NT - 03.07.1984, Blaðsíða 13

NT - 03.07.1984, Blaðsíða 13
■ Árið 1983 voru flutt til landsins 1458,5 tonn af ull frá Nýja-Sjálandi. sjá um sölu og bókhald. Flest kaupfélögin voru fjárvana í byrjun og þá var álitið hag- kvæmara og ódýrara að sömu aðilar önnuðust vörukaup og afurðasölu, enda voru bændur þá vanir vöruskiptaverslun. Nú eru allar fórsendur fyrir þessu breyttar. Magn afurða hefur aukist, félagsmönnum kaupfélaga í kauptúnum og kaupstöðum fjölgað að mun en bændum fækkað og eru að verða minnihlutahópur í flest- um félögum. Það eru einnig óskyld verkefni að annast neysluvörukaup og vörudreif- ingu til neytenda og að sjá um afurðasölu fyrir bændur. For- stjórar afurðasölufélaga hefðu betri tíma til að einbeita sér að sölumálum bænda og væru óháðari og frjálsari en kaup- félagsstjórar eru nú. Við- skiptaskuldir mundu hverfa að mestu. Bændur fengju afurðir greiddar í peningum eða milli- færslum. Milli kauptíða myndu peningaviðskipti bænda færast til banka og sölufélaga því kaupfélögin þyrftu að sjálf- sögðu að fá vöruúttekt greidda strax. Annist sölufélögin eigi smásöluverslun sem best væri að þau gerðu ekki, gæti skrif- stofukostnaður orðið mjög Íítill, sennilega væri 1% nægi- legt. Þetta gæti því hjálpað til að lækka þann mikla kostnað sem vaxta, heildsölu og slát- urkostnaður er nú. Að sjálf- sögðu verða sölufélögin að hafa sameiginlega heildsölu líkt og nú er til að annast útflutning afurða og að ein- hverju leyti sölu innanlands. Búvörudeild S.Í.S. mundi því starfa áfram ef til vill í dálítið breyttu formi frá því sem nú er. Framkvæmdastjórar sölu- félaganna þurfa að halda sam- eiginlega fundi og meirihluti þeirra þarf að geta haft áhrif á val framkvæmdastjóra Bú- vörudeildar, því það er þýðing- armikið starf fyrir afkomu þeirra sem búvöru framleiða. Búvörudeildin þarf að vera óháð öðrum deildum S.Í.S. þannig að hægt sé að nýta hagkvæmustu viðskiptakjör hverju sinni. Þó að þetta sé mín skoðun og margra annarra að ég ætla, þá reikna ég tæpast með því að breytingar verði gerðar næstu árin. Kaupfélagsstjórar vilja gjarnan hafa afurðasölumálin í svipuðu horfi og nú er. Þeir hafa lykil að peningaskápum „í flestum eða öllum löndum nema íslandi eru afurðasölufélög bænda sjálfstæð fyrirtæki með sér- stakan framkvæmdastjóra. Ég er og hef verið þeirrar skoðunar að þannig ætti það að vera hér á landi ■ii þó stundum sé lítið í þeim, og það hefur sitt að segja. Hinu hefi ég trú á að þessu verði breytt, enda er það bæði hag- kvæmara og eðlilegra. Þeir sem andvígir eru breyttu skipulagi benda gjarn- an á að Sláturfélag Suðurlands greiði engu meira fyrir kjöt og gærur en önnur félög. Það mun vera rétt, en sannar þó eigi að það sé ekki hægt. Sláturfélagið fæst við fleira en heildsölu afurða. Fram- kvæmdastjórinn Jón H. Bergs, telur 4.5 milljón kr. halla hafi orðið á flutningi og slátrun stórgripa s.l. ár, tap hafi orðið á sútunarverksmiðju, léleg af- koma á matvöruverslun félags- ins og fjármagnskostnaður óhagstæður. Auk þess má benda á að Sláturfélagið hefur verið og er í fjárfrekum fram- kvæmdum. Líklegt er að hægt hafi verið að komast hjá ein- hverju af þessum töpum. Það er meira en vafasamt að afurðasölufélög bænda eigi að taka þátt í ýmiss konar hliðar- braski. Kaupfélög og kaup- menn eiga að sjá um smásölu- verslunina samhliða annarri vörudreifingu. Sú takmarka- litla útþenslu-starfsemi sem mörg samvinnufélög hafa tekið þátt íerdálítið vafasöm a.m.k. eins og nú horfir í vaxta- og lánamálum. Sem fyrirmynd um hið gagnstæða vil ég benda á Kaupfélag Vestur-Húnvetn- inga. Þeir hafa hvorki fjárfest eða tapað á braski sem er óviðkomandi versluninni. Flest árin síðan ég fór að þekkja til hafa þeir borgað bændum beint og óbeint hærra verð en Framleiðsluráð ákvað. oft 5% og einu sinni 7%. Þetta tókst af því að þeir gátu gert þetta, og vildu gera það. Þetta hefði