NT - 16.08.1984, Side 3
msr Fimmtudagur 16. ágúst 1984 3
yj Fwr^áÉMmwr
Nýir samningar um 6-7% kauphækkun:
Aðeins tímaspursmál
hvenær samið verður
■ Það er aðeins tímaspursmál
hvenær samið verður á þessum
nótum var álit nokkurra forystu-
manna úr verkalýðshreyfing-
unni aðspurðir um hvort samn-
ingar sem fælu í sér 6-7% kaup-
hækkun, launaflokkaröðuno.fl.
væru í burðarliðnum. Menn
hafa rætt þetta í ASI og það er
aðeins spursmál í hvaða form-
lega farveg þetta rennur, en
aðildarfélögin semja nú hvert
fyrir sig.
Pað sem um er rætt er að
framlengja núgildandi samning
fram í apríl. I stað þriggja %
hækkunar 1. september komi
6-7% hækkun og leiðrétting á
bónusgreiðslum og áfanga-
hækkun 1. jan. Einnig yrði gert
samkomulag um að setja launa-
flokkaröðun og önnur stór mál
í sameiginlega nefnd aðila með
það markmið að niðurstaða liggi
fyrir í apríl.
Heimsmeistaramót unglinga í skák:
Karl í þriðja sæti
Guðmundur og Margeir ofarlega í Gausdal
■ Karl Porsteins er í þriðja
til fjórða sæti á heimsmeist-
aramóti unglinga, sem nú
stendur yfir í Finnlandi,
ásamt Sovétmanninum Igor-
sov, en þessir tveir gerðu
jafntefli sín í milli í gær.
Báðir tefldu mjög varlega og
lögðu ekkert undir. Karl og
Igorsov hafa 7 'A vinning,
en efstir og jafnir eru Daninn
Curt Hansen og Sovétmað-
urinn Andreev með 8 lá
vinning. Tvær umferðir eru
eftir og er því ljóst að heims-
meistaratitillinn verður tor-
sóttur fyrir Karl, þrátt fyrir
mjög góða frammistöðu.
I Gausdal í Noregi tefldi
Guðmundur Sigurjónsson í
gær við Lars Karlsson frá
Svíþjóð, sem hefur leitt
mótið, og gerðu þeir jafn-
tefli. Margeir Pétursson vann
Piu Cramling. Svíinn Ernst
er í efsta sæti fyrir síðustu
umferðina með 6 'A vinning
úr 8 umferðum og hefur
konjið mjög á óvart. í öðru
til fjórða sæti eru stórmeist-
ararnir Guðmundur, Sax og
Jansa með 5 'A vinning og
fleiri eiga möguleika á að
komast í þann hóp þegar
biðskákir hafa verið tefldar.
Margeir hefur 5 vinninga og
eiga þeir félagar því báðir
möguleika á verðlaunasæt-
um og Guðmundur fræðileg-
an möguleika á sigri vinni
hann Ernst í síðustu umferð.
■ Frá setningu málþings um
skoska heimspekinginn Hume
á Hótel Loftleiðum í gær. Á
litlu myndinni er Mikael M.
Karlsson aðalskipuleggjandi
þingsins í ræðustól.
NT-myndir: Róbert
Hume í Reykjavík:
Málþing hófst í gær
■ Málþing um skoska heirn-
spekinginn David Hume hófst
á Hótel Loftleiðum í gær og
stendur það til 20. ágúst nk.
Heiðursgestur þingsins er Páll
S. Árdal prófessor við Queens-
háskóla í Kanada, en milli 70 og
80 erlendir fulltrúar sækja þing-
ið auk íslenskra fræðimanna og
áhugafólks um heimspeki.
Mikael M. Karlsson dósent í
heimspeki við Háskóla íslands
setti þingið, sem er það þrett-
ánda í röðinni af málþingum
Hume-félagsins, og kvaðst hann
vonast til að enginn gerðist
hjátrúarfullur tölunnar vegna.
Síðan tók David Fate Norton
formaður Hume-félagsins til
máls og þakkaði undirbúnings-
nefndinni á íslandi fyrir vel
unnin störf og gerði grein fyrir
því hvers vegna málþing um
Hume væri haldið á íslandi.
Kvað hann rit Hume um pólitísk
málefni tengjast íslandi, þar
sem hann hefði rætt um hið
fullkomna lýðræði, hvort sem
Hume hefði gert sér grein fyrir
því eða ekki. Annars kom fram
hjá Norton að þingið væri að
þessu sinni haldið á íslandi til
heiðurs Páli S. Árdal, en hann
hefur ritað fjölda verka um
Hume.
Páll hélt síðan upphafserindið
á þinginu í gær og talaði um
siðferðilega frumspeki Hume.
Auk Páls niunu íslensku heirn-
spekingarnir Eyjólfur Kjalar
Emilson, Porsteinn Gylfason og
Kristján Guðmundsson halda
fyrirlestra á málþinginu.
Pátttaka á málþinginu er
öllum heimil og innritunargjald
er 150 kr. fyrir meðlimi í Félagi
áhugamanna um heimspeki og
er það öllurn opið. Árgjald er
300 kr. Annars er þátttökugjald
1200 kr. og þcss ber að geta að
allir íyrirlestrar eru haldnir á
ensku.
Aftur stopp
á trillurnar
■ í gærdag gaf sjávarútvegsráðuneytið út
reglugerð sem bannar þorskveiðar báta
undir 10 brúttólestum frá 25. ágúst til 31.
sama mánaðar. Segir í fréttatilkynningu
ráðuneytisins að þetta sé gert vegna þess að
sýnt sé að afli smábáta fari nokkuð yfir
viðmiðunarmörk. Sams konar bann var
gefið út í nokkra daga um verslunarmanna-
helgina.
Leitaði á
stúlkubarn
■ Liðlega tvítugur Húsvíkingur hefur ver-
ið sendur til geðrannsóknar í Reykjavík
eftir að hafa leitað á 10 ára vangefna stúlku
á heimili sínu. Að sögn sýslufulltrúa þar
nyrðra var ekki um nauðgun eða kynmök að
ræða en „afbrigðileg kynferðisafskipti", eins
og fulltrúinn orðaði það.
Dýrasti fyrirlestur
á Islandi!
Boðskapur Fried-
mans kost-
ar 1200 krónur
■ Pað verður ekki gefinn aðgangur að
boðskap prófessors Friedmans þegar hann
kemur til Reykjavíkur urn mánaðamótin.
Seldir verða aðgöngumiðar að fyrirlestri
Friedmans í Súlnasal Hótel Sögu þann 1.
september fyrir litlar 1200 krónur. Er þetta
án efa dýrasti fyrirlestur á íslandi til þessa.
Geta þeir sem hafa áhuga og peninga snúið
sér til Bókaverslunar Sigfúsar Eymundsson-
ar.
Vonbrigði í Safari
■ Hljómsveitirnar Vonbrigði, Svart-hvít-
ur draumur og Slagverkur munu spila á
hljómleikum í Safari í kvöld. Grammið og
Vonbrigði standa að þessum tónleikum, en
Vonbrigði hyggur nú á plötuupptöku.