NT - 16.08.1984, Blaðsíða 1
Verkfall hjá BSRB
i byrjun október?
■ Allar líkur benda nú til
þess að opinberir starfsmenn
fari í verkfall á tímabilinu 2.
til 10. október. í dag kl. 4
koma stjórn og samninga-
nefnd BSRB saman til fund-
ar að afloknum sáttafundi
BSRB og ríkisins þar sem 10
menn frá hvorum hittast.
Fari svo, eins og allar líkur
benda tií, að engin jákvæð
viðbrögð komi frá ríkinu.
við kröfugerð bandalagsins,
sem er um 30% kauphækk-
un, mun samninganefnd
ákveða dagsetningu sameig-
inlegs fundar stjórnar- og
samninganefndar bandalags-
ins sem mun taka ákvörðun
um verkfallsboðun.
Líklegt er að BSRB boði
til verkfalls í fyrstu viku
september. Verkfall kæmi
þá til framkvæmda í fyrstu
viku október. Verkfall er
boðað með hálfs mánaðar
fyrirvara, en sáttasemjara
ber að framlengja frestinn
um hálfan mánuð og leggja
fram sáttatillögu sent fer í
allsherjaratkvæðagreiðslu.
Fjármálaráðherra þarf einn-
ig að samþykkja eða fella
sáttatillögu. Forysta BSRB
tekur því enga áhættu með
verkfallsboðuninni, þar sem
félagsmenn sjálfir taka hina
endanlegu ákvörðun.
Ástæðan fyrir því að
BSRB menn hinkra fram yfir
mánaðamótin er m.a. sú að
þeir óttast að fjármálaráð-
herra beiti sér fyrir bráða-
birgðalögum um stöðvun
kaupgreiðslna, en fastráðnir
ríkisstarfsmenn fá laun sín
greidd fyrirfram.
Sjálfsbjörg Akureyri:
Hótar
lokun
■ Sjálfsbjörgá Akureyri
hefur skrifað félagsmála-
ráðuneytinu bréf þar sem
farið er fram á að hið
opinbera taki þátt í halla-
rekstri endurhæfinga -
stöðvar á síðasta ári ella
verði stöðinni lokað á
næstunni. Til þessa hafa
endurhæfingastöðvar
fengið tvo þriðju af halla í
rekstri greidda úr vasa
hins opinbera. Á síðustu
áramótum var lögum um
þessa hluti breytt og fékk
endurhæfingastöðin því
enga fjárveitingu á liðnu
ári.
„Það verður ekkert ann-
að að gera,“ sagði Valdi-
mar Pétursson fram-
kvæmdastjóri stöðvarinn-
ar þegar NT innti hann
eftir hvort af lokun yrði en
skuldir eru nú vel á aðra
milljón. Aðspurður um
ástæðu hallarekstursins
sagðist Valdimar álíta að
meðferðargreiðsla sem
ákveðin er af tryggingar-
stofnun væri alltof lág.
„Þetta er alveg sama hjá
okkur og Háaleitisstöð
Styrktarfélagsins,“ sagði
Valdimar.
Sjá umfjöllun um vanda
Háaleitisstöðvarinnar á
baksíðu.
Glæsilegt blaðsöluhappdrætti NT:
SexblaðberarNTeru
á leið til Stuttgart
- sjá nánar frétt og viðtöl á bls. 4
Nýir hlífðargallar slökkviliðsins:
Fyrstu notkun
bar óvænt uppá
■ Fyrstu notkun á nýjum
hlífðargöllum slökkviliðs
Reykjavíkur bar óvænt uppá.
Gallarnir sem ætlaðir eru til að
verjast geislavirkni og hættu-
legum efnum voru ennþá ósnert-
ir þegar slökkviliðið var kall-
að að efnafræðistofu Háskól-
ans. Par hafði þá farið niður
nokkurt magn af efninu acroline
en það getur haft slæm áhrif á
húð. Annar gallanna tveggja
sem slökkviliðið fékk nýlega í
vörslu sína var því tekinn fram
og brunaverðir fundu brátt út
hvernig nota ætti gripinn.
„Þetta hefði tekið miklu
lengri tíma og hugsanlega hefði
einhver brunavörður skaðast á
þessu ef við hefðum ekki haft
gallann,“ sagði Hrólfur Jónsson
varaslökkvistjóri í samtali við
NT í gær. Aðspurður um notk-
un gallanna sagði Hrólfur að öll
notkun eiturefna og geislavirkra
efna hefði stóraukist á undanföm-
um árum. Þá gætu hlífðargallamir
komið á miklum framförum við
hreinsun á efnum sem verða til
við bruna á gerviefnum. Gufa
frá plasti og öðrum hliðstæðum
efnum sest á ýmsa hluti og
myndar þar skaðleg efni sem
tæra upp málma og steypu. Til
þess að hreinsa þau efni burt
þyrfti enn önnur sterk efni sem
ekki væri hægt að meðhöndla
nema í hlífðargalla af þeirri
tegund sem nú hafa verið keypt-
ir.
Gallarnir sem keyptir voru
eru tveir og eru í eigu Álmanna-
varnarnefndar Reykjavíkur en
verða notaðir af brunavörðum.
Verð þeirra hvors um sig var í
kringum 60 þúsund krónur.
Áætlað er að á hausti komanda
verði sérstök þjálfun slökkvi-
liðsmanna í meðferð hættulegra
efna, viðbrögðum við mengun-
arslysum og meðferð hlífðar-
gallanna.
/■ Hér er Bergsveinn Alfonsson kominn í nýja hlífðargall-
ann en það var einmitt hann sem vann að hreinsuninni í
Háskólanum nú í vikunni. Gallinn er tvöfaldur og halda
þrýstikútarnir sem tengdir eru reykköfunargrímunni yfir-
\þrýstingi á milli laganna. Því erþað að þó gat komi á ytra
borðið kemur þrýstingurinn í veg fyrir að eiturgufur komist
inn á milli laga. NT mvndir Svcmr
Vésteinn Hafsteinsson féll á lyfjaprófi á ÓL:
■ Vésteinn Hafsteinsson
frjálsíþróttamaður hefur verið
dæmdur í 18 mánaða keppn-
isbann fyrir að taka inn lyf sem
eru á bannlista Alþjóða
Ólympíunefndarinnar. Vé-
steinn fór í tvö lyfjapróf, svo-
nefnd A- og B-próf eftir
keppni á ÓL, og voru niður-
stöður í báðum tilfellum já-
kvæðar.
í yfirlýsingu frá Vésteini
Hafsteinssyni segir: „Fyrir
fimm mánuðum tók ég
lyf samkvæmt læknisráði vegna
meiðsla í öxlum. Læknir minn
tjáði mér, að það væri í lagi að
nota þetta lyf, það myndi ekki
koma fram á lyfjaprófi og væri
þar að auki notað í læknis-
fræðilegum tilgangi til að flýta
fyrir uppbyggingu bandvefja.
Mistök mín eru fólgin í því,
að kanna ekki til fulinustu
hvort þessar upplýsingar voru
réttar varðandi verkun lyfj-
anna m.ö.o. að þetta ætti ekki
að koma fram á lyfjaprófi
Ólympíuleikanna.
Að öðru leyti get ég ekki
sagt neitt annað en mér þykir
þetta mjög miður. Ég vil biðj-
ast afsökunar ef það er hægt.
Ég vil biðja foreldra mína og
fjölskyldu afsökunar/ vini
mína og kunningja, Iþrótta-
samband fslands, Frjáls-
íþróttasamband íslands, Ól-
ympíunefndina og íslensku
þjóðina, sem styrkti mig til
þátttöku á Ólympíuleikunum.
Ég mun vitaskuld taka út
mína refsingu en engu að síður
halda ótrauður áfram og vona
að mistök mín verði öðrum til
aðvörunar.1'
Er Island
íhættu
sem ferða-
mannaland?
NT-úttekt á bls. 6-7