hinsvegar eigi tekist ef Kaupfélagið á Hvammstanga hefði fjárfest og tapað á óskyldum hlutum. Að sjálfsögðu ber að viðurkenna að Samvinnufélögin hafa átt ómetanlegan þátt í framförunr sem hér hafa orðið á þessari öld. Þess hefur þó einkurn gætt í dreifbýli, enda þörfin þar meiri fyrir samstarf. Það breyt- ir þó eigi þeirri grundvallar- skoðun að það sem hagkvæm- ara er að franrkvæma með félagslegum samtökum á að framkvæma þannig,en það sem einstaklingar geta annast, jafn- vel eða betur þá eiga þeir að gera það. „Sú takmarkalitla út- þenslustarfsemi semmórg samvinnufélög hafa tc-kið þatt í er dálítið vafasöm, að minnsta kosti eins og nú horfir við í vaxta og lánamál- um.“ ■ Ekki er hætta á offram leiðslu kanínuuilar næstu ára tugina segir Magnús Magnús son. Þriðjudagur 3. júlí 1984 1 3 m iV>T .. V j Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 686387 og 686306. Verð í lausasölu 25 kr og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaöaprent hf. r Krafan um varan- lega lausn ■ Það er meira en rétt hjá Morgunblaðinu, að það er allt annað en æskilegt að halda sjávarútveginum gangandi með bráðabirgðaráðstöfunum. Slíkt er þó engin nýlunda hér á landi. Sjávarútvegurinn er það óviss og sveiflukenndur atvinnuvegur, að oft er ekki um annað að ræða en að grípa til bráðabirgðaráðstaf- ana, ef ekki á að láta hann stöðvast að mestu eða öllu. Stöðvun hans myndi leiða af sér stórfellt atvinnu- leysi víðs vegar um land og myndi fljótlega leiða til þess, að stöðvun fleiri atvinnugreina fylgdi í kjölfar- ið. Prátt tyrir þetta er ekki óeðlilegt, þótt bráðabirgða- ráðstafanir séu gagnrýndar og umdeildar. Pess verður hins vegar að krefjast af þeim, sem hálda slíkri gagnrýni uppi og heimta svokallaðar varanlegar aðgerðir, að þeir bendi á slíka lausn. Það er ekki nóg að gagnrýna. Gagnrýnin verður að byggjast á því, að menn bendi á og rökstyðji hver hin varanlega lausn á að vera. Það væri mjög æskilegt, að þeir sem krefjast varanlegrar lausnar á vandamálum sjávarútvegsins, færu ekki með slíkar tillögur sem einhvern leyndar- dóm, heldur létu þær koma í dagsljósið. Þá væri hægt að ræða þær og taka það til meðferðar, hvort þær séu líklegar til að verða eins varanlegar og gefið er í skyn, og hvort ekki myndi fylgja þeim neinir annmarkar, eins og t.d. þeir, að nýtt verðbólguflóð fylgdi í kjölfarið. Það er bersýnilegt, að vandamálin verða mörg sem bíða þjóðarinnar, þingsins og ríkisstjórnarinnar á komandi hausti. Þess vegna þarf að ræða þessi mál frá öllum hliðum, og fyrst og fremst þurfa þeir að láta ljós sitt skína, sem telja sig búa yfir varanlegum lausnum, en liggja þó á þeim, eins og ormur á gulli. Slíkt sæmir ekki ábyrgum aðilum og allra sízt fjölmiðlum, sem gagnrýna það, sem gert er, en benda ekki á annað í staðinn. Þess vegna ber að vænta þess, að stærsta og áhrifamesta blað þjóðarinnar láti sér ekki nægja, að gagnrýna bráðabirgðalausnir, heldur lýsi hinum varanlegu lausnum, sem það telur að séu fyrir hendi. Atvinnuöryggid ■ Það hefur komið í ljós í þeim umræðum, seni orðið hafa um fiskverðshækkunina, að staða útgerð- arinnar og fiskvinnslustöðvanna er mjög erfið, enda vart við öðru að búast eftir hinn mikla samdrátt þorskveiðanna. Það má vissulega lítið út af bera, ef ekki á að koma til stöðvunar þessara mikilvægu atvinnugreina. Þetta vekur óneitanlega til þeirrar umhugsunar, að nú eins og jafnan áður, þarf það að vera meginmark allra efnahagsaðgerða, að atvinnuöryggið haldist og atvinnuleysi verði afstýrt. Komi til nýrra kjarasamn- inga fyrr en reiknað hefur verið með, verða þeir því aðeins til raunverulegra hagsbóta, að þeir raski ekki atvinnuörygginu. Það er ekki sízt hagsmunamál launafólks að þessa sjónarmiðs sé gætt. Það myndi fyrst og fremst bitna á því, ef meiri háttar atvinnuleysi kæmi til sögunnar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.