum að lagaheimildir
séu nógu rúmar til að unnt sé
að rannsaka fíkniefnamá! sem
skyldi. Þyngsti dómur sem fell-
dur hefur verið í fíkniefnamáli
hérlendis varðaði tveimur og
hálfu ári, vegna erlends brots
með hass og kókaín," sagði
Guðjón Marteinsson. Guðjón
tjáði NT að dómsmeðferð tæki
mislangan tíma, allt frá örfáum
vikum upp í eitt til tvö ár. Það
er því ekkert til fyrirstöðu að
menn geti haldið áfram iðju
sinni á meðan málið er í
meðförum og síðan tekið til
við hana að afplánun lokinni.
Að Guðjóns sögn þá vantar
ítrekunarheimild í lögin þann-
ig að refsing þyngist, ef um
ítrekuð brot er að ræða. Taldi
Guðjón þetta miður, því f
reynd koma menn aftur og
aftur fyrir dómstóla vegna
endurtekinna brota.
Oft varþörf
en nú er nauðsyn
Það virðist full ljóst, að
vandinn er rneiri en margan
hefur grunað og því miður
hafa stjórnvöld lítið aðhafst í
þá átt sem þyrfti til að uppræta
eiturlyfjabrask íslenskra og er-
lendra glæpamanna á torgum
höfuðborgarinnar. „Uppræta"
er sennilega rétta orðið, því
það er þegar orðið of seint að
bægja hættunni frá.
Sem stendur fjölgar eitur-
lyfjaneytendum stöðugt, og
læknar hafa þegar gert sér fulla
grein fyrir fyrirsjáanlegum af-
leiðingum þeirrarstaðreyndar,
svo og hin fámenna deild fíkni-
efnalögreglunnar sem við illan
aðbúnað berst við að halda
eiturlyfjabraskinu í skefjum.
Hvort stjórnvöld sýna sama
skilning á vandanum mun ráð-
ast af viðbrögðum þeirra í
nánustu framtíð, hver vikan er
dýrmæt.
Á meðan við bíðum mun sá
hópur íslenskrar æsku enn
stækka, scm hættir sér að fót-
skör dauðans.
Það er ekkert því til fyrir-
stóðu að menn geti hald-
ið áfram iðju sinni á
meðan málið er enn í
meðfórum, og síðantek-
ið til við hana á nýjan
leik að afplánun lokinni.