NT


NT - 16.08.1984, Side 5

NT - 16.08.1984, Side 5
■ Ingibjörg Hafberg og Leifur E. N. Karlsson sem eiga heiöurinn af þessari gróðurvin. Starhólmi 2 fallegasti garðurinn í Kópavogi: Fimmtudagur 16. ágúst 1984 5 ■ Garðurinn við Starhólma 2 var að þessu sinni valinn fegursti garðurinn í Kópavogi og einkennir hann alúð og smekkvísi, eins og sjá má á þessari mynd. „Garðinum er aldrei lokið“ - segja hjónin Ingibjörg Hafberg og Leifur E.N. Karlsson ■ „Þetta kom okkur þægilega á óvart, við áttum ekki von á því að hljóta þessa viðurkenningu því garðurin er svo nýr. Maður hefur alltaf haft á tilfinningunni að garðar þurfi að vera gamlir til að geta verið fallegir,“ sögðu hjónin Ingibjörg Hafberg og Leifur E. N. Karlsson í samtali við NT en þau hlutu heiðursverðlaun Bæjarstjórnar Kópavogs fyrir fegursta garðinn þar í bæ sumarið 1984 og „einkennist hann af alúð og snyrtimennsku“ eins og segir á viðurkenn- ingarskildinum. Sögðust þau hafa byrjað á garðinum fyrir einum 6-7 árum síðan og færi auðvitað mikill tími í hirðingu og að halda honum við, en það væri gaman að þessu og garð- vinna væri holl og góð úti- vera. „Annars á Ingibjörg mest- an heiður af þessu,“ segir Leifur, „hún kom mér útí þetta og ég hefði aldrei trúað því fyrir nokkrum árum síð- an að þetta gæti verið svona skemmtilegt." Kváðust þau hafa ræktað öll sumarblómin sjálf, þau væru með gróðurhús, og einnig væri margt fengið frá vinum og kunningjum en ef ætti að kaupa þetta allt sam- an yrði það eflaust drjúgur skildingur. Þau áttu erfitt með að lýsa því hvernig hefði verið að fá þessa viðurkenningu. „Þetta er einna líkast happdrættis- vinningi,“ sagði Leifur. Sögðu þau mjög gaman að skoða fjölskyldualbúmið til að sjá hvernig garðurinn hefði þróast stig af stigi en þau hefðu aldrei unnið að honum með verðlaunaveit- ingu í huga. Það væri ekki hægt að vera í garðrækt með eitthvert lokamarkmið í huga, því eins og segir í gömlu kínversku spakmæli: „Garðinum er aldrei lokið.“ ■ Æfingin skapar meistarann segir máltækið og reynsla þessara ungu smiða á væntanlega eftir að koma þeim til góða þegar þau í alvöru þurfa að fara að koma sér upp þaki yfir höfuðið síðar á ævinni. NT-mynd: Ragnheiður Ný borg í Borgarnesi Sauðárkrókur: „Læknishúsinu“ verði forðað frá niðurrifi Frá fréttaritara NT í Borgarnesi: ■ Það eru miklar fram- kvæmdir á döfinni við Kjart- ansgötu í Borgarnesi þessa dagana. Þar rís nú hvert húsið af öðru í myndarlegri kofaborg, sem um 50 krakk- ar á aldrinum 3 til 12 ára vinna að á starfsvelli. Áhuginn er mikill hjá þessum ungu smiðum og þau eiga eflaust eftir að verða Iiðtæk við húsasmíði í Borg- arnesi í framtíðinni. Byggingafyrirtæki og ein- staklingar hafa gefið timbur til framkvæmdanna. Börnin koma sjálf með áhöld í sam- ráði við leiðbeinanda sem er Jónína Arnardóttir.1 Nýráðinn æskulýðsfulltrúi í Borgarnesi Egill Heiðar Gíslason hefur haft umsjón með að koma þessari starf- semi á fót, og mælist þetta framtak vel fyrir hjá börnum sem fullorðnum. ■ Á Sauðárkróki hafa áhugamenn um varðveislu gamla læknishússins stofn- að sameignarfélag til að forða húsinu frá niðurrifi en núverandi eigendur hússins höfðu gefið húsið til brottflutnings. Nú hafa bæjaryfirvöld á Sauðár- króki hins vegar gefið lóð undir húsið og ætlar félag- ið að láta steypa nýjan kjallara undir það á lóð- inni og flytja það síðan á nýja staðinn. Úrvals heyvinnutæki á góðu verði Stollheyþyrlav.br.4,10m. kr. 37.900.- Stollheyþyrlav.br.5,10m. kr. 44.200.- Stollstjörnumúgav.v.br.2,80m. kr. 32.500.- Pöttingerheyhleðsluvagn kr. 168.000.- British Lely múgavél 4ra hjóla kr. 17.900.- BritishLelyfjölnotavél kr. 28.800 Afar hagstæð greiðslukjör (T.d.ekkertút-Hitteftirminni) VÉIABCCe Bildshöfða 8 - Símar 68 66 55 og 68 66 80 . Sértilboð J Lifandi blað Símarnir eru: 18300 - 687648 og 686481

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